Póstmódernístískar húsmæður
Puj he, það er erfitt að vera heimavinnandi. Ekki nema von að kvenmenn í úthverfum hafi leiðst í hel fyrir tveimur áratugum eða svo. Aldrei hef ég haft jafn mikið að gera! Eða allavega er tilfinningin þarna: "ég næ þessu aldrei"...
Samt er þetta ekki erfitt: taka til (neðst á listanum, ég næ því aldrei), vaska upp (er svo heppin ad ég næ því heldur aldrei, því það er ofar á listanum hans B. en á mínum), þvo þvott, setja hann á snúruna, taka hann niður aftur og setja upp í skáp, elda, gefa Tobiasi ad borda, setja Tobias í bað, kaupa jólagjafir... Ekki erfidur listi en vefst fyrir mér. Ég held ég sé á rangri hillu, ætti að vera arkítekt í staðinn!
Er að reyna að "lifa upp til" standardsins sem póstmódernístísk húsmóðir. Geri mitt besta til að ná að baka á sunnudögum og svona. Verð að segja að það er ekki auðvelt. Tókst þó að gera jólakort í gær. Glæd jer til det! Þau eru ekkert smá flott!!!
mánudagur, desember 06, 2004
mánudagur, nóvember 01, 2004
Bubamara!
Ef það fór framhjá einhverjum, var drengurinn skírður á laugardegi fyrir rúmri viku. Nafnið var Tobias. Leyfi fékkst ekki fyrir öðru fornafninu, Flóki. Hins vegar getur vel verið að það verði seinna, og þar af leiðandi köllum við hann jú Tobias Flóka.
Allt í læ hér á bæ, tíminn líður hratt og haustið er komið. Við vorum í Dyrehaven um daginn með foreldrum Bernhards í fallegu veðri. Laufblöðin eru orðin gul/ appelsínugul og hjörtunum (?) hefur verið sleppt út úr girðingunum, þannig að þeir eru út um allt og koma mjög nálægt manni. Ég mæli með túrnum. Og eplakökunni á Piils.
Ef það fór framhjá einhverjum, var drengurinn skírður á laugardegi fyrir rúmri viku. Nafnið var Tobias. Leyfi fékkst ekki fyrir öðru fornafninu, Flóki. Hins vegar getur vel verið að það verði seinna, og þar af leiðandi köllum við hann jú Tobias Flóka.
Allt í læ hér á bæ, tíminn líður hratt og haustið er komið. Við vorum í Dyrehaven um daginn með foreldrum Bernhards í fallegu veðri. Laufblöðin eru orðin gul/ appelsínugul og hjörtunum (?) hefur verið sleppt út úr girðingunum, þannig að þeir eru út um allt og koma mjög nálægt manni. Ég mæli með túrnum. Og eplakökunni á Piils.
þriðjudagur, október 19, 2004
Hvað á barnið að heita? (QuiZ)
Þetta er stóra spurningin. Við stöndum í stappi við stjórnvöld í landinu græna um nafnalög og annað góðgæti. Hér hefur maður keypt sér gottgilt íslenskt fornafn sem eftirnafn, og þýðir þá að sá maður og fjölskylda hans hefur einkarétt á því nafni. Ég held því fram að ég sé hérna tímabundið í námi (enda komin með meira en nóg af stjórnmálum, útlendingahati og lögum þessa lands), og þykist geta skírt son minn því nafni sem mér sýnist. Ekki eru allir sammála um það, og þess vegna stappið. Ég gæti skilið vesenið ef ég ætlaði að skíra blessað barnið Bambi (sem reyndar er löglegt, íslenskt nafn!)... En ég er sem betur fer ekki gengin af göflunum (fyrirgefðu, Bambi, ef þú lest þetta)!
Hér er að koma vetur, það er mjög einkennilegt að veturinn komi og það verði meira og meira myrkur á morgnanna en ég fer hvorki í skóla né vinnu, heldur sit heima með pelabarnið. Og er byrjuð að sauma aftur, í pásunum!
Þetta er stóra spurningin. Við stöndum í stappi við stjórnvöld í landinu græna um nafnalög og annað góðgæti. Hér hefur maður keypt sér gottgilt íslenskt fornafn sem eftirnafn, og þýðir þá að sá maður og fjölskylda hans hefur einkarétt á því nafni. Ég held því fram að ég sé hérna tímabundið í námi (enda komin með meira en nóg af stjórnmálum, útlendingahati og lögum þessa lands), og þykist geta skírt son minn því nafni sem mér sýnist. Ekki eru allir sammála um það, og þess vegna stappið. Ég gæti skilið vesenið ef ég ætlaði að skíra blessað barnið Bambi (sem reyndar er löglegt, íslenskt nafn!)... En ég er sem betur fer ekki gengin af göflunum (fyrirgefðu, Bambi, ef þú lest þetta)!
Hér er að koma vetur, það er mjög einkennilegt að veturinn komi og það verði meira og meira myrkur á morgnanna en ég fer hvorki í skóla né vinnu, heldur sit heima með pelabarnið. Og er byrjuð að sauma aftur, í pásunum!
laugardagur, október 02, 2004
Allt á uppleið - pelabarn og stolt af því!
Hér er allt á uppleið eftir að það komst rútína á pelann. Nú gengur drengurinn eins og klukka, drekkur á þriggja tíma fresti og sefur á næturnar (þ.e.a.s. á milli þriggjatíma þorstans). Þar af leiðandi er ég ekki lengur jafn stressuð yfir því að barnið fái ekki nóg. Og hann lætur jú vita af því þegar ekki er nóg!
Það er erfiðara en maður heldur að vera mamma. Það auðveldasta í þessu er að ganga með barnið í þessa níu mánuði og ýta því út um rétt gat. Það erfiða byrjar um leið og barnið kemur í fang manns blautt og úfið, gargandi úr sér (og mér) allt vit.
Og það merkilega: ég þekki grát hans úr, þótt það væru fimmtíu grenjandi smábörn í herberginu, myndi ég rata á hann í blindni. The Wonders of Motherhood, hah!
Hér er allt á uppleið eftir að það komst rútína á pelann. Nú gengur drengurinn eins og klukka, drekkur á þriggja tíma fresti og sefur á næturnar (þ.e.a.s. á milli þriggjatíma þorstans). Þar af leiðandi er ég ekki lengur jafn stressuð yfir því að barnið fái ekki nóg. Og hann lætur jú vita af því þegar ekki er nóg!
Það er erfiðara en maður heldur að vera mamma. Það auðveldasta í þessu er að ganga með barnið í þessa níu mánuði og ýta því út um rétt gat. Það erfiða byrjar um leið og barnið kemur í fang manns blautt og úfið, gargandi úr sér (og mér) allt vit.
Og það merkilega: ég þekki grát hans úr, þótt það væru fimmtíu grenjandi smábörn í herberginu, myndi ég rata á hann í blindni. The Wonders of Motherhood, hah!
laugardagur, september 25, 2004
Hann er kominn!
Til allra sem ekki vita það nú þegar: drengurinn fæddist 17. september, á afmæli föðurömmu sinnar (og félaga Jóa reyndar líka). Hann er við góða heilsu, sterkur og duglegur.
Já, maður er orðinn ríkur (svo ég kvóti konu Unnsteins - já eða Kormák afa úr Jóni Oddi & Bjarna), en hins vegar er eitt horfið úr lífi manns: svefn. Hryllilegt.
Brjóstin eru eitthvað að láta á sér standa, tekur einhvern tíma að kreista úr þessu gusurnar. Í millitíðinni er drengurinn hafður á aukanæringu á eftir hverri brjóstagjöf. Það reynir mikið á litla fjölskyldu þar sem allir eru í fyrstu prufukeyrslu. Á meðan þetta er að lagast verður að vera algjör ró á heimilinu, þess vegna engar heimsóknir enn.
Ég hlakka samt til að sjá ykkur aftur - þegar við erum tilbúin :-D
Til allra sem ekki vita það nú þegar: drengurinn fæddist 17. september, á afmæli föðurömmu sinnar (og félaga Jóa reyndar líka). Hann er við góða heilsu, sterkur og duglegur.
Já, maður er orðinn ríkur (svo ég kvóti konu Unnsteins - já eða Kormák afa úr Jóni Oddi & Bjarna), en hins vegar er eitt horfið úr lífi manns: svefn. Hryllilegt.
Brjóstin eru eitthvað að láta á sér standa, tekur einhvern tíma að kreista úr þessu gusurnar. Í millitíðinni er drengurinn hafður á aukanæringu á eftir hverri brjóstagjöf. Það reynir mikið á litla fjölskyldu þar sem allir eru í fyrstu prufukeyrslu. Á meðan þetta er að lagast verður að vera algjör ró á heimilinu, þess vegna engar heimsóknir enn.
Ég hlakka samt til að sjá ykkur aftur - þegar við erum tilbúin :-D
fimmtudagur, september 09, 2004
Móðursýki /hysteria
Jebb, mín er orðin móðursjúk, hvorki meira né minna. Fór upp á fæðingardeild í gær til að láta tékka á barninu, þar sem ég hafði ekki frétt til þess í sólahring, og dagana á undan hafði það ekki látið mikið í sér heyra.
Hef greinilega látið þetta LFB jobb slá mig eitthvað út af laginu, hafði verið stressuð og vitlaus allan daginn yfir asnalegum tölvuformötum og öðru því já: ekkert að barninu, að sjálfsögðu ekki. Mér finnst þetta frekar fíflalegt, að fara upp á sjúkrahús útaf öðru eins, en mér fannst þetta bara svo spúkí að ég vildi ekki vera hrædd og vitlaus lengur.
Ljósmóðurinni sem tók á móti mér fannst ég svo döpur að hún tók sig til og fékk lífssöguna upp úr mér og meira til, hún spurði um ALLT. Ég er svo kurteis að ég svaraði barasta öllu sem hún spurði mig um eftir bestu getu. Veit svo sem ekki hvað hún skrifar í skýrslurnar en henni tókst að ýta á alla gráttakkana á mér áður en hún setti á mig "hjartabeltið".
Nú vona ég bara að ég þurfi ekki að ganga í gegnum fleiri móðursýkisköst, enda er ég að hugsa um að hætta að vinna í bili og hætta að hugsa um það einu sinni. Leggjast bara upp í sófa með tærnar upp í loft og njóta þess að hafa tíma til þess. Kannski í síðasta sinn.
Jebb, mín er orðin móðursjúk, hvorki meira né minna. Fór upp á fæðingardeild í gær til að láta tékka á barninu, þar sem ég hafði ekki frétt til þess í sólahring, og dagana á undan hafði það ekki látið mikið í sér heyra.
Hef greinilega látið þetta LFB jobb slá mig eitthvað út af laginu, hafði verið stressuð og vitlaus allan daginn yfir asnalegum tölvuformötum og öðru því já: ekkert að barninu, að sjálfsögðu ekki. Mér finnst þetta frekar fíflalegt, að fara upp á sjúkrahús útaf öðru eins, en mér fannst þetta bara svo spúkí að ég vildi ekki vera hrædd og vitlaus lengur.
Ljósmóðurinni sem tók á móti mér fannst ég svo döpur að hún tók sig til og fékk lífssöguna upp úr mér og meira til, hún spurði um ALLT. Ég er svo kurteis að ég svaraði barasta öllu sem hún spurði mig um eftir bestu getu. Veit svo sem ekki hvað hún skrifar í skýrslurnar en henni tókst að ýta á alla gráttakkana á mér áður en hún setti á mig "hjartabeltið".
Nú vona ég bara að ég þurfi ekki að ganga í gegnum fleiri móðursýkisköst, enda er ég að hugsa um að hætta að vinna í bili og hætta að hugsa um það einu sinni. Leggjast bara upp í sófa með tærnar upp í loft og njóta þess að hafa tíma til þess. Kannski í síðasta sinn.
miðvikudagur, september 01, 2004
Fyrsti skóladagur
Var á skólasetningu í dag. Merkilegt að koma inn í salinn fullan af fólki og á sviðinu stendur óperusöngvari með allan gáng í Figaro. Mér datt næstum í hug að segja "snobbað" - síðustu þrjú skipti hefur verið annað hvort gamaldags jazz eða bigband (sem er í mínum huga næstum það sama), og núna erum við sem sagt komin í háklassíkina. Mér fannst þetta náttúrlega mjög skemmtilegt - enda tölum við hér um aríur sem allir þekkja nema að þeir hafi aldrei farið í heimsókn til ömmu, eða að amman hafi fílað rokkmússík og rás tvö: sem sagt: mjög auðmelt prógram. EN snobbað fannst mér það samt. Datt ekki annað í hug en að mér undanskildri væri svo sem einn sextándihluti nemanda spenntir fyrir óperu, og hinir væru bara að reyna að líta út fyrir að vera interesseraðir. Hér er náttúrlega staðfesting á fordómum sjálfrar mín gagnvart samnemendum mínum... Afsakið.
Sá prógram um Bush (igen, igen) í sjónvarpinu í gær, í þetta skipti ekki um græðgi karlsins heldur trú. Mjög sérkennilegt að ímynda sér vestrænt samfélag sem augljóslega samþykkir að pólitík og trú blandist saman. Hér var þá sérstaklega talað um "trúarræður" Bush, "hið illa" og hina "útvöldu þjóð" (sem reynist í þessu tilfelli ekki vera Ísrael heldur USofA). Það fyndna fannst mér svo, að það var tekið viðtal við einhvern "trúarhöfðingja/ prest??" sem sagði að það góða við stjórnmál í hinu stóra landi væri einmitt sá patriotismi sem kandidatarnir taka fyrir gefið og byggja á... Fyrirgefðu, ég hélt að patriotismi væri neikvætt orð? Eða var það kannski bara í Evrópusambandinu? En nóg um það: eru Bandaríkin í heilögu stríði við íslömsk ríki, eða hvað?
Á heimavelli er húsið að breytast í vinnustað: eftir að nágrannarnir uppi hafa nýtt síðustu þrjá mánuði til að berja eldhúsið sundur og saman aftur er náunginn skakkt fyrir neðan nú byrjaður á sínu eldhúsi/ baði, sem reyndar var gert nýtt fyrir þremur árum! Hann er nýfluttur inn, sko. Hvernig er það, er ekki hægt að notast við neitt sem var gert upp fyrir þremur árum? Það er eins og þegar maður flytji inn í nýja íbúð VERÐI maður bara að fá allt nýtt! Held að öll þessi boligprógrömm í sjónvarpinu sé að gera fólk vitlaust! Makeover here I come!
Var á skólasetningu í dag. Merkilegt að koma inn í salinn fullan af fólki og á sviðinu stendur óperusöngvari með allan gáng í Figaro. Mér datt næstum í hug að segja "snobbað" - síðustu þrjú skipti hefur verið annað hvort gamaldags jazz eða bigband (sem er í mínum huga næstum það sama), og núna erum við sem sagt komin í háklassíkina. Mér fannst þetta náttúrlega mjög skemmtilegt - enda tölum við hér um aríur sem allir þekkja nema að þeir hafi aldrei farið í heimsókn til ömmu, eða að amman hafi fílað rokkmússík og rás tvö: sem sagt: mjög auðmelt prógram. EN snobbað fannst mér það samt. Datt ekki annað í hug en að mér undanskildri væri svo sem einn sextándihluti nemanda spenntir fyrir óperu, og hinir væru bara að reyna að líta út fyrir að vera interesseraðir. Hér er náttúrlega staðfesting á fordómum sjálfrar mín gagnvart samnemendum mínum... Afsakið.
Sá prógram um Bush (igen, igen) í sjónvarpinu í gær, í þetta skipti ekki um græðgi karlsins heldur trú. Mjög sérkennilegt að ímynda sér vestrænt samfélag sem augljóslega samþykkir að pólitík og trú blandist saman. Hér var þá sérstaklega talað um "trúarræður" Bush, "hið illa" og hina "útvöldu þjóð" (sem reynist í þessu tilfelli ekki vera Ísrael heldur USofA). Það fyndna fannst mér svo, að það var tekið viðtal við einhvern "trúarhöfðingja/ prest??" sem sagði að það góða við stjórnmál í hinu stóra landi væri einmitt sá patriotismi sem kandidatarnir taka fyrir gefið og byggja á... Fyrirgefðu, ég hélt að patriotismi væri neikvætt orð? Eða var það kannski bara í Evrópusambandinu? En nóg um það: eru Bandaríkin í heilögu stríði við íslömsk ríki, eða hvað?
Á heimavelli er húsið að breytast í vinnustað: eftir að nágrannarnir uppi hafa nýtt síðustu þrjá mánuði til að berja eldhúsið sundur og saman aftur er náunginn skakkt fyrir neðan nú byrjaður á sínu eldhúsi/ baði, sem reyndar var gert nýtt fyrir þremur árum! Hann er nýfluttur inn, sko. Hvernig er það, er ekki hægt að notast við neitt sem var gert upp fyrir þremur árum? Það er eins og þegar maður flytji inn í nýja íbúð VERÐI maður bara að fá allt nýtt! Held að öll þessi boligprógrömm í sjónvarpinu sé að gera fólk vitlaust! Makeover here I come!
laugardagur, ágúst 28, 2004
Áskorun
Næst þegar þið fáið pest (með tilheyrandi nefrennsli, haus- og eyrnaverk ásamt almennum slappleika), hengið utan á ykkur svo sem tvo tveggjakílóspakka af sykri og sjáið hversu pirraður maður verður. Það er ekki skemmtilegt að fá kvef, en enn verra að burðast með ósofandi smábarn inni í sér. Munið það næst þegar þið verðið veik!
Takk fyrir fjöldan af misskemmtilegum fæðingarsögum. Reyndar halda ljósmæðurnar á Frederiksberg Hospital því fram að ENGIN kona fæði í meira en tólf tíma - hins vegar geti maður verið með "túrverki" í nokkra daga á undan. Ekki veit ég hvað til er í þessum sögum. Vona bara að þegar að því komi verði þetta lítið sem ekkert mál.
Næst þegar þið fáið pest (með tilheyrandi nefrennsli, haus- og eyrnaverk ásamt almennum slappleika), hengið utan á ykkur svo sem tvo tveggjakílóspakka af sykri og sjáið hversu pirraður maður verður. Það er ekki skemmtilegt að fá kvef, en enn verra að burðast með ósofandi smábarn inni í sér. Munið það næst þegar þið verðið veik!
Takk fyrir fjöldan af misskemmtilegum fæðingarsögum. Reyndar halda ljósmæðurnar á Frederiksberg Hospital því fram að ENGIN kona fæði í meira en tólf tíma - hins vegar geti maður verið með "túrverki" í nokkra daga á undan. Ekki veit ég hvað til er í þessum sögum. Vona bara að þegar að því komi verði þetta lítið sem ekkert mál.
mánudagur, ágúst 23, 2004
Nennessekki
Er orðin þreytt á þessu. Nenni ekki að blogga, nenni ekki að hjóla (gefst upp eftir korterið), nenni ekki að liggja í sólinni. Nenni ekki að hafa þetta kríli inni í mér lengur.
Er hægt að fá aðstoð hérna? Hvernig væri ef vísindamenn heimsins tækju sig saman og gerðu ekstern legpoka sem hægt væri að hafa á bakinu? Það kæmi sér vel að notum svona þegar líður á seinni helming meðgöngu og maður bara nennir ekki að standa í þessu lengur.
Er annars búin að vera svakalega dugleg og laga kjólinn hennar Juliane (sem by the way varð 10. á ólympíuleikunum - svaka svekkt (væri ég svekkt yfir því að vera með þeim tíu bestu í heiminum?!)), fór í bakaríið í morgun (þ.e.a.s. þegar ég vaknaði = frekar seint) og þvoði gólfið í stofunni (sem er ekki nema klukkutíma prógram (helvítis trégólf)).
Er svo byrjuð aftur í vinnunni og virðist vera eitthvað aðeins meira en þrír tímar á viku, allavega núna á meðan við erum að skrúfa hlutina saman. Hins vegar lofar góðu, og ég mæli með kúrsinum fyrir þá sem hafa áhuga (og eru í Kaupmannahöfn þetta skólaárið).
Og - wish me luck. Það erfiðasta er ennþá eftir...
Er orðin þreytt á þessu. Nenni ekki að blogga, nenni ekki að hjóla (gefst upp eftir korterið), nenni ekki að liggja í sólinni. Nenni ekki að hafa þetta kríli inni í mér lengur.
Er hægt að fá aðstoð hérna? Hvernig væri ef vísindamenn heimsins tækju sig saman og gerðu ekstern legpoka sem hægt væri að hafa á bakinu? Það kæmi sér vel að notum svona þegar líður á seinni helming meðgöngu og maður bara nennir ekki að standa í þessu lengur.
Er annars búin að vera svakalega dugleg og laga kjólinn hennar Juliane (sem by the way varð 10. á ólympíuleikunum - svaka svekkt (væri ég svekkt yfir því að vera með þeim tíu bestu í heiminum?!)), fór í bakaríið í morgun (þ.e.a.s. þegar ég vaknaði = frekar seint) og þvoði gólfið í stofunni (sem er ekki nema klukkutíma prógram (helvítis trégólf)).
Er svo byrjuð aftur í vinnunni og virðist vera eitthvað aðeins meira en þrír tímar á viku, allavega núna á meðan við erum að skrúfa hlutina saman. Hins vegar lofar góðu, og ég mæli með kúrsinum fyrir þá sem hafa áhuga (og eru í Kaupmannahöfn þetta skólaárið).
Og - wish me luck. Það erfiðasta er ennþá eftir...
föstudagur, júlí 23, 2004
Fundinn!
Ég fékk Bernhard með mér í leitina og þar sem hann er nú skeptískur maður, var ekki sama hvað var valið. Við fundum einn mjög stabílann á góðu verði í Dragör - þekkt með réttnefni sem ðí end off ðe vörld, en OK. Einu atriðinu minna að hugsa um, og það er ánægjulegt.
Á sunnudaginn verður svo haldið upp á þrítugsafmæli mannsins, þar er að sjálfsögðu öllum velkomið að mæta sem vettlingi geta haldið - og sem eru í Kaupmannahöfn þann daginn.
Ég fékk Bernhard með mér í leitina og þar sem hann er nú skeptískur maður, var ekki sama hvað var valið. Við fundum einn mjög stabílann á góðu verði í Dragör - þekkt með réttnefni sem ðí end off ðe vörld, en OK. Einu atriðinu minna að hugsa um, og það er ánægjulegt.
Á sunnudaginn verður svo haldið upp á þrítugsafmæli mannsins, þar er að sjálfsögðu öllum velkomið að mæta sem vettlingi geta haldið - og sem eru í Kaupmannahöfn þann daginn.
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Barnavagnaleit
Ekki er ein leitin á enda fyrr en sú næsta hefst. Er ég í desperat barnavagnaleit eftir að við mamma römbuðum inn í barnavagnabúð til að tékka á prísunum. Ekki er saga frá því að segja að allflestir barnavagnar eru seldir á okurprís, mér til mikils hryllings. Hef ég því hafið mikla leit á veraldarvefnum að notuðum barnavagni... Og þó. Sá auglýsingu á Öresundkollegíinu þar sem barnavagn var til sölu fyrir all minni pening. Hann ætlum við að kíkja á í kvöld. Ef einhver kannast við hljómsveitina Enú, virðist svo vera sem þessi Haraldur sem á barnavagninn (enn...) spili á hljómborð í þeirri sveit. Það er meiri vitleysan sem hægt er að fá út úr þessu neti ef maður leggur það á sig að goooogla.
Annars er lítið að frétta nema að sumarið lætur eitthvað á sér standa hér í bæ. Helst vildi ég vera í sumarblíðunni í kexverksmiðjunni góðu.
Ekki er ein leitin á enda fyrr en sú næsta hefst. Er ég í desperat barnavagnaleit eftir að við mamma römbuðum inn í barnavagnabúð til að tékka á prísunum. Ekki er saga frá því að segja að allflestir barnavagnar eru seldir á okurprís, mér til mikils hryllings. Hef ég því hafið mikla leit á veraldarvefnum að notuðum barnavagni... Og þó. Sá auglýsingu á Öresundkollegíinu þar sem barnavagn var til sölu fyrir all minni pening. Hann ætlum við að kíkja á í kvöld. Ef einhver kannast við hljómsveitina Enú, virðist svo vera sem þessi Haraldur sem á barnavagninn (enn...) spili á hljómborð í þeirri sveit. Það er meiri vitleysan sem hægt er að fá út úr þessu neti ef maður leggur það á sig að goooogla.
Annars er lítið að frétta nema að sumarið lætur eitthvað á sér standa hér í bæ. Helst vildi ég vera í sumarblíðunni í kexverksmiðjunni góðu.
mánudagur, júní 21, 2004
miðvikudagur, júní 09, 2004
Hjólaleitin mikla
Ég prófaði hjól áðan sem mér leist svakalega vel á (nema að hnakkurinn var of neðarlega, en það er annað mál). Ég fór sem sagt í smátúr með hjólið til að tékka á hvernig mér fyndist að hjóla á því. Það gekk eins og að prófa léttan, japanskan bíl þegar maður er vanur að keyra á volvónum. Ansi óstöðugt á köflum, því hjólið er jú úr áli og þess vegna sérstaklega létt. Allir gírar einstaklega auðveldir í notkun og þrælþægilegt/ auðvelt að hjóla á því. Það má þess geta til gamans að þetta er karlahjól, því ég nenni ekki að sigla um á einhverju dömuhjóli (humpf!).
En fyrir þá sem ekki þekkja til Anette (gamla hjólsins), verður að segjast að það hjól er með eina handbremsu sem ekki virkar sérstaklega vel, þar sem hún er gömul og stirð, og hefur aldrei verið góð (sérstaklega ekki eftir að hún datt af í síðustu viku). En þetta nýja hjól sem ég nú er að hugsa um að kaupa er með nýtísku bremsum, sem að sjálfsögðu eru þrælgóðar.
Ég fór semsagt lítinn hring á hjólinu, var komin á dálitla ferð og ætlaði að hægja á mér: viti menn, bremsurnar VIRKA! Ég kollsteyptist af hjólinu á miklum hraða, sem betur fer í friðsælli götu. Og er svona líka bólgin á höndum og báðum lærum! Sem betur fer virðist líkaminn vera með "höfuðið" í lagi, mér tókst að fá högg á allt nema magann, og jú hausinn. Skidesmart.
Tókst að sjálfsögðu að eyðileggja bæði bjöllu og "gírstjórnina", mjög pínlegt, en maðurinn í búðinni var hinn vinsamlegasti, sagði að hann hefði átt að vara mig við! Og ég þurfti ekki einu sinni að borga fyrir skemmdirnar.
Bernhard hins vegar tók þetta netta kastið, hljóp út í apótek að sækja spritt og plástra og bjó svo um bágtið/-in.
Þetta var sjúkrasagan í dag.
Ég prófaði hjól áðan sem mér leist svakalega vel á (nema að hnakkurinn var of neðarlega, en það er annað mál). Ég fór sem sagt í smátúr með hjólið til að tékka á hvernig mér fyndist að hjóla á því. Það gekk eins og að prófa léttan, japanskan bíl þegar maður er vanur að keyra á volvónum. Ansi óstöðugt á köflum, því hjólið er jú úr áli og þess vegna sérstaklega létt. Allir gírar einstaklega auðveldir í notkun og þrælþægilegt/ auðvelt að hjóla á því. Það má þess geta til gamans að þetta er karlahjól, því ég nenni ekki að sigla um á einhverju dömuhjóli (humpf!).
En fyrir þá sem ekki þekkja til Anette (gamla hjólsins), verður að segjast að það hjól er með eina handbremsu sem ekki virkar sérstaklega vel, þar sem hún er gömul og stirð, og hefur aldrei verið góð (sérstaklega ekki eftir að hún datt af í síðustu viku). En þetta nýja hjól sem ég nú er að hugsa um að kaupa er með nýtísku bremsum, sem að sjálfsögðu eru þrælgóðar.
Ég fór semsagt lítinn hring á hjólinu, var komin á dálitla ferð og ætlaði að hægja á mér: viti menn, bremsurnar VIRKA! Ég kollsteyptist af hjólinu á miklum hraða, sem betur fer í friðsælli götu. Og er svona líka bólgin á höndum og báðum lærum! Sem betur fer virðist líkaminn vera með "höfuðið" í lagi, mér tókst að fá högg á allt nema magann, og jú hausinn. Skidesmart.
Tókst að sjálfsögðu að eyðileggja bæði bjöllu og "gírstjórnina", mjög pínlegt, en maðurinn í búðinni var hinn vinsamlegasti, sagði að hann hefði átt að vara mig við! Og ég þurfti ekki einu sinni að borga fyrir skemmdirnar.
Bernhard hins vegar tók þetta netta kastið, hljóp út í apótek að sækja spritt og plástra og bjó svo um bágtið/-in.
Þetta var sjúkrasagan í dag.
fimmtudagur, maí 27, 2004
(fyrir utan að vínarbrauð eru æði)
You are Dr. Bunson Honeydew.
You love to analyse things and further the cause of
science, even if you do tend to blow things up
more often than not.
HOBBIES:
Scientific inquiry, Looking through microscopes,
Recombining DNA to create decorative art.
QUOTE:
"Now, Beakie, we'll just flip this switch and
60,000 refreshing volts of electricity will
surge through your body. Ready?"
FAVORITE MUSICAL ARTIST:
John Cougar Melonhead
LAST BOOK READ:
"Quantum Physics: 101 Easy Microwave
Recipes"
NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
An atom smasher and plenty of extra atoms.
What Muppet are you?
brought to you by Quizilla
You are Dr. Bunson Honeydew.
You love to analyse things and further the cause of
science, even if you do tend to blow things up
more often than not.
HOBBIES:
Scientific inquiry, Looking through microscopes,
Recombining DNA to create decorative art.
QUOTE:
"Now, Beakie, we'll just flip this switch and
60,000 refreshing volts of electricity will
surge through your body. Ready?"
FAVORITE MUSICAL ARTIST:
John Cougar Melonhead
LAST BOOK READ:
"Quantum Physics: 101 Easy Microwave
Recipes"
NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
An atom smasher and plenty of extra atoms.
What Muppet are you?
brought to you by Quizilla
ómægod tæm is flæing!
Eftir geðveika stressið sem hefur verið á mér til dómadags (sbr. síðustu færslu), hefur mér liðið eins og blautum þvottapoka sem hefur fengið að liggja í vaskinum í nokkurn tíma: þreytt, aum og hálffúl. Ekkert er verra en lognið á eftir storminum, sérstaklega ef hinn heittelskaði er í útlöndum og burtu frá manni. (sniff)
Ég fékk í dag svarbréf frá lækni við bréfi sem ég hafði sent öðrum lækni... Flókið? Já, bíðið þar til þið fáið að vita um hvað málið snérist! Það er vegna þess að ég hef fengið senda reikninga frá þeim fyrir hinu og þessu sem mér fannst ég ekki eiga að borga fyrir, núna síðast fyrir að panta tíma! Já, þá kostaði það 100 DKR vegna þess að ég hafði óvart hringt í lækninn og ekki ritarann! Allavega, svo hringdi ég til þeirra til að spyrjast fyrir um þennan reikning sem ég þóttist ekki vita nein deili á, vegna þess að ég hélt jú að ég hafi bara verið að panta tíma og ekki fengið neina "læknismeðferð" í þessu símtali. Ritarinn varð náttúrlega hundfúl yfir því að ég væri að segja að þau væru "lygarar" og að þau "gerðu engin mistök hjá þeim". Allavega varð ég í fyrsta lagi mjög reið yfir því að þurfa að borga fyrir eitthvað sem ég átti ekki að borga fyrir, og í öðru lagi útaf þeim pirringi sem mætti mér hjá ritaranum.
Í dag er svarið frá lækninum-sem-ég-skrifaði-ekki-bréf-til að starfsfólk þeirra verði "aldrei reitt" heldur vísi til að hringja beint til læknisins, sem er LYGI, þar sem ég þurfti að þaulspyrja ritarann hvert ég ætti að leita til að leiðrétta misskilninginn! Og ekki orð um þá reikninga sem ég hef fengið frá þeim fyrir að panta tíma o.s.frv. Sem bréfið mitt jú gekk út á! Þvílíkur vitleysingur. Það er ekki í frásögur færandi að mig langar alls ekki að koma til þeirra aftur, þar sem þetta lið veit greinilega alltaf betur! Ritarinn gekk jú svo langt að ýja að því að ég væri geðbiluð, sem getur vel verið að sé rétt, hún á samt ekki að láta mann heyra það! (Gæti gerst að maður elti hana að loknum vinnudegi og hefði barefli með sér, já eða eitthvað ennþá verra!)
...
Af skólamálum er það að frétta að verkefninu var tekið næstum með lófaklappi. Við vorum þrjár sem fengum sérstaklega góða umfjöllun, þar á meðal önnur sem var líka að reyna við "næstsíðasta_verkefnið". Við vorum sem sagt þrjár í "bekknum" sem vorum að reyna að fá þetta "næstsíðasta", bara ein af okkur fékk neitun. En jú, það eru svosem þrjátíuogþrjú prósent og einn þriðji! En ég er svo vond að mér fannst það allt í lagi/ eiginlega gott á hana, vegna þess að hún er svo svakalega góð með sig en það er jú allt í kjaftinum á henni. Fínt að vera góður með sig ef maður hefur efni á því. Annars er það pínlegt.
Jeps: þetta þýðir að næst þegar ég kem í skólann reyni ég við lokaverkefnið. Það reyndar truflar mig dálítið, því maður heldur jú alltaf að maður sé ekki starfinu vaxinn...
Ég fékk þ.a. auki nýja klippingu í dag, summerfresh.
Eftir geðveika stressið sem hefur verið á mér til dómadags (sbr. síðustu færslu), hefur mér liðið eins og blautum þvottapoka sem hefur fengið að liggja í vaskinum í nokkurn tíma: þreytt, aum og hálffúl. Ekkert er verra en lognið á eftir storminum, sérstaklega ef hinn heittelskaði er í útlöndum og burtu frá manni. (sniff)
Ég fékk í dag svarbréf frá lækni við bréfi sem ég hafði sent öðrum lækni... Flókið? Já, bíðið þar til þið fáið að vita um hvað málið snérist! Það er vegna þess að ég hef fengið senda reikninga frá þeim fyrir hinu og þessu sem mér fannst ég ekki eiga að borga fyrir, núna síðast fyrir að panta tíma! Já, þá kostaði það 100 DKR vegna þess að ég hafði óvart hringt í lækninn og ekki ritarann! Allavega, svo hringdi ég til þeirra til að spyrjast fyrir um þennan reikning sem ég þóttist ekki vita nein deili á, vegna þess að ég hélt jú að ég hafi bara verið að panta tíma og ekki fengið neina "læknismeðferð" í þessu símtali. Ritarinn varð náttúrlega hundfúl yfir því að ég væri að segja að þau væru "lygarar" og að þau "gerðu engin mistök hjá þeim". Allavega varð ég í fyrsta lagi mjög reið yfir því að þurfa að borga fyrir eitthvað sem ég átti ekki að borga fyrir, og í öðru lagi útaf þeim pirringi sem mætti mér hjá ritaranum.
Í dag er svarið frá lækninum-sem-ég-skrifaði-ekki-bréf-til að starfsfólk þeirra verði "aldrei reitt" heldur vísi til að hringja beint til læknisins, sem er LYGI, þar sem ég þurfti að þaulspyrja ritarann hvert ég ætti að leita til að leiðrétta misskilninginn! Og ekki orð um þá reikninga sem ég hef fengið frá þeim fyrir að panta tíma o.s.frv. Sem bréfið mitt jú gekk út á! Þvílíkur vitleysingur. Það er ekki í frásögur færandi að mig langar alls ekki að koma til þeirra aftur, þar sem þetta lið veit greinilega alltaf betur! Ritarinn gekk jú svo langt að ýja að því að ég væri geðbiluð, sem getur vel verið að sé rétt, hún á samt ekki að láta mann heyra það! (Gæti gerst að maður elti hana að loknum vinnudegi og hefði barefli með sér, já eða eitthvað ennþá verra!)
...
Af skólamálum er það að frétta að verkefninu var tekið næstum með lófaklappi. Við vorum þrjár sem fengum sérstaklega góða umfjöllun, þar á meðal önnur sem var líka að reyna við "næstsíðasta_verkefnið". Við vorum sem sagt þrjár í "bekknum" sem vorum að reyna að fá þetta "næstsíðasta", bara ein af okkur fékk neitun. En jú, það eru svosem þrjátíuogþrjú prósent og einn þriðji! En ég er svo vond að mér fannst það allt í lagi/ eiginlega gott á hana, vegna þess að hún er svo svakalega góð með sig en það er jú allt í kjaftinum á henni. Fínt að vera góður með sig ef maður hefur efni á því. Annars er það pínlegt.
Jeps: þetta þýðir að næst þegar ég kem í skólann reyni ég við lokaverkefnið. Það reyndar truflar mig dálítið, því maður heldur jú alltaf að maður sé ekki starfinu vaxinn...
Ég fékk þ.a. auki nýja klippingu í dag, summerfresh.
fimmtudagur, maí 06, 2004
Jamm (or Twoandahalf Week to the End of the World),
krítíkin á mánudag gekk svona líka hryllilega vel. Þar af leiðandi er ég ánægð (og um leið þreytt), en get ekki ímyndað mér að neitt geti farið svo illilega úrskeiðis á þessum tíma sem eftir er, að ég fái skell í lok maí. Maður á auðvitað aldrei að "taka neitt fyrir gefið", en ég þarf sem sagt að skíta mjög mikið á mig ef mér á að takast að klúðra þessu.
Upp úr þessari velgengni fæst reyndar ekkert nema klúður. Ég fæ það á tilfinninguna að ein af mínum ágætu vinkonum í skólanum sé orðin eitthvað hálf pirruð á því að ég fái bros út í eitt frá þessum kennurum á meðan hún þrælkar sér út án þess að fá neitt að launum. Enda skil ég það svo sem, en hvers vegna á að refsa mér fyrir það? Þetta kemur mjög einkennilega fram; hún er nefnilega farin að dissa mig svona í laumi, sérstaklega fyrir framan annað fólk. Sumir myndu spyrja hvort þetta væri alvöru vinkona, en ég tek þessu ekki svo alvarlega, held að þetta beri meira vott um hversu óánægð hún er í skólanum og með sjálfa sig. En hins vegar er því ekki að neita að mér leiðist þetta mjög mikið.
Annars er einkennilegt hversu hratt tíminn líður og óðfluga mætir sumarið á staðinn og mér finnst þessi magi alltaf taka meira og meira pláss. Þess utan varð mér litið í spegil áðan og sá sjálfa mig í prófíl: ég fór að skellihlæja. Ég líkist offitusjúklingi! (ótrúlegt að mér finnist það fyndið, en jæja)
Þess utan er LFB að bjóða mér vinnu frá haustinu, þetta eru um 3ja tíma vinna á viku og ég þyrfti að byrja í október og vinna eitthvað aðeins núna í sumar. Mér líst nú reyndar ágætlega á þetta, því stelpurnar sem ég myndi vinna með eru svo skemmtilegar og þar að auki dytti ég ekki alveg út úr skólanum á meðan. Þær hafa líka báðar líst því yfir að ekkert mál sé að taka með sér ungabarn á fundina fyrstu mánuðina, þannig að hver veit nema ég láti slag standa?
Nóg um hótanir í bili.
krítíkin á mánudag gekk svona líka hryllilega vel. Þar af leiðandi er ég ánægð (og um leið þreytt), en get ekki ímyndað mér að neitt geti farið svo illilega úrskeiðis á þessum tíma sem eftir er, að ég fái skell í lok maí. Maður á auðvitað aldrei að "taka neitt fyrir gefið", en ég þarf sem sagt að skíta mjög mikið á mig ef mér á að takast að klúðra þessu.
Upp úr þessari velgengni fæst reyndar ekkert nema klúður. Ég fæ það á tilfinninguna að ein af mínum ágætu vinkonum í skólanum sé orðin eitthvað hálf pirruð á því að ég fái bros út í eitt frá þessum kennurum á meðan hún þrælkar sér út án þess að fá neitt að launum. Enda skil ég það svo sem, en hvers vegna á að refsa mér fyrir það? Þetta kemur mjög einkennilega fram; hún er nefnilega farin að dissa mig svona í laumi, sérstaklega fyrir framan annað fólk. Sumir myndu spyrja hvort þetta væri alvöru vinkona, en ég tek þessu ekki svo alvarlega, held að þetta beri meira vott um hversu óánægð hún er í skólanum og með sjálfa sig. En hins vegar er því ekki að neita að mér leiðist þetta mjög mikið.
Annars er einkennilegt hversu hratt tíminn líður og óðfluga mætir sumarið á staðinn og mér finnst þessi magi alltaf taka meira og meira pláss. Þess utan varð mér litið í spegil áðan og sá sjálfa mig í prófíl: ég fór að skellihlæja. Ég líkist offitusjúklingi! (ótrúlegt að mér finnist það fyndið, en jæja)
Þess utan er LFB að bjóða mér vinnu frá haustinu, þetta eru um 3ja tíma vinna á viku og ég þyrfti að byrja í október og vinna eitthvað aðeins núna í sumar. Mér líst nú reyndar ágætlega á þetta, því stelpurnar sem ég myndi vinna með eru svo skemmtilegar og þar að auki dytti ég ekki alveg út úr skólanum á meðan. Þær hafa líka báðar líst því yfir að ekkert mál sé að taka með sér ungabarn á fundina fyrstu mánuðina, þannig að hver veit nema ég láti slag standa?
Nóg um hótanir í bili.
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Gleðibankinn
Mikið á ég að þakka honum Gumma frænda fyrir að gefa mér best of Magnús Eiríksson! Í hvert skipti sem ég er ein heima get ég laumast til að setja þessa svakalega hallærislegu mússík á (að mati hins ástkæra, enda nenni ég sko heldur ekki að hlusta á eitthvert austurrískt píkupopp frá '84!), og þvílík unun! Maður kemst í gamla Júróvisjónfílinginn og sér loks hið bjarta í tilverunni!
(Svona fyrir reynda bloggara; hafiði tékkað á pro-american fréttum og auglýsingum Bloggers? Þetta er næstum því fyndið!)
Talandi um Ameríku, þá hitti ég stundum Ameríkana í skólanum og annars staðar, og það hlægilega er að þau eru ekki að fatta af hverju helmingur Evrópubúa eru skeptískir á "the American Dream" þjóðfélagið sem þau búa í! Reyndar ætti maður sem Íslendingur að tékka á því af hverju íslenskt þjóðfélag og sýstem líkist amerísku meira og meira? Það er dálítið djúpt í árina tekið að halda því fram að samfélag á stærð við íslenskt geti tekið upp nákvæmlega sömu stefnu og "risinn" í heilbrigðis, mennta-, viðskipta- og skattamálum! En jú, Íslendingar hafa alltaf litið stórt á sig... Sjáum hvað setur!
Bernhard tók sig til og keypti á mig skó í dag! Þeir eru eiturgrænir og gulir og fílingurinn er eins og að ganga um í fíflum! Ég held að kannski þetta hafi verið einhvers konar "andartaksgeðveiki" (eða heitir það ekki svona í sakamálaþáttunum?), en hvað! Ég geng í þeim þótt það sé hægt að hlæja að mér í fimmtíu metra radíus. Annars veð ég í gjöfum í augnablikinu, já í bókstaflegum skilningi. Mamma kom nefnilega færandi hendi með þrjár blússur sem geta teygst út í hið óendanlega og eiga eftir að reynast vel í sumar.
Reyndar skil ég ekkert í því að það sé hægt að vera komin fimm mánuði á leið án eins einasta plúskílós. Ég hef verið svona svakalega vel í holdum fyrirfram! Eða þá er ég að reyna of mikið á mig með því að hjóla í skólann á morgnanna (ég reyndar er við að fá hjartaáfall í hvert skipti á síðustu skrefum upp tröppurnar í skólanum)! En ég læt það ekkert á mig fá.
Mikið á ég að þakka honum Gumma frænda fyrir að gefa mér best of Magnús Eiríksson! Í hvert skipti sem ég er ein heima get ég laumast til að setja þessa svakalega hallærislegu mússík á (að mati hins ástkæra, enda nenni ég sko heldur ekki að hlusta á eitthvert austurrískt píkupopp frá '84!), og þvílík unun! Maður kemst í gamla Júróvisjónfílinginn og sér loks hið bjarta í tilverunni!
(Svona fyrir reynda bloggara; hafiði tékkað á pro-american fréttum og auglýsingum Bloggers? Þetta er næstum því fyndið!)
Talandi um Ameríku, þá hitti ég stundum Ameríkana í skólanum og annars staðar, og það hlægilega er að þau eru ekki að fatta af hverju helmingur Evrópubúa eru skeptískir á "the American Dream" þjóðfélagið sem þau búa í! Reyndar ætti maður sem Íslendingur að tékka á því af hverju íslenskt þjóðfélag og sýstem líkist amerísku meira og meira? Það er dálítið djúpt í árina tekið að halda því fram að samfélag á stærð við íslenskt geti tekið upp nákvæmlega sömu stefnu og "risinn" í heilbrigðis, mennta-, viðskipta- og skattamálum! En jú, Íslendingar hafa alltaf litið stórt á sig... Sjáum hvað setur!
Bernhard tók sig til og keypti á mig skó í dag! Þeir eru eiturgrænir og gulir og fílingurinn er eins og að ganga um í fíflum! Ég held að kannski þetta hafi verið einhvers konar "andartaksgeðveiki" (eða heitir það ekki svona í sakamálaþáttunum?), en hvað! Ég geng í þeim þótt það sé hægt að hlæja að mér í fimmtíu metra radíus. Annars veð ég í gjöfum í augnablikinu, já í bókstaflegum skilningi. Mamma kom nefnilega færandi hendi með þrjár blússur sem geta teygst út í hið óendanlega og eiga eftir að reynast vel í sumar.
