fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Hið fyrsta tölvumódel /sbr hið fyrsta spor

Jebb, ég sit og reyni eins og rjúpa við staur (hvaðan í fjandanum kom það máltæki) að töfra fram tölvumódel af þeim stað þar sem ég ætla að gera verkefnið mitt. Þið getið rétt: þetta er mitt fyrsta tölvumódel. Ég skammast mín svo sem lítið fyrir það að hafa ekki látið heillast af slíkum módelum fyrr, þetta er ósköp lógískt þegar maður setur sig inn í það. Hefur bara alltaf þótt þessi módel svo ljót en ákvað að nú væri ég orðin of fullorðin til að sleppa því lengur.
Ég er að ná mér eftir helgina svona smátt og smátt. Svona eftir á að hyggja var samkeppnin betri en ég hélt á meðan við vorum að vinna að henni, ekki svo slæmt, við vorum með góðar hugmyndir en ekki nægan starfskraft kannski til að sýna allt sem í hugmyndunum bjó.
Hef verið ansi léleg í mætingu í vinnuna í þessari viku, ég held að Gerd (höfuðpaurinn) sé ekkert of hrifinn af því, en ég reyni að minka þessa fráveru. Stundum verður maður bara að sofa.
Ég verð betri og betri í þýsku, tala enda þýsku allan daginn í vinnunni. Það er drulluerfitt eins og þið getið ímyndað ykkur, en ég er að ná tökum á þessu, sérstaklega linu eLLunum sem eiga að gefa í skyn að maður komi frá "verri helmingi" bæjarins. Claudia, stúlkan sem ég vinn með og neitar að vinna meira en fimm tíma á dag fyrir sömu laun og ég og Daniela (sú albanska) er annars ágætur vinnufélagi, talar stanslaust sem náttúrlega er prima fyrir mig, þar eð ég læri mikið af henni. Hún segir líka "irrsinnig" sem kemur sér vel fyrst ég fíla það orð. Hún hefur samt greinilega fordóma gagnvart hverju sem er (t.d. fólki sem kemur frá Meidling (þar sem verkamennirnir búa) en er sjálf frá Ottakring, sem er ekki mikið betra hverfi ef maður býr þar sem foreldrar B. búa). T.d. hef ég heyrt mikið um hvernig Þjóðverjar eru, hvernig Tyrkir eru, hvernig svartir eru, hvernig þetta lið frá Meidling er, hvernig helvítis Englendingarnir eru. Mjög interessant og segir mér meira um hana en þessa ágætu þjóðflokka. Brynja: hér er case fyrir nútímarannsóknir á sýn ungs fólks á minnihlutahópum og öðrum hópum. Ég fíla mig eins og í einu stanslausu opnu rannsóknarviðtali. Mjög athyglisvert.

Engin ummæli: