miðvikudagur, október 15, 2003

Irrisinnig vanvittig geeeeðveikt

Ok, ok, ég skal skrifa á íslensku. Mér er svo sem alveg sama. Spurningin er hvorteð er hvort vinir mínir danskir nenni yfirleitt að kíkja á jafn sér-íslenskt fyrirbæri og bloggið er.

Hér er hafin herferð á móti samleigjanda okkar, eða þ.e.a.s. útleigjandanum. Hann er alveg svakalegur, í hvert einasta skipti sem við eigum eitthvað að borða í ískápnum og förum út, þá er það horfið þegar við komum aftur. Ég verð annað hvort að merkja allt sem ég vil borða sjálf með "Ingi á þetta hér, ekki borða þetta" eða fela það í herberginu okkar. Síðari kosturinn verður oftar fyrir valinu, enda finnst mér hryllilega hallærislegt að þurfa að merkja minn eigin mat! Hann (sambúinn) á svona krukku þar sem hann setur allar myntir í og er farinn að taka tuttugu centin út líka þegar hann fer í búð.

Ég lærði mjög mikið í gær, fór á pöbb með nokkrum úr vinnunni hans Bernhards. Einhver sagði eitt af því flottasta sem ég hef heyrt á þýzku:
IRRSINNIG SPANNEND: sem útleggst á íslenzku GE�VEIKISLEGA SPENNANDI. Verð að viðurkenna að ég kikna í hnjánum við orð sem hljóma svo skemmtilega eins og irrsinnig.

Einhver sagði að ekkert kæmist með tærnar þar sem íslensk náttúra er með hælana. Kannski ekki, en í gær á Dónáeyju varð ég samt fyllt innlifun af því sem mætti mér: eldgömul tré stóðu saman í lundi við hliðina á ánni og stígur lá í gegnum hann. Ekki ein einasta sála, sólskin. � þögninni bærði vindurinn laufið á silfur-ahornunum (Hjörtur: hjálp! Hvað heitir ahorn á íslensku?). Þótt ég geti ekki komið orðum að fegurðinni, verð ég að segja að þarna var Dónáeyjan með tærnar undir hælunum á Hraunfossum.

Engin ummæli: