mánudagur, desember 06, 2004

Póstmódernístískar húsmæður

Puj he, það er erfitt að vera heimavinnandi. Ekki nema von að kvenmenn í úthverfum hafi leiðst í hel fyrir tveimur áratugum eða svo. Aldrei hef ég haft jafn mikið að gera! Eða allavega er tilfinningin þarna: "ég næ þessu aldrei"...
Samt er þetta ekki erfitt: taka til (neðst á listanum, ég næ því aldrei), vaska upp (er svo heppin ad ég næ því heldur aldrei, því það er ofar á listanum hans B. en á mínum), þvo þvott, setja hann á snúruna, taka hann niður aftur og setja upp í skáp, elda, gefa Tobiasi ad borda, setja Tobias í bað, kaupa jólagjafir... Ekki erfidur listi en vefst fyrir mér. Ég held ég sé á rangri hillu, ætti að vera arkítekt í staðinn!
Er að reyna að "lifa upp til" standardsins sem póstmódernístísk húsmóðir. Geri mitt besta til að ná að baka á sunnudögum og svona. Verð að segja að það er ekki auðvelt. Tókst þó að gera jólakort í gær. Glæd jer til det! Þau eru ekkert smá flott!!!

Engin ummæli: