þriðjudagur, janúar 31, 2006

já dulnefni

ætla líka að fá mér dulnefni eins og Gunnar Dal & Isaak Dinesen (pæliðí teymi!).
einhverjar uppástungur?
ómægod

allt að gerast bara. fáum nýja íbúð 15. febrúar, en sá sem á að selja okkar er farinn í felur... undir jörðina bara höldum við. ekki nóg með að hringja í manninn á hverjum degi heldur spömmum við tölvupóstinn hans svo mikið að hann verður að nota skóflu til að ryðja út. jæja.
er í banastuði í atvinnuumsóknunum. ætla að fá vinnu bráðlega. fyrst að tvær úr hópnum eru búnar að fá vinnu strax, hlýt ég líka að geta fengið eitthvað. annað væri svindl.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

öhemm

best að ræskja sig
jæja góðir hálsar: mín er orðin arkítekt.
þessu var fagnað með góðri veislu og mjúkum laxi. hérmeð þakka ég kærlega fyrir mig.
annars lítið að frétta nema atvinnuleysið og staka.