Reyndar skil ég ekkert í því að það sé hægt að vera komin fimm mánuði á leið án eins einasta plúskílós. Ég hef verið svona svakalega vel í holdum fyrirfram! Eða þá er ég að reyna of mikið á mig með því að hjóla í skólann á morgnanna (ég reyndar er við að fá hjartaáfall í hvert skipti á síðustu skrefum upp tröppurnar í skólanum)! En ég læt það ekkert á mig fá.
mánudagur, apríl 19, 2004
Eftirpáska
Ég er búin með allt innúr páskaegginu en gengur tregt að brjóta niður skurnina. Eru fleiri sem eiga í þessum vandræðum? Best væri að "snúa egginu á rönguna" og selja poka með innvolsi í og svo lítilli eggjakúlu fyrir innan allt nammið. Það er ekki í frásögur færandi að Bernhard er sérstaklega hneikslaður á matarvenjum mínum þegar um er að ræða páskaegg.
Í persónulegum fréttum er þetta helst að frétta: A. Ég er að komast yfir erfiðleika páskafrísins, líklega búin að úttala illsku mína gagnvart umræddri konu. B. Ég er að venjast kalda vatninu í lauginni. C. Hið óborna sparkar kröftuglega inni í mér á hverjum degi.
Þar að auki fékk Bernhard tilboð um vinnu hjá UN World Food Programme en ég sagði við hann að hann mætti ekki fara frá mér núna. Hann skildi það svo sem þótt að hann hafi í alvörunni hugsað málið, en við erum að plana að halda okkur opnum fyrir svona vinnu eftir að ég er búin með skólann, kannski eftir eitt ár. Ekki það að ég sé tilbúin til að fara til Sri Lanka og vera heimavinnandi húsmóðir eins og sumir sem við þekkjum! En ef ég gæti fengið einhverja samsvarandi vinnu, bara við arkítektúr, skipulag eða svipað, þá stendur ekkert í vegi fyrir því að flytja til útlanda! ;.D (Júbbí!)
Ég er búin með allt innúr páskaegginu en gengur tregt að brjóta niður skurnina. Eru fleiri sem eiga í þessum vandræðum? Best væri að "snúa egginu á rönguna" og selja poka með innvolsi í og svo lítilli eggjakúlu fyrir innan allt nammið. Það er ekki í frásögur færandi að Bernhard er sérstaklega hneikslaður á matarvenjum mínum þegar um er að ræða páskaegg.
Í persónulegum fréttum er þetta helst að frétta: A. Ég er að komast yfir erfiðleika páskafrísins, líklega búin að úttala illsku mína gagnvart umræddri konu. B. Ég er að venjast kalda vatninu í lauginni. C. Hið óborna sparkar kröftuglega inni í mér á hverjum degi.
Þar að auki fékk Bernhard tilboð um vinnu hjá UN World Food Programme en ég sagði við hann að hann mætti ekki fara frá mér núna. Hann skildi það svo sem þótt að hann hafi í alvörunni hugsað málið, en við erum að plana að halda okkur opnum fyrir svona vinnu eftir að ég er búin með skólann, kannski eftir eitt ár. Ekki það að ég sé tilbúin til að fara til Sri Lanka og vera heimavinnandi húsmóðir eins og sumir sem við þekkjum! En ef ég gæti fengið einhverja samsvarandi vinnu, bara við arkítektúr, skipulag eða svipað, þá stendur ekkert í vegi fyrir því að flytja til útlanda! ;.D (Júbbí!)
föstudagur, apríl 16, 2004
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Hversdagsleikinn snýr aftur (the return of the quotidien)
Þeir sem við á fá mína innilegustu afsökunarbeiðni vegna fjarveru minnar í bloggheiminum. Hér hefur mikið verið að gera og ekki allt jafn skemmtilegt. Rétt fyrir páska voru milliskil á verkefninu, fylgjandi ógleði í bókstaflegri merkingu orðsins, helgarþreyta þar af leiðandi og tengdó í heimsókn alla páskana.
Merkilegt að á þessum fimm dögum tókst minni ástkæru tengdamóður að tapa því út úr sér að hún ekki vissi til þess að Ísland tilheyrði Evrópu frekar en Ameríku, best væri fyrir hið óborna barn að ég væri gift manninum (því þannig er það í Austurríki), danska heilbrigðiskerfið væri plat og það væri miklu betra bara að fæða þetta tiltekna barn í Vín, og, rúsínan í pulsuendanum; að ég ætti kannski að sleppa kvöldmáltíðunum hér eftir þannig að ég myndi grennast doldið. Það er ekki í frásögur færandi að hið kalda stríð er hafið að nýju. Noone messes with ME! Ég er hundleið á því að segja Aha og jájá; hér eftir fær hún að heyra það eins oft og þarf að það er ÉG sem ræð í mínu lífi. Og það er enginn annar en ÉG og Bernhard sem ölum þetta barn upp og lifum því fjölskyldulífi sem okkur sýnist. Annað væri óréttlætanlegt. Hún er nú þegar búin að fá sinn séns!
Að koma aftur eins og í skólann var eins og að synda í OF kaldri laug: fyrst var það sjokk að fatta að það er svo lítill tími eftir og ég á eftir að ná að gera svo margt. Þar á eftir kom sprettur á mig og ég kláraði plakat fyrir LFB, hljóp eins og vitleysingur um allan skólann til að prenta o.s.frv. En í dag er ég bara þreytt. Vatnið er of kalt, ég þarf að venjast því aftur.
Hins vegar er vorið komið til að vera í augnablikinu. Það er sól á hverjum degi og í stóru görðunum er fólk farið að safnast saman með bjór í hönd og njóta góða veðursins. :-D Það er þá þess virði eftir allt saman að upplifa veturinn til að geta notið vorsins.
Þeir sem við á fá mína innilegustu afsökunarbeiðni vegna fjarveru minnar í bloggheiminum. Hér hefur mikið verið að gera og ekki allt jafn skemmtilegt. Rétt fyrir páska voru milliskil á verkefninu, fylgjandi ógleði í bókstaflegri merkingu orðsins, helgarþreyta þar af leiðandi og tengdó í heimsókn alla páskana.
Merkilegt að á þessum fimm dögum tókst minni ástkæru tengdamóður að tapa því út úr sér að hún ekki vissi til þess að Ísland tilheyrði Evrópu frekar en Ameríku, best væri fyrir hið óborna barn að ég væri gift manninum (því þannig er það í Austurríki), danska heilbrigðiskerfið væri plat og það væri miklu betra bara að fæða þetta tiltekna barn í Vín, og, rúsínan í pulsuendanum; að ég ætti kannski að sleppa kvöldmáltíðunum hér eftir þannig að ég myndi grennast doldið. Það er ekki í frásögur færandi að hið kalda stríð er hafið að nýju. Noone messes with ME! Ég er hundleið á því að segja Aha og jájá; hér eftir fær hún að heyra það eins oft og þarf að það er ÉG sem ræð í mínu lífi. Og það er enginn annar en ÉG og Bernhard sem ölum þetta barn upp og lifum því fjölskyldulífi sem okkur sýnist. Annað væri óréttlætanlegt. Hún er nú þegar búin að fá sinn séns!
Að koma aftur eins og í skólann var eins og að synda í OF kaldri laug: fyrst var það sjokk að fatta að það er svo lítill tími eftir og ég á eftir að ná að gera svo margt. Þar á eftir kom sprettur á mig og ég kláraði plakat fyrir LFB, hljóp eins og vitleysingur um allan skólann til að prenta o.s.frv. En í dag er ég bara þreytt. Vatnið er of kalt, ég þarf að venjast því aftur.
Hins vegar er vorið komið til að vera í augnablikinu. Það er sól á hverjum degi og í stóru görðunum er fólk farið að safnast saman með bjór í hönd og njóta góða veðursins. :-D Það er þá þess virði eftir allt saman að upplifa veturinn til að geta notið vorsins.
laugardagur, mars 20, 2004
Enn með lífsmarki
Á skrifborðinu mínu stækkar hrúgan af ósvöruðum bréfum hins opinbera; læknum, skatti og kommúnu. Þetta eitt ber þess vott að aðrir og mikilvægari hlutir íþyngja mér þessa dagana. Annars er allt við það sama í íbúðinni. Nýþvegið gólf, allir diskar þvegnir í eldhúsinu og nýbúið að þrífa kalk síðustu mánaða af baðherbergisvaskinum. Það verður hér að viðurkennast að gott ástand íbúðarinnar er að vísu ástkærum manni að þakka. Ekki hef ég tíma til slíks!
En því er heldur ekki að neita að maðurinn heldur ekki hefur tíma til slíks. Einhver verður einfaldlega að gera þetta! Og þegar hann á í stríði við einhverja galdraformúlu í CMS prógrammeringunni (fyrir þá sem vita eitthvað um internetið og grunnfræði þess) er jú alltaf ágætt að taka sér frí og þvo aðeins upp. Já, eða þrífa baðherbergið. Það er feikna þægilegt, já, ef ekki nauðsynlegt að eiga heimavinnandi mann.
Það er að segja EF hann stökkbreytist ekki snögglega í snyrtipinna sem eyðir helmingi lífs síns í eldhúsinu og pirrast á mér þegar ég "gleymi" að henda mjólkurfernunni eftir hennar hinstu ferð út úr ísskápnum. Það er nefnilega ein aðal hættan við heimavinnandi fólk, það verður svo smámunasamt. Heimilið verður heilagt. Ég er að segja það, við VERÐUM að spara fyrir skúffuuppþvottavélinni frægu.
En já, hér er mikið að gera, þökk sé hinni sívælandi fröken fix, kennaranum mínum. Hún svoleiðis keyrir mig áfram eins og keppnishest. Ég er löngu komin fram úr félögum mínum í bekknum en nei: þetta á að vera fullkomið. Hún veit jafn vel og ég að til þess að ég geti fengið verkefnið samþykkt sem "næstsíðasta", VERÐ ég einfaldlega að sýna fram á hvað ég hef fram að færa. Það hræðir mig pínulítið að ég er komin með byggingu í hendurnar sem ég veit ekki hvað mér finnst um eða af hverju hún varð svona, á meðan hinir í bekknum basla enn með einhver skemu!
Ég hitti í dag vinkonu sem mér líkaði mjög vel við fyrir tveimur árum. Eitthvað hefur breyst vegna þess að á einu og hálfu ári hef ég farið frá því að kalla hana eina af bestu vinkonum mínum til að hata hana gjörsamlega og núna til að bara vera þreytt af henni. Hún er einmitt svona stelpa sem heldur alltaf að hún hafi rétt fyrir sér og viti nákvæmlega hvað er best fyrir mig. T.d. byrjaði hún í dag að hneykslast á mér fyrir að fara ekki reglulega út að hlaupa. Eða að synda. Aðalatriðið að það sé á föstum tímum hverja viku.
Ekki það að hún hafi ekki rétt fyrir sér. Hún hefur jú fullkomlega rétt fyrir sér! En hins vegar getur maður ekki setið og sagt að aðrir eigi að gera þetta og hitt án þess að vita hvað er í gangi hjá manneskjunni yfirleitt! Það að maður er í skólanum alla daga frá níu til sex og sofi restina af kvöldinu vegna þess að maður bara ekki GETUR lyft litlafingri eftir slíkan dag. Eða að sitja alla helgina og vinna á tölvuna vegna þess að það einfaldlega eru ekki nógu margir tímar í vikunni! Hvar á ég að finna tíma eða yfirleitt orku til þess að sprikla þrisvar í viku? Þá verð ég í augnablikinu að láta tuttugu mínútna hjólatúrinn í skólann og kannski einn góðan göngutúr um kvöldið duga í bili. Ég sé ekki af hverju allir eiga að vera svona orkufullir og ótrúlega fitt endalaust. Stundum eru bara aðrir hlutir í lífinu sem skipta meira máli. Eins og ég segi: í bili. Vonandi hefur maður tíma til þess einhvern tíma seinna að vera fullkominn og fara í gymmið annan hvern dag. Og baka bollur á sunnudögum. Og vera í hárri stöðu í fyrirtækinu. Og allt hitt sem maður á að gera ef maður ætlar að verða fullkominn eins og hinir.
