fimmtudagur, janúar 29, 2004

Öll að koma til

Stressið er að dvína þar sem mér tókst að laga powerpointinn skuggalega mikið. Þannig að ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta fari vel á morgun.

Auk þess gabbaði ég Bernhard með mér í bíó í gær (að læknisráði reyndar), á myndina Anything Else (nýjustu útungun Woody Allen). Ég mæli eindregið með henni þótt hún hafi verið þreytandi á köflum. Það er að koma einhver einkennileg ró yfir manninn, myndin er næstum því hugleiðsluleg. (Hver man ekki eftir myndum eins og Sleeper þar sem allt gerist svo hratt að maður nær varla að fylgjast með (en já, þá var hann líka 30 árum yngri!)?) Og hér eru þau málefni sem oft hafa dúkkað upp í myndunum hans sett á oddinn: gröfum við okkar eigin gröf með að vera hrædd við "hina" (kynþáttahatara, nýnasista, lægri stéttirnar, innbrotsþjófa)? Frelsið er mikilvægt en er það mikilvægara en öryggið sem felst í því að festa rætur? Eða er maður aldrei öruggur nema maður eigi riffil heima í stofu (eða skambyssu "within reach in every room" eins og karlinn svo snilldarlega orðaði það)?

Auk þess er Woody Allen alltaf fyndinn. Þannig er hann bara.

Engin ummæli: