föstudagur, janúar 21, 2005

De tous les jours au quotidien

Argh, hvenær kemur eiginlega hversdagsleikinn aftur? Allt er nýtt í þessu nýja lífi manns, enginn dagur eins. Maður hefði nú haldið að það væri lúxuss að lifa svona thrilling lífi hérna í denn. En nú sakna ég bara hversdagsleikans. Sakna þess að leiðast og hafa Ekkert að gera. Kíkja í bók, surfa allan daginn... Sakna þess líka að nenna ekki neinu og hafa leyfi til þess. Að vakna einn daginn og vera löt og láta það bara eftir sér.

Good-bye old selfish me. Hello supermom!

Það er nóg að gera hjá mér. Þið hafið kannski tekið eftir því að sífellt lengra er á milli blogga. Það er einmitt vegna þess að ég er svo bissí. Ekki bara við að vera póstmóderníska húsmóðirin (því ég er hætt að baka) heldur við að vera skipulagsfræðikennari, fatadesigner og aktíf í mæðragrúppunni. Er þ.a. auki búin að bjóðast til að taka að mér einn krakka í viðbót einn eftirmiðdag í viku eða svo. En það verður ekkert úr því ef ég þekki móður krakkans rétt (hún nennir n.l. ekki að byrja í skólanum).

Í fréttum er allra helst að það heyrist ekkert frá kirkjumálaráðuneytinu, þótt við höfum sent umsókn um Flókanafnið fyrir þremur mánuðum síðan. Það gerist bara ekki neitt. Reyndar eru kosningar í næsta mánuði svo það er vonandi allt á uppleið, þ.e.a.s. með nýrri stjórn. Ég er að vonast til þess að allt verði útlendingavænna ef það tekst að ryðja Píu Kærsgaard út úr ríkisstjórninni. Hins vegar er ekki hægt að stóla á Danina að kjósa rétt, þannig að maður liggur á bæn á hverju kvöldi í von um að storka örlögunum.

Tobias stækkar og dafnar. Hann er orðinn svo mannalegur og hræðilega mikil læti í honum. Hann liggur og talar við sjálfan sig (og leikföngin, reyndar) endalaust og er orðinn svona duglegur að hreyfa sig. Ég held ykkur að segja að ein mesta martröð Bernhards sé að verða að raunveruleika - drengurinn verður fótboltamaður!