Þunn
Það er eitthvað eins og þunnfljótandi jógúrt í öllum liðum eftir jólapartí gærdagsins. Fyrst var farið í trefjaplast-snjóhús í Museumsquartier að drekka glögg og púns eins og ekta artí gengi sæmir. Þar á eftir var haldið á einhvern hryllilega gamlan og hálf ógeðslegan stað að sötra öl. Ég svo sver það: veggfóðrið var dökkbrúnt af sóti. Mjög líklega var síðast veggfóðrað þarna í byrjun aldarinnar.
En allavega. Ofboðslega þykir mér vænt um þetta fólk. Og þó ég hafi fyrrum kvartað yfir höfuðpaurnum verð ég að segja að hann er klárasti arkítekt sem ég hef nokkurn tíma komist í snertingu við. Þar að auki er hann vinur minn. Det er i hvert fald noget!
föstudagur, desember 19, 2003
fimmtudagur, desember 18, 2003
Skilda vera jólahjól?
Meira að gera en áður en að ég hætti í vinnunni. Skil ekki hvernig ég get dregið sjálfa mig svona áfram á asnaeyrunum. Búin að vera á stanslausri ferð með Juliane vinkonu. Það er búið að vera gaman en erfitt. Ég skilaði henni svo til annarar vinkonu í kvöld. Ég er nefnilega að fara í jólaveislu vinnunnar.
Ég hlakka hrikalega til að komast heim.
Og í óspurðum fréttum: söngvadrengirnir voru falskir. Ramm.
Meira að gera en áður en að ég hætti í vinnunni. Skil ekki hvernig ég get dregið sjálfa mig svona áfram á asnaeyrunum. Búin að vera á stanslausri ferð með Juliane vinkonu. Það er búið að vera gaman en erfitt. Ég skilaði henni svo til annarar vinkonu í kvöld. Ég er nefnilega að fara í jólaveislu vinnunnar.
Ég hlakka hrikalega til að komast heim.
Og í óspurðum fréttum: söngvadrengirnir voru falskir. Ramm.
laugardagur, desember 13, 2003
Síðasta vikan í Vín
Þið trúið því ekki: ég er á förum frá Vín. Einhvern veginn er þetta hálfótrúlegt, ég skil ekki hvernig tíminn getur liðið svona hratt. Í gær þegar ég fór úr vinnunni lá mér við gráti, ég trúi því varla að á mánudaginn sé síðasti dagurinn minn í vinnunni.
Mér líkar svo vel að vinna hjá þessu fólki að það er með eindæmum (verð ég ekki alltaf súr á síðustu vikunni og hata liðið út af lífinu?: nei, hér er ekki svo!). Höfuðpaurinn og ég erum orðnir svo góðir vinir eftir allt baslið. Bernhard varð eitthvað hálf asnalegur þegar ég fékk sms frá honum í morgun (hafði fengið það seint í gærkveldi, en var náttúrlega sofandi þá), en ég held að hann sjái mig núna eins og vinnufélaga, ekki bara hvern sem er, heldur vinnufélaga sem maður bæði getur stólað á og deilt verkefninu gjörsamlega með. Þið sem eruð í mússíkinni getið kannski ímyndað ykkur það samband sem verður á milli fólks sem vinnur svo náið saman, og sérstaklega ef samstarfið er erfitt en gengur samt vel: það er eins og verkefnið eigi okkur, við í rauninni ekki það. Og í gegnum verkefnið verðum við svo náin, það er eins og við séum hluti af þessu húsi, við lifum fyrir það, óskum okkur vissrar framtíðar fyrir það. Allavega, hann er frábær og ég á eftir að sakna hans. Líka hvernig hann er súr á mánudögum og aðeins betri á þriðjudögum og þegar hann kemur með hugmyndir sem hann faxaði að heiman klukkan hálf tólf á fimmtudagskvöldi.
