sunnudagur, júlí 30, 2006

Fríið

Yes, sumarfríið bara komið og farið. Þrjár vikur liðu sem ein og allt í einu er tími atvinnuumsóknanna kominn aftur! Búin að bóka tvö viðtöl sem komið er, og er jákvæð. Eftir þriggja vikna afslöppun er annað jú ekki hægt.

Ég held að ég hafi sjaldan upplifað jafn velheppnað frí. Ferðinni var heitið til Jótlands, til Helsinki og til Svíþjóðar í þremur ferðum með þremur mismunandi farartækjum. Við býttuðum á íbúðum með vinkonu B. rétt fyrir utan Árósa, og fengum bílinn hennar lánaðann á meðan. Það var mjög skemmtilegt, við keyrðum eins og við ættum lífið að leysa og fórum á alla túristastaðina. Við komum svo heim á sunnudagseftirmiðdegi og lögðum íann til Helsinki kl. 5 daginn eftir. Við héldum að Tóbías myndi flippa en hann tók þessu vel, var bara spenntur að komast í flugvélina.

Helsinki er dálítið skrítin borg, minnir mig á margan hátt á Vín eða jafnvel Búdapest, en er minni og er náttúrlega hafnarborg. Tóbías vildi helst vera að leika sér á leikvöllunum sem eru til algjörrar fyrirmyndar, það eru t.d. kassar með leikföngum! Þannig að við B. vorum mest að chilla í sólinni sem skein sem betur fer mest allan tímann. Við fórum m.a. á nýlistasafnið Kiasma (/Steven Holl) þar sem við skemmtum okkur yfir The Complaints Choir of Helsinki, þetta hafði mikil áhrif á okkur. Líka skemmtilegt hús.

Eftir að hafa tekið föstudaginn í síðustu viku heima, leigðum við svo bíl á laugardag og héldum til Svíþjóðar, nánara tiltekið í lítið kot rétt norður af Osby ef það segir ykkur eitthvað. Við höfðum það agalega gott í sænsku skógunum og fórum að synda á hverjum degi í afskekktu vatni. Sjáið myndir. Bernhard setti líka nokkrar myndir inn frá Helsinki.

That´s it folks. Back to work.

föstudagur, júní 09, 2006

Loksins flutt

Og flickerinn smá uppdateraður.

sunnudagur, maí 28, 2006

Jamm

Allt að gerast bara. Síðan síðast hafa verið hér tveir menn að redda hlutum, báðir mest í baðherberginu. Valtarakallinn reif gólfið upp og lagaði veggina en pabbi setti svo flísarnar á þá. Nú er bara að bíða eftir gólfinu sem verður vonandi tilbúið á fimmtudaginn. Svo á klósettið að koma á föstudaginn og þá er barasta hægt að flytja inn. Voila.

Þetta hefur nú reyndar tekið nokkra mánuði, en þetta er svo fullkomið að þið getið varla ímyndað ykkur það. Þannig að það er svo sem þess virði að taka sér góðan tíma í þetta.

Ég set myndir inn á Flickerinn þegar tækifæri gefst.

Það er loksins búið að selja Vonarhólminn (ástkært heimili okkar), og við eigum að afhenda hann í byrjun júlí, þannig að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.

Nú vantar mig bara vinnu! Anyone?

laugardagur, maí 06, 2006

aftur status:

fékk neikvætt svar frá landslagsarkítektunum sem voru greinilega að leita að mér reyndari manneskju. fór svo í annað atvinnuviðtal í gær sem mér fannst ganga mun betur en síðasta. fólkið var einhvern veginn svo miklu afslappaðra og meira prófessjónalt.

