miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Allt á floti alls staðar

Var svo heppin að fá valtarakall í þrotlausa vinnu hérna hjá mér. Það voru náttúrlega bornar í hann veitingarnar og það voru bjórpásur á hálftíma fresti. Ég gerði ekki annað en að baka og hella uppá kaffi.

Nei, eins og allir vita sem þekkja mig eitthvað af viti, er ég ekki manneskja til að standa í húsmóðurstörfum, þannig að ég var í múrverki og öðru. Gummi frændi er líka búinn að standa sig eins og hetja við að mixa eldhúsinnréttinguna, meitla niður veggi og annað. Frábært að fá svona gaura með sér, allt gerist miklu hraðar þegar fleiri eru saman.

Kærar þakkir til allra sem hafa droppað inn og haft hönd í bagga. There´s still a long way, og þið vitið hvar ég á heima! ;)

Ennþá eru myndir hérna hjá mér. Vantar að vísu updateringu, verð að taka myndir á morgun.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Tók þá kona ráðin í sínar hendur...

Búin að panta valtarakall frá Íslandi til að laga hjá okkur nýja eldhúsið. Það verður sveimér spennandi að sjá hann sveittan við að fá tíu rúmmetra kolafilterinn niður (!). Og gaman að sjá hvort það sé eitthvað gólfefni undir eldavélinni. Við erum sumsagt að hugsa um að breyta aðeins eldhúsinu.

Og já - nú eru myndirnar komnar inn á mína síðu. Lítið endilega við!

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Hefst þá framkvæmd mikil

Við fengum íbúðina afhenta viku fyrr. Reyndar óþrifna og ógeðslega plús að það er einhver risa skápur inn í einu herberginu sem við könnumst ekki við að hafa sett þar. Og svo eru baktröppurnar fullar af einhverju drasli líka. (hellooo?) En allavega, afhent íbúð er afhent íbúð.

Og við náttúrlega komin á fullt. Það var ráðist á hraunvegginn í dag, það er bara hægt að taka þetta af með spaða, sem betur fer. Hins vegar verður að múra upp í þetta aftur - allt í drasli. Fylgist endilega með *HÉR* ...

Og okkur vantar fólk í fúlskapinn. Komið og berjið reiðina út. Já, og svo vantar okkur svosem einn smið líka í leiðinni.