Kannski er vandamálið það að hún í raun og veru er hundóánægð með sjálfa sig, og eins og oft gerist, er auðveldara að spegla sig í mér og segja við mig að ég eigi að halda mér fitt og ég eigi að gera allt þetta sem á að gera. Því í rauninni er ég ánægðari með sjálfa mig en hún er; þótt ég sé tíu kílóum þyngri og fari kannski ekki jafn oft út að hlaupa og hún gerir.
Á skrifborðinu mínu stækkar hrúgan af ósvöruðum bréfum hins opinbera; læknum, skatti og kommúnu. Þetta eitt ber þess vott að aðrir og mikilvægari hlutir íþyngja mér þessa dagana. Annars er allt við það sama í íbúðinni. Nýþvegið gólf, allir diskar þvegnir í eldhúsinu og nýbúið að þrífa kalk síðustu mánaða af baðherbergisvaskinum. Það verður hér að viðurkennast að gott ástand íbúðarinnar er að vísu ástkærum manni að þakka. Ekki hef ég tíma til slíks!
En því er heldur ekki að neita að maðurinn heldur ekki hefur tíma til slíks. Einhver verður einfaldlega að gera þetta! Og þegar hann á í stríði við einhverja galdraformúlu í CMS prógrammeringunni (fyrir þá sem vita eitthvað um internetið og grunnfræði þess) er jú alltaf ágætt að taka sér frí og þvo aðeins upp. Já, eða þrífa baðherbergið. Það er feikna þægilegt, já, ef ekki nauðsynlegt að eiga heimavinnandi mann.
Það er að segja EF hann stökkbreytist ekki snögglega í snyrtipinna sem eyðir helmingi lífs síns í eldhúsinu og pirrast á mér þegar ég "gleymi" að henda mjólkurfernunni eftir hennar hinstu ferð út úr ísskápnum. Það er nefnilega ein aðal hættan við heimavinnandi fólk, það verður svo smámunasamt. Heimilið verður heilagt. Ég er að segja það, við VERÐUM að spara fyrir skúffuuppþvottavélinni frægu.
En já, hér er mikið að gera, þökk sé hinni sívælandi fröken fix, kennaranum mínum. Hún svoleiðis keyrir mig áfram eins og keppnishest. Ég er löngu komin fram úr félögum mínum í bekknum en nei: þetta á að vera fullkomið. Hún veit jafn vel og ég að til þess að ég geti fengið verkefnið samþykkt sem "næstsíðasta", VERÐ ég einfaldlega að sýna fram á hvað ég hef fram að færa. Það hræðir mig pínulítið að ég er komin með byggingu í hendurnar sem ég veit ekki hvað mér finnst um eða af hverju hún varð svona, á meðan hinir í bekknum basla enn með einhver skemu!
Ég hitti í dag vinkonu sem mér líkaði mjög vel við fyrir tveimur árum. Eitthvað hefur breyst vegna þess að á einu og hálfu ári hef ég farið frá því að kalla hana eina af bestu vinkonum mínum til að hata hana gjörsamlega og núna til að bara vera þreytt af henni. Hún er einmitt svona stelpa sem heldur alltaf að hún hafi rétt fyrir sér og viti nákvæmlega hvað er best fyrir mig. T.d. byrjaði hún í dag að hneykslast á mér fyrir að fara ekki reglulega út að hlaupa. Eða að synda. Aðalatriðið að það sé á föstum tímum hverja viku.
Ekki það að hún hafi ekki rétt fyrir sér. Hún hefur jú fullkomlega rétt fyrir sér! En hins vegar getur maður ekki setið og sagt að aðrir eigi að gera þetta og hitt án þess að vita hvað er í gangi hjá manneskjunni yfirleitt! Það að maður er í skólanum alla daga frá níu til sex og sofi restina af kvöldinu vegna þess að maður bara ekki GETUR lyft litlafingri eftir slíkan dag. Eða að sitja alla helgina og vinna á tölvuna vegna þess að það einfaldlega eru ekki nógu margir tímar í vikunni! Hvar á ég að finna tíma eða yfirleitt orku til þess að sprikla þrisvar í viku? Þá verð ég í augnablikinu að láta tuttugu mínútna hjólatúrinn í skólann og kannski einn góðan göngutúr um kvöldið duga í bili. Ég sé ekki af hverju allir eiga að vera svona orkufullir og ótrúlega fitt endalaust. Stundum eru bara aðrir hlutir í lífinu sem skipta meira máli. Eins og ég segi: í bili. Vonandi hefur maður tíma til þess einhvern tíma seinna að vera fullkominn og fara í gymmið annan hvern dag. Og baka bollur á sunnudögum. Og vera í hárri stöðu í fyrirtækinu. Og allt hitt sem maður á að gera ef maður ætlar að verða fullkominn eins og hinir.
Kannski er vandamálið það að hún í raun og veru er hundóánægð með sjálfa sig, og eins og oft gerist, er auðveldara að spegla sig í mér og segja við mig að ég eigi að halda mér fitt og ég eigi að gera allt þetta sem á að gera. Því í rauninni er ég ánægðari með sjálfa mig en hún er; þótt ég sé tíu kílóum þyngri og fari kannski ekki jafn oft út að hlaupa og hún gerir.
laugardagur, febrúar 28, 2004
Snjókoma og saumavélin afmeyjuð
Það hefur verið einstaklega mikill vetur þessa vikuna á meðan ég lá í hálfmóki í sófanum og beið þess að verða frísk aftur til þess eins að fá skammir hjá kennaranum fyrir að hafa ekki gert neitt.
Ég sé að ég og þessi kennari eigum eftir að eiga margar miður skemmtilegar stundir saman. Það fyrsta sem hún sagði þegar hún sá AutoCad módelið mitt var: "Já, vandamálið er að þú vinnur á tölvu. Ef þú hefðir gert það sama á blaði, þá hefði ég kannski skilið þetta betur". Aðeins seinna, þegar ég var búin að sýna henni allt sem ég hafði gert (sem var ekki mikið, því ég var jú veik) þá segir hún: "Ég skil þetta ekki. Ég skil þetta alls ekki. Ég get bara ekki skilið hvað þú varst að hugsa!". Það er mjög einkennilegt hversu flestir kennarar í þessum blessaða skóla ekki geta skilið að maður stundum prófi sig fram með aðrar aðferðir en þau hafa notað síðustu áratugi. Sérstaklega ef manni dettur í hug að vinna með form sem ekki eru "hrein". Eins og hún sagði: "Já, þessi hringur hérna er skiljanlegur, líka þessi fígúra hérna (benti á kassann), en hitt... Öll þessi óreglulegu form! Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði gott rými að vera í. Ég get alls ekki skilið að þú viljir vinna á þennan hátt!". Og COME ON, ég var búin að vinna að þessu í kannski nokkra klukkutíma, eftir að hafa verið veik í marga daga og DUH, ég var ekki að meina neitt af þessu alvarlega, þetta var bara eitthvað sem við gátum byrjað að tala um, þannig að ég hefði EITTHVAÐ að sýna henni! En nei, sumt fólk fattar ekki að maður getur verið abstrakt líka þótt maður vinni á tölvu, for helvede!
Saumavélin var tekin með stíl í gær. Sit nú í afrakstrinum. Bleik peysa, aðsniðin með langar ermar og aflangan, tveggja sentímetra kraga. Og saumavélin er svo auðveld í notkun og þægileg! :-D Það var fjárfesting í lagi!
Það hefur verið einstaklega mikill vetur þessa vikuna á meðan ég lá í hálfmóki í sófanum og beið þess að verða frísk aftur til þess eins að fá skammir hjá kennaranum fyrir að hafa ekki gert neitt.
Ég sé að ég og þessi kennari eigum eftir að eiga margar miður skemmtilegar stundir saman. Það fyrsta sem hún sagði þegar hún sá AutoCad módelið mitt var: "Já, vandamálið er að þú vinnur á tölvu. Ef þú hefðir gert það sama á blaði, þá hefði ég kannski skilið þetta betur". Aðeins seinna, þegar ég var búin að sýna henni allt sem ég hafði gert (sem var ekki mikið, því ég var jú veik) þá segir hún: "Ég skil þetta ekki. Ég skil þetta alls ekki. Ég get bara ekki skilið hvað þú varst að hugsa!". Það er mjög einkennilegt hversu flestir kennarar í þessum blessaða skóla ekki geta skilið að maður stundum prófi sig fram með aðrar aðferðir en þau hafa notað síðustu áratugi. Sérstaklega ef manni dettur í hug að vinna með form sem ekki eru "hrein". Eins og hún sagði: "Já, þessi hringur hérna er skiljanlegur, líka þessi fígúra hérna (benti á kassann), en hitt... Öll þessi óreglulegu form! Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði gott rými að vera í. Ég get alls ekki skilið að þú viljir vinna á þennan hátt!". Og COME ON, ég var búin að vinna að þessu í kannski nokkra klukkutíma, eftir að hafa verið veik í marga daga og DUH, ég var ekki að meina neitt af þessu alvarlega, þetta var bara eitthvað sem við gátum byrjað að tala um, þannig að ég hefði EITTHVAÐ að sýna henni! En nei, sumt fólk fattar ekki að maður getur verið abstrakt líka þótt maður vinni á tölvu, for helvede!
Saumavélin var tekin með stíl í gær. Sit nú í afrakstrinum. Bleik peysa, aðsniðin með langar ermar og aflangan, tveggja sentímetra kraga. Og saumavélin er svo auðveld í notkun og þægileg! :-D Það var fjárfesting í lagi!
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Veikindi og síðbúnar fréttir
Ég hata að vera veik! Ætli það sé ekki svipað með flesta? Þegar maður er veikur hugsar maður nokkra daga til baka og skilur ekki af hverju í ósköpunum maður nýtur þess ekki hvern einasta dag að vera frískur! Það er svo miklu, miklu auðveldara!
Eftir vægast sagt vellukkað Valentínusarpartí hjá okkur Juliane held ég mig frá skemmtanalífinu í nokkrar vikur. Ekki bara var veislan vægt áfall fyrir budduna, heldur var ég þreytt í marga daga á eftir, dröslaðist náföl og dofin í skólann og enda svo vikuna með þessu líka svakalega kvefkasti.
En partíið: kannski milli fimmtíu og sextíu manns, allt nánir vinir að sjálfsögðu. Einkennilegt hversu fljótur maður er að fylla gestalistann, þótt að aðeins "hinir nánustu" hafi verið á honum. Og ég gerði hina frægu sangríu sem féll ekki verr í kramið hjá Dönunum en Frökkunum í síðasta partíi sem ég hélt (sem var einmitt fyrir fjórum árum - believe it or not). Það flæddi allt í þessari sangríu fyrstu tímana og eins naívt og fólk nú er héldu flestir að þetta væri óáfengt helvíti. En viti menn, tveimur tímum síðar var rommið farið að segja til sín og þar með hinn óumflýjanlegi þorsti eftir meira áfengi. Guði sé lof hafði Bernhard ekki tekið í mál að kaupa minna en hundrað öl, sem svo entust eitthvað fram á nótt. Ég sjálf var bláedrú allt kvöldið, drakk ekki meira en eitt glas af sangríunni og var þess vegna orðin hálf sigin um ellefu leitið. Það varð ekki úr heimferð fyrr en klukkan þrjú, þegar mæjónesan var orðin gul og Juliane svo sannarlega löggst í bleyti!!!
Og já, skólinn. Það er erfitt að segja til um tilfinningar mínar í garð skólans í augnablikinu. Fyrstu tvær vikurnar voru fylltar af hópvinnu með fólki sem allt var svo einkennilega eigingjarnt, nennti ekkert að vinna með öðrum og var heilu og hálfu dagana ekki með vegna þess að þau þurftu að fara í vinnuna. Þannig að það endaði með að ég ásamt Helene blessuninni þurftum að redda þessu í einum hvelli síðasta daginn, eftir að hafa notað tvær vikur í að rífast og þræta um allt og ekkert, helmingurinn af hópnum ekki til staðar nema annað hvort skipti. En á mánudaginn var prógrammið okkar svo tekið fyrir ásamt prógrömmum hinna hópanna og eftir allt streðið var gott að heyra að kennurunum fannst nú mest til okkar prógrams koma. Allt er hey í harðindum og ég held að þessi athugasemd kennaranna hafi hjálpað mér að sjá hið jákvæða í skólanum aftur.
Verkefnið gengur út á að teikna grunnskóla (bygginguna). Ég ræddi svo við kennarann minn á fimmtudaginn og henni fannst (eftir að hafa séð gömul verkefni) að ég ætti að einbeita mér að tæknilegum atriðum í byggingunni, þ.e.a.s. fara alveg niður í smáatriði til að kunna það. Við stefnum á að hafa þetta verkefni sem "indstillingsopgave", þ.e.a.s. næstsíðasta verkefnið mitt í skólanum. Það er dálítið stressandi, en ég held að ég sé að verða tilbúin til að skilja við skólann.
Ég dreymi um að liggja á strönd einhvers staðar við Rauðahafið, eða já, vera á Jamaica eins og móðir mín og systir. Einhvers staðar þar sem bara er gott veður allan daginn og maður þarf ekki að vefja sig inn í teppi ef maður er veikur (ef maður verður yfirleitt veikur á þannig stað)!
Ég get glatt sjálfa mig við það að ég keypti efni í langermaða peysu í gær og var kominn tími til, þar sem nánast allar flíkur mínar enda við olnboga. Ég hef hins vegar legið í svo miklu móki að ég er ekki einu sinni búin að gera sniðið! En þetta er allt á leiðinni.
Á þriðjudag er ég að fara í sónar í fyrsta skipti, þetta er það sem er kallað á dönsku "nakkefoldskanning" sem er til að athuga hvort fóstrið sé með Down Syndrome. Ég er persónulega á móti þessari "risikovurdering", en Bernhard vill endilega fara og ef það getur róað hann eitthvað er ég til í það.
Og ps. þið sem ekki vissuð það: ég er ólétt! Buhu!
Ég hata að vera veik! Ætli það sé ekki svipað með flesta? Þegar maður er veikur hugsar maður nokkra daga til baka og skilur ekki af hverju í ósköpunum maður nýtur þess ekki hvern einasta dag að vera frískur! Það er svo miklu, miklu auðveldara!
Eftir vægast sagt vellukkað Valentínusarpartí hjá okkur Juliane held ég mig frá skemmtanalífinu í nokkrar vikur. Ekki bara var veislan vægt áfall fyrir budduna, heldur var ég þreytt í marga daga á eftir, dröslaðist náföl og dofin í skólann og enda svo vikuna með þessu líka svakalega kvefkasti.
En partíið: kannski milli fimmtíu og sextíu manns, allt nánir vinir að sjálfsögðu. Einkennilegt hversu fljótur maður er að fylla gestalistann, þótt að aðeins "hinir nánustu" hafi verið á honum. Og ég gerði hina frægu sangríu sem féll ekki verr í kramið hjá Dönunum en Frökkunum í síðasta partíi sem ég hélt (sem var einmitt fyrir fjórum árum - believe it or not). Það flæddi allt í þessari sangríu fyrstu tímana og eins naívt og fólk nú er héldu flestir að þetta væri óáfengt helvíti. En viti menn, tveimur tímum síðar var rommið farið að segja til sín og þar með hinn óumflýjanlegi þorsti eftir meira áfengi. Guði sé lof hafði Bernhard ekki tekið í mál að kaupa minna en hundrað öl, sem svo entust eitthvað fram á nótt. Ég sjálf var bláedrú allt kvöldið, drakk ekki meira en eitt glas af sangríunni og var þess vegna orðin hálf sigin um ellefu leitið. Það varð ekki úr heimferð fyrr en klukkan þrjú, þegar mæjónesan var orðin gul og Juliane svo sannarlega löggst í bleyti!!!
Og já, skólinn. Það er erfitt að segja til um tilfinningar mínar í garð skólans í augnablikinu. Fyrstu tvær vikurnar voru fylltar af hópvinnu með fólki sem allt var svo einkennilega eigingjarnt, nennti ekkert að vinna með öðrum og var heilu og hálfu dagana ekki með vegna þess að þau þurftu að fara í vinnuna. Þannig að það endaði með að ég ásamt Helene blessuninni þurftum að redda þessu í einum hvelli síðasta daginn, eftir að hafa notað tvær vikur í að rífast og þræta um allt og ekkert, helmingurinn af hópnum ekki til staðar nema annað hvort skipti. En á mánudaginn var prógrammið okkar svo tekið fyrir ásamt prógrömmum hinna hópanna og eftir allt streðið var gott að heyra að kennurunum fannst nú mest til okkar prógrams koma. Allt er hey í harðindum og ég held að þessi athugasemd kennaranna hafi hjálpað mér að sjá hið jákvæða í skólanum aftur.
Verkefnið gengur út á að teikna grunnskóla (bygginguna). Ég ræddi svo við kennarann minn á fimmtudaginn og henni fannst (eftir að hafa séð gömul verkefni) að ég ætti að einbeita mér að tæknilegum atriðum í byggingunni, þ.e.a.s. fara alveg niður í smáatriði til að kunna það. Við stefnum á að hafa þetta verkefni sem "indstillingsopgave", þ.e.a.s. næstsíðasta verkefnið mitt í skólanum. Það er dálítið stressandi, en ég held að ég sé að verða tilbúin til að skilja við skólann.
Ég dreymi um að liggja á strönd einhvers staðar við Rauðahafið, eða já, vera á Jamaica eins og móðir mín og systir. Einhvers staðar þar sem bara er gott veður allan daginn og maður þarf ekki að vefja sig inn í teppi ef maður er veikur (ef maður verður yfirleitt veikur á þannig stað)!
Ég get glatt sjálfa mig við það að ég keypti efni í langermaða peysu í gær og var kominn tími til, þar sem nánast allar flíkur mínar enda við olnboga. Ég hef hins vegar legið í svo miklu móki að ég er ekki einu sinni búin að gera sniðið! En þetta er allt á leiðinni.
Á þriðjudag er ég að fara í sónar í fyrsta skipti, þetta er það sem er kallað á dönsku "nakkefoldskanning" sem er til að athuga hvort fóstrið sé með Down Syndrome. Ég er persónulega á móti þessari "risikovurdering", en Bernhard vill endilega fara og ef það getur róað hann eitthvað er ég til í það.
Og ps. þið sem ekki vissuð það: ég er ólétt! Buhu!
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Hamingjan
Góður dagur á föstudaginn. Ég verð að vera sammála Önnu G, hverjum dettur í hug að svona góðir dagar komi ekki sem rýtingur í bakið á manni nokkrum dögum síðar? Allt gekk vel: ég fékk góð ummæli fyrir verkefnið, prófessorinn sagði að ég gæti reynt að klára á tveimur önnum og ekki þremur (ég hef samt mínar efasemdir um það). Þar að auki fór ég í bæinn með Helene og það var útsala í Illum, sem er svona sjoppa sem yfirleitt er svo dýr að maður kaupir ekkert þar. En við fengum buxur á 240 kr, og þá var það ferðarinnar virði.
Um kvöldið rákumst við B. svo á saumavél, okkur til mikillar furðu, í Fötex. Og hún var nokkrum hundruðum ódýrari en þær vélar sem ég hafði kíkt á (sama módel)... Þannig að: ég lét slag standa og keypti hana.
Jú, hamingjan er föl fyrir smá pening. Það er alveg ljóst.
Góður dagur á föstudaginn. Ég verð að vera sammála Önnu G, hverjum dettur í hug að svona góðir dagar komi ekki sem rýtingur í bakið á manni nokkrum dögum síðar? Allt gekk vel: ég fékk góð ummæli fyrir verkefnið, prófessorinn sagði að ég gæti reynt að klára á tveimur önnum og ekki þremur (ég hef samt mínar efasemdir um það). Þar að auki fór ég í bæinn með Helene og það var útsala í Illum, sem er svona sjoppa sem yfirleitt er svo dýr að maður kaupir ekkert þar. En við fengum buxur á 240 kr, og þá var það ferðarinnar virði.
Um kvöldið rákumst við B. svo á saumavél, okkur til mikillar furðu, í Fötex. Og hún var nokkrum hundruðum ódýrari en þær vélar sem ég hafði kíkt á (sama módel)... Þannig að: ég lét slag standa og keypti hana.
Jú, hamingjan er föl fyrir smá pening. Það er alveg ljóst.
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Öll að koma til
Stressið er að dvína þar sem mér tókst að laga powerpointinn skuggalega mikið. Þannig að ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta fari vel á morgun.
Auk þess gabbaði ég Bernhard með mér í bíó í gær (að læknisráði reyndar), á myndina Anything Else (nýjustu útungun Woody Allen). Ég mæli eindregið með henni þótt hún hafi verið þreytandi á köflum. Það er að koma einhver einkennileg ró yfir manninn, myndin er næstum því hugleiðsluleg. (Hver man ekki eftir myndum eins og Sleeper þar sem allt gerist svo hratt að maður nær varla að fylgjast með (en já, þá var hann líka 30 árum yngri!)?) Og hér eru þau málefni sem oft hafa dúkkað upp í myndunum hans sett á oddinn: gröfum við okkar eigin gröf með að vera hrædd við "hina" (kynþáttahatara, nýnasista, lægri stéttirnar, innbrotsþjófa)? Frelsið er mikilvægt en er það mikilvægara en öryggið sem felst í því að festa rætur? Eða er maður aldrei öruggur nema maður eigi riffil heima í stofu (eða skambyssu "within reach in every room" eins og karlinn svo snilldarlega orðaði það)?
Auk þess er Woody Allen alltaf fyndinn. Þannig er hann bara.
Stressið er að dvína þar sem mér tókst að laga powerpointinn skuggalega mikið. Þannig að ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta fari vel á morgun.
Auk þess gabbaði ég Bernhard með mér í bíó í gær (að læknisráði reyndar), á myndina Anything Else (nýjustu útungun Woody Allen). Ég mæli eindregið með henni þótt hún hafi verið þreytandi á köflum. Það er að koma einhver einkennileg ró yfir manninn, myndin er næstum því hugleiðsluleg. (Hver man ekki eftir myndum eins og Sleeper þar sem allt gerist svo hratt að maður nær varla að fylgjast með (en já, þá var hann líka 30 árum yngri!)?) Og hér eru þau málefni sem oft hafa dúkkað upp í myndunum hans sett á oddinn: gröfum við okkar eigin gröf með að vera hrædd við "hina" (kynþáttahatara, nýnasista, lægri stéttirnar, innbrotsþjófa)? Frelsið er mikilvægt en er það mikilvægara en öryggið sem felst í því að festa rætur? Eða er maður aldrei öruggur nema maður eigi riffil heima í stofu (eða skambyssu "within reach in every room" eins og karlinn svo snilldarlega orðaði það)?