í schönbergsgade er búið að setja rör í veggina í baðherberginu. það er eitthvað sjúsk finnst mér, en reddast svosem. búið að fylla í gatið á milli hæða greinilega með stálullarbombu og svo flotað smá yfir draslið (tómahljóð í þessu). Það er allt svo skrítið í útlöndum. en fegin er ég að heyra ekki erik skíta (manninn á hæðinni fyrir neðan). ja, þótt það hafi svosem ekki verið vandamál hingað til.

stakan syngur á morgun fyrir gesti og gangandi sem villast úr kristjaníu á leið í bæinn. skemmtilegt prógramm og krefjandi fyrir litla kórinn, en reddast, reddast!

sjáumst kannski þar?! refshalevej 80 kl. 15. be there ;)

miðvikudagur, maí 03, 2006

status

hm. fór í atvinnuviðtalið á mánudaginn og var sálgreind af rekstrarstjóranum. fannst það frekar óþægilegt. ef hann hefði sleppt því að spyrja þessara skrítnu spurninga og bara spurgt mig hver ég væri, hefði ég getað sagt honum þetta allt á innanvið fimm mínútum. það má til gamans geta, að viðtalið varaði í einn tíma og kortér.

er þó ekki búin að fá svar þaðan. hver veit nema ég fái djobbið.

annars allt á réttri leið. fékk eina flís senda til að skoða, líst bara ágætlega á litinn. þetta er þó greinilega ekkert design-undur, þessi flís. en ég þekki ekkert til flísaiðnaðarins, þeir eru kannski ekki haldnir fullkomnunaráráttu í þeim bransa.

halli bró ætlar að kíkja á okkur í næstu viku, júbbí! þá er loksins hægt að taka til hendinni ;)

ses

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Jæja: loksins er vorið komið

Já, það er sólskin í dag og maríuhænurnar syngja í óútsprungnu birkinu. Við B. héldum frí í dag (já, hann á að skila verkefni eftir einaoghálfa viku, æ nó), fórum út að borða í hádeginu (ég var búin að gleyma hversu hálffullur maður getur orðið af shiraz um hádegisbil), fórum svo í langan göngutúr og fengum okkur kaffi í sólinni. Hljómar þetta ekki rómantískt? Loksins!

Blessuð íbúðin er að manni finnst alveg að verða tilbúin, það eru komnir menn í klósettrörið og eitthvað að gerast. Ég er að skoða sturtur og annað, verð að fara að kaupa flísar hvað úr hverju.

Mér var svo boðið í atvinnuviðtal á mánudaginn. Visj mí lökk, ég þarf svo sannarlega á góðu starfi að halda (og þetta er það!). Uss uss, segjum ekki of mikið um það.

Ég ætlaði svo bara að segja takk takk systkini mín fyrir að vera svona lík mér ;) Þið vitið hvað ég er að tala um.

mánudagur, apríl 10, 2006

Þetta er orðið fyndið

Jebbs. Ég ákvað að sleppa píparanum fyrir páska fyrst að ég varð veik í einaoghálfa viku og komst ekki í hina alræmdu íbúð.
Helene hjálpaði mér í gær og ég held sveimérþá að það séu þrjú herbergi að verða tilbúin til innflutnings! En það breytir svo sem engu, við flytjum ekki fyrr en við erum komin með baðherbergi.

Þannig að ég er í tómstundum mínum byrjuð að skrifa umsóknir aftur. Búin að senda fimm eftir að ég vaknaði upp af dvala (flenzunni). Ég er voðalega stolt af sjálfri mér.

Við erum svo á leiðinni á klakann, í veitslu (hljómar eins og tékkneska, en er færeyska) og skírn hjá ástkærum bróður mínum. Jei, ég var farin að sakna fjölskylduboðanna! Brauðtertur, here I come! ;)

mánudagur, mars 27, 2006

Jæja jæja

Þá er að síga ró á mig. Píparinn kom náttúrulega ekki í síðustu viku en kannski í lok þessarar viku. Allt sem hefur verið sagt við mig í þessu máli hefur annað hvort verið lygi eða misskilningur, ef ekki bæði. Ég trúi engum meir. Kemur í ljós NÚNA að lagnirnar eru EKKI ólöglegar, sem þýðir að þær verða eins og þær eru áfram. Það þýðir þó ekki að málið verði minna flókið fyrir það. Og það þýðir heldur ekki að við fáum baðherbergi fyrr en í lok maí. Hvað er málið með þetta bað?

Eitt er víst. Þetta er óhuggulegur bransi.

föstudagur, mars 17, 2006

Asskoti taka framkvæmdir mikinn tíma

Þetta verður bara aldrei búið! Er ekki einu sinni búin að lakka, en var með heilan flokk um helgina í málningarvinnu. Það er þó að komast svipur á þetta og ég er loksins búin að ná í pípara húsfélagsins sem ætlar líklega (vonandi) að koma og ganga frá lögnum í næstu viku. Og þá má hefjast handa við að múra (nei, nei, hrópuðu hendurnar).

Annars gistum við Tobi á Hvidovre sjúkrahúsi um helgina, því pollinn drakk svosem einn sopa af shellakki (sem er notað til að "loka" við, (þ.e.a.s. tré með kvistum)). Klaufaskapur. En við sluppum með skrekkinn og hann fékk ekki lungnabólgu. Hins vegar er hann veikur núna, en ég kenni veðrinu um. Drullukuldi og grámygla.

Já. Þetta voru raunir atvinnulausrar konu.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Allt á floti alls staðar

Var svo heppin að fá valtarakall í þrotlausa vinnu hérna hjá mér. Það voru náttúrlega bornar í hann veitingarnar og það voru bjórpásur á hálftíma fresti. Ég gerði ekki annað en að baka og hella uppá kaffi.

Nei, eins og allir vita sem þekkja mig eitthvað af viti, er ég ekki manneskja til að standa í húsmóðurstörfum, þannig að ég var í múrverki og öðru. Gummi frændi er líka búinn að standa sig eins og hetja við að mixa eldhúsinnréttinguna, meitla niður veggi og annað. Frábært að fá svona gaura með sér, allt gerist miklu hraðar þegar fleiri eru saman.

Kærar þakkir til allra sem hafa droppað inn og haft hönd í bagga. There´s still a long way, og þið vitið hvar ég á heima! ;)

Ennþá eru myndir hérna hjá mér. Vantar að vísu updateringu, verð að taka myndir á morgun.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Tók þá kona ráðin í sínar hendur...

Búin að panta valtarakall frá Íslandi til að laga hjá okkur nýja eldhúsið. Það verður sveimér spennandi að sjá hann sveittan við að fá tíu rúmmetra kolafilterinn niður (!). Og gaman að sjá hvort það sé eitthvað gólfefni undir eldavélinni. Við erum sumsagt að hugsa um að breyta aðeins eldhúsinu.

Og já - nú eru myndirnar komnar inn á mína síðu. Lítið endilega við!

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Hefst þá framkvæmd mikil

Við fengum íbúðina afhenta viku fyrr. Reyndar óþrifna og ógeðslega plús að það er einhver risa skápur inn í einu herberginu sem við könnumst ekki við að hafa sett þar. Og svo eru baktröppurnar fullar af einhverju drasli líka. (hellooo?) En allavega, afhent íbúð er afhent íbúð.

Og við náttúrlega komin á fullt. Það var ráðist á hraunvegginn í dag, það er bara hægt að taka þetta af með spaða, sem betur fer. Hins vegar verður að múra upp í þetta aftur - allt í drasli. Fylgist endilega með *HÉR* ...

Og okkur vantar fólk í fúlskapinn. Komið og berjið reiðina út. Já, og svo vantar okkur svosem einn smið líka í leiðinni.

þriðjudagur, janúar 31, 2006

já dulnefni

ætla líka að fá mér dulnefni eins og Gunnar Dal & Isaak Dinesen (pæliðí teymi!).
einhverjar uppástungur?
ómægod

allt að gerast bara. fáum nýja íbúð 15. febrúar, en sá sem á að selja okkar er farinn í felur... undir jörðina bara höldum við. ekki nóg með að hringja í manninn á hverjum degi heldur spömmum við tölvupóstinn hans svo mikið að hann verður að nota skóflu til að ryðja út. jæja.
er í banastuði í atvinnuumsóknunum. ætla að fá vinnu bráðlega. fyrst að tvær úr hópnum eru búnar að fá vinnu strax, hlýt ég líka að geta fengið eitthvað. annað væri svindl.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

öhemm

best að ræskja sig
jæja góðir hálsar: mín er orðin arkítekt.
þessu var fagnað með góðri veislu og mjúkum laxi. hérmeð þakka ég kærlega fyrir mig.
annars lítið að frétta nema atvinnuleysið og staka.