mánudagur, apríl 10, 2006

Þetta er orðið fyndið

Jebbs. Ég ákvað að sleppa píparanum fyrir páska fyrst að ég varð veik í einaoghálfa viku og komst ekki í hina alræmdu íbúð.
Helene hjálpaði mér í gær og ég held sveimérþá að það séu þrjú herbergi að verða tilbúin til innflutnings! En það breytir svo sem engu, við flytjum ekki fyrr en við erum komin með baðherbergi.

Þannig að ég er í tómstundum mínum byrjuð að skrifa umsóknir aftur. Búin að senda fimm eftir að ég vaknaði upp af dvala (flenzunni). Ég er voðalega stolt af sjálfri mér.

Við erum svo á leiðinni á klakann, í veitslu (hljómar eins og tékkneska, en er færeyska) og skírn hjá ástkærum bróður mínum. Jei, ég var farin að sakna fjölskylduboðanna! Brauðtertur, here I come! ;)

Engin ummæli: