þriðjudagur, apríl 25, 2006

Jæja: loksins er vorið komið

Já, það er sólskin í dag og maríuhænurnar syngja í óútsprungnu birkinu. Við B. héldum frí í dag (já, hann á að skila verkefni eftir einaoghálfa viku, æ nó), fórum út að borða í hádeginu (ég var búin að gleyma hversu hálffullur maður getur orðið af shiraz um hádegisbil), fórum svo í langan göngutúr og fengum okkur kaffi í sólinni. Hljómar þetta ekki rómantískt? Loksins!

Blessuð íbúðin er að manni finnst alveg að verða tilbúin, það eru komnir menn í klósettrörið og eitthvað að gerast. Ég er að skoða sturtur og annað, verð að fara að kaupa flísar hvað úr hverju.

Mér var svo boðið í atvinnuviðtal á mánudaginn. Visj mí lökk, ég þarf svo sannarlega á góðu starfi að halda (og þetta er það!). Uss uss, segjum ekki of mikið um það.

Ég ætlaði svo bara að segja takk takk systkini mín fyrir að vera svona lík mér ;) Þið vitið hvað ég er að tala um.

mánudagur, apríl 10, 2006

Þetta er orðið fyndið

Jebbs. Ég ákvað að sleppa píparanum fyrir páska fyrst að ég varð veik í einaoghálfa viku og komst ekki í hina alræmdu íbúð.
Helene hjálpaði mér í gær og ég held sveimérþá að það séu þrjú herbergi að verða tilbúin til innflutnings! En það breytir svo sem engu, við flytjum ekki fyrr en við erum komin með baðherbergi.

Þannig að ég er í tómstundum mínum byrjuð að skrifa umsóknir aftur. Búin að senda fimm eftir að ég vaknaði upp af dvala (flenzunni). Ég er voðalega stolt af sjálfri mér.

Við erum svo á leiðinni á klakann, í veitslu (hljómar eins og tékkneska, en er færeyska) og skírn hjá ástkærum bróður mínum. Jei, ég var farin að sakna fjölskylduboðanna! Brauðtertur, here I come! ;)