Auk þess er Woody Allen alltaf fyndinn. Þannig er hann bara.
mánudagur, janúar 26, 2004
Aaaaaarrrggghhh!
Skilum verkefnisins var frestað til föstudags! Hvernig er hægt að gera mér þetta, sitjandi hérna með tæringu liggur við af stressi og hringja svo bara í mig og segja að ég þurfi að bíða í þrjá daga! Það liggur við að ég þurfi að taka róandi, mér líður eins og fé á leið til slátrunar. Það getur vel verið að þetta sé allt ástæðulaust hjá mér, en illu er best aflokið.
Og því miður ekki lokið fyrr en á föstudagseftirmiðdegi. Hjáááálp!
Skilum verkefnisins var frestað til föstudags! Hvernig er hægt að gera mér þetta, sitjandi hérna með tæringu liggur við af stressi og hringja svo bara í mig og segja að ég þurfi að bíða í þrjá daga! Það liggur við að ég þurfi að taka róandi, mér líður eins og fé á leið til slátrunar. Það getur vel verið að þetta sé allt ástæðulaust hjá mér, en illu er best aflokið.
Og því miður ekki lokið fyrr en á föstudagseftirmiðdegi. Hjáááálp!
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Svefninn
Nei, þreytukastið er ekki liðið hjá. Það mætti halda að ég væri löggst í hýði, sef eins og skógarbjörn, já eða alvöru prinsessa og prinsinn reynir ekki einu sinni að vekja mig... Nema stundum. Það er greinilega ósköp ljúft að sofa af sér vetrarmorgnana (stórskrýtið að maður kalli þetta morgna þessar gráu verur sem kíkja inn um gluggann með skuggalega óró í augum), kannski langt fram á dag og halda svo að manni takist að vinna að einhverju bráðsnjöllu verkefni langt fram á kvöld. En nei, svefnlöngunin kemur upp aftur um kvöldmatarleitið og ágerist svo með hverju strikinu sem maður vinnur á tölvuna að á endanum lætur maður undan. Yfirleitt miklu fyrr en maður hafði ætlað.
Nújá, og svo tókst mér að stúta einum fyrirlestrinum í morgun sem ég svo blessunarlega ekki fann nægan tíma til að lesa fyrir. Þegar að því kom að ég átti að ræða um efni greinanna mundi ég að sjálfsögðu mest allt sem ég hafði lesið... en hins vegar á þann hátt sem ég mundi það! Og þegar prófessorinn svo fékk orðið á eftir mér þurfti ég að éta flest allt ofan í mig sem ég hafði sagt... Það var greinilega ýmislegt sem ég hafði ekki lesið á milli línanna eða kannski er ég bara alls ekki nógu góð í ensku eftir allt. Ég hafði misskilið hinar global borgir gjörsamlega. Gúlp!
Og þessi ærandi hræðsla kemur upp: er ég svona vitlaus?! Sem betur fer voru greinilega fleiri sem höfðu átt erfitt með að skilja pointið í greinunum. Þannig að ef ég er SVONA vitlaus, þá eru margir aðrir það líka. Guðisélof.
Svona þess utan er það að frétta að við Juliane ætlum að halda upp á afmælin okkar (51 árs afmæli samanlagt) á Valentínusarkvöld. Svo ef einhvers verður freistað í þessum töluðu orðum: skellið ykkur til Köben! Þetta verður það albesta partí sem þið hafið komist í í áraraðir. Ég er nefnilega að íhuga að gera sangríuna sem sló svo ærlega í gegn í innflutningspartíi okkar frönsku vinkvennanna í Lyon 99. En þið munið líklega ekki eftir því. Þannig að látið ykkur ekki vanta! :-D
Nei, þreytukastið er ekki liðið hjá. Það mætti halda að ég væri löggst í hýði, sef eins og skógarbjörn, já eða alvöru prinsessa og prinsinn reynir ekki einu sinni að vekja mig... Nema stundum. Það er greinilega ósköp ljúft að sofa af sér vetrarmorgnana (stórskrýtið að maður kalli þetta morgna þessar gráu verur sem kíkja inn um gluggann með skuggalega óró í augum), kannski langt fram á dag og halda svo að manni takist að vinna að einhverju bráðsnjöllu verkefni langt fram á kvöld. En nei, svefnlöngunin kemur upp aftur um kvöldmatarleitið og ágerist svo með hverju strikinu sem maður vinnur á tölvuna að á endanum lætur maður undan. Yfirleitt miklu fyrr en maður hafði ætlað.
Nújá, og svo tókst mér að stúta einum fyrirlestrinum í morgun sem ég svo blessunarlega ekki fann nægan tíma til að lesa fyrir. Þegar að því kom að ég átti að ræða um efni greinanna mundi ég að sjálfsögðu mest allt sem ég hafði lesið... en hins vegar á þann hátt sem ég mundi það! Og þegar prófessorinn svo fékk orðið á eftir mér þurfti ég að éta flest allt ofan í mig sem ég hafði sagt... Það var greinilega ýmislegt sem ég hafði ekki lesið á milli línanna eða kannski er ég bara alls ekki nógu góð í ensku eftir allt. Ég hafði misskilið hinar global borgir gjörsamlega. Gúlp!
Og þessi ærandi hræðsla kemur upp: er ég svona vitlaus?! Sem betur fer voru greinilega fleiri sem höfðu átt erfitt með að skilja pointið í greinunum. Þannig að ef ég er SVONA vitlaus, þá eru margir aðrir það líka. Guðisélof.
Svona þess utan er það að frétta að við Juliane ætlum að halda upp á afmælin okkar (51 árs afmæli samanlagt) á Valentínusarkvöld. Svo ef einhvers verður freistað í þessum töluðu orðum: skellið ykkur til Köben! Þetta verður það albesta partí sem þið hafið komist í í áraraðir. Ég er nefnilega að íhuga að gera sangríuna sem sló svo ærlega í gegn í innflutningspartíi okkar frönsku vinkvennanna í Lyon 99. En þið munið líklega ekki eftir því. Þannig að látið ykkur ekki vanta! :-D
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Eins og rjúpan
Ég er hér ennþá og rembist eins og svo margar rjúpur við staurinn /-ana. Ég virðist hafa dottið út í eina viku, hef sofið alveg svakalega (allavega tíu tíma hverja nótt), veturinn virðist vera að ná taki á mér. Er núna að reyna að koma mér uppúr letikastinu, gengur í rykkjum.
Eins og mér finnst verkefnið okkar frá Blumengasse vera yndislegt og gott verkefni, þá veit ég ekkert þunglyndislegra en að vinna alla nákvæmnisvinnuna sem liggur í að gera verkefnið skilahæft. Stundum vildi maður óska sér að engum hefði dottið í hug að vinna teikningar á tölvu. Í gamla daga var þetta svo einfalt, maður tók bara blað og góðan penna og krotaði eitt stykki verkefni á það. Búið mál. Með tölvunum er maður innlimaður inn í heim tölvugrafíkarinnar, allt á að vera svo fullkomið vegna þess að einhver sagði að það væri svo auðvelt: já, maður ýtir reyndar á einhverja takka en hins vegar er það tímafrekara en að taka sér trélit í hönd og alls ekki eins einfalt og af er látið.
En jæja. Ef ég geri þetta í tölvunni er ég blessunarlega laus við að borga mörgþúsund krónur fyrir að prenta draslið út því við (ég og kennarinn) ákváðum að hafa það á "beamernum" í þetta skiptið. Aaah, léttir allavega á veskinu.
Bernhard fékk tímabundna vinnu við tölvur (grafík, ég er að segja það; hún ríkir yfir heiminum!), sem betur fer því þá hef ég meiri frið hérna heima í næstu viku til að klára verkefnið. Og jú, líka betra fyrir budduna, svo ekki sé minnst á skapið.
En hvað ég vildi óska þess að ég væri í frumskóginum með Hirti núna. Þessi slydda er að æra mig.
Ég er hér ennþá og rembist eins og svo margar rjúpur við staurinn /-ana. Ég virðist hafa dottið út í eina viku, hef sofið alveg svakalega (allavega tíu tíma hverja nótt), veturinn virðist vera að ná taki á mér. Er núna að reyna að koma mér uppúr letikastinu, gengur í rykkjum.
Eins og mér finnst verkefnið okkar frá Blumengasse vera yndislegt og gott verkefni, þá veit ég ekkert þunglyndislegra en að vinna alla nákvæmnisvinnuna sem liggur í að gera verkefnið skilahæft. Stundum vildi maður óska sér að engum hefði dottið í hug að vinna teikningar á tölvu. Í gamla daga var þetta svo einfalt, maður tók bara blað og góðan penna og krotaði eitt stykki verkefni á það. Búið mál. Með tölvunum er maður innlimaður inn í heim tölvugrafíkarinnar, allt á að vera svo fullkomið vegna þess að einhver sagði að það væri svo auðvelt: já, maður ýtir reyndar á einhverja takka en hins vegar er það tímafrekara en að taka sér trélit í hönd og alls ekki eins einfalt og af er látið.
En jæja. Ef ég geri þetta í tölvunni er ég blessunarlega laus við að borga mörgþúsund krónur fyrir að prenta draslið út því við (ég og kennarinn) ákváðum að hafa það á "beamernum" í þetta skiptið. Aaah, léttir allavega á veskinu.
Bernhard fékk tímabundna vinnu við tölvur (grafík, ég er að segja það; hún ríkir yfir heiminum!), sem betur fer því þá hef ég meiri frið hérna heima í næstu viku til að klára verkefnið. Og jú, líka betra fyrir budduna, svo ekki sé minnst á skapið.
En hvað ég vildi óska þess að ég væri í frumskóginum með Hirti núna. Þessi slydda er að æra mig.
þriðjudagur, janúar 06, 2004
Heim í kotid
Leidinlegt med thennan kulda. Her er myrkrid ívid léttara en á Fróni en eina vandamálid virdist vera ad lifa kuldann af. Auk thess er madur andstuttur og heldur ad madur deyji á midri leid í skólann.
Ég fékk hardsperrur í alla vödva eftir fyrsta túrinn. Greynilegt ad ég hef ekki hreyft mig mikid sídustu mánudina.
Í skólanum er allt vid thad sama. Ótrúlega margir nýjir mættir en thó alltaf kunnugleg andlit á milli.
Janúar virdist byrja sérstaklega hægt, thad gengur ekkert né rekur hér á bæ. Nema ad ég er búin ad semja um thad vid prófessorinn ad fara í gegnum öll verkefni mín med honum thannig ad vid getum fundid út hvad mig "vantar uppá", thannig ad ég geti klárad sem fyrst.
Thannig ad: ég lifi kuldann af og allt er á uppleid.
Leidinlegt med thennan kulda. Her er myrkrid ívid léttara en á Fróni en eina vandamálid virdist vera ad lifa kuldann af. Auk thess er madur andstuttur og heldur ad madur deyji á midri leid í skólann.
Ég fékk hardsperrur í alla vödva eftir fyrsta túrinn. Greynilegt ad ég hef ekki hreyft mig mikid sídustu mánudina.
Í skólanum er allt vid thad sama. Ótrúlega margir nýjir mættir en thó alltaf kunnugleg andlit á milli.
Janúar virdist byrja sérstaklega hægt, thad gengur ekkert né rekur hér á bæ. Nema ad ég er búin ad semja um thad vid prófessorinn ad fara í gegnum öll verkefni mín med honum thannig ad vid getum fundid út hvad mig "vantar uppá", thannig ad ég geti klárad sem fyrst.
Thannig ad: ég lifi kuldann af og allt er á uppleid.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)