Á morgun er kökubakstur hjá Noru gömlu, ásamt messu í fyrramálið með "Wiener Sängerknaben", ég varð að óska mér að fara á tónleika með þeim fyrst ég er hér í Vín, annað var ekki hægt!
Jólakortalistinn bíður. Ekki vera súr ef ég gleymi einhverjum! Og í guðanna bænum, sendið mér heimilisföngin ykkar ef ykkur langar í póstkort frá Vín: nú er síðasta útkall!!!
Þið trúið því ekki: ég er á förum frá Vín. Einhvern veginn er þetta hálfótrúlegt, ég skil ekki hvernig tíminn getur liðið svona hratt. Í gær þegar ég fór úr vinnunni lá mér við gráti, ég trúi því varla að á mánudaginn sé síðasti dagurinn minn í vinnunni.
Mér líkar svo vel að vinna hjá þessu fólki að það er með eindæmum (verð ég ekki alltaf súr á síðustu vikunni og hata liðið út af lífinu?: nei, hér er ekki svo!). Höfuðpaurinn og ég erum orðnir svo góðir vinir eftir allt baslið. Bernhard varð eitthvað hálf asnalegur þegar ég fékk sms frá honum í morgun (hafði fengið það seint í gærkveldi, en var náttúrlega sofandi þá), en ég held að hann sjái mig núna eins og vinnufélaga, ekki bara hvern sem er, heldur vinnufélaga sem maður bæði getur stólað á og deilt verkefninu gjörsamlega með. Þið sem eruð í mússíkinni getið kannski ímyndað ykkur það samband sem verður á milli fólks sem vinnur svo náið saman, og sérstaklega ef samstarfið er erfitt en gengur samt vel: það er eins og verkefnið eigi okkur, við í rauninni ekki það. Og í gegnum verkefnið verðum við svo náin, það er eins og við séum hluti af þessu húsi, við lifum fyrir það, óskum okkur vissrar framtíðar fyrir það. Allavega, hann er frábær og ég á eftir að sakna hans. Líka hvernig hann er súr á mánudögum og aðeins betri á þriðjudögum og þegar hann kemur með hugmyndir sem hann faxaði að heiman klukkan hálf tólf á fimmtudagskvöldi.
Á morgun er kökubakstur hjá Noru gömlu, ásamt messu í fyrramálið með "Wiener Sängerknaben", ég varð að óska mér að fara á tónleika með þeim fyrst ég er hér í Vín, annað var ekki hægt!
Jólakortalistinn bíður. Ekki vera súr ef ég gleymi einhverjum! Og í guðanna bænum, sendið mér heimilisföngin ykkar ef ykkur langar í póstkort frá Vín: nú er síðasta útkall!!!
þriðjudagur, desember 09, 2003
Jóla jóla
Já, jólastemningin kom yfir mig um helgina. Aldrei upplifi ég komu jólanna jafn sterkt og inni í húsi úti á landi um kvöld, við opinn himinn (jafnvel fullt tungl til að fullkomna klisjuna), dimm fjöll allt í kring og snjórinn fellur í stórum dúnhnoðrum...
Jólin komu á laugardagskvöldið í Hallein. Mér fannst ég næstum vera komin heim og hugsaði með mér að við gætum nú alveg eins búið í litlum bæ í Salzburgarlandi með skökk hús og tveggja metra breiðar götur.
... Ég hætti við daginn eftir þegar ég sat í strætó á leiðinni á jólamarkaðinn í Salzburg. Fyrir framan mig sat tíu ára gutti og þegar hann opnaði munninn stirnaði ég upp. Aldrei, aldrei, aldrei í lífinu mega börnin mín tala svona ljóta mállýsku. Ég á ekki til orð til að lýsa því babli sem hann lét út úr sér. Það var samansafn einkennilegustu hljóða sem ég nokkurn tíma hef heyrt nokkurn mann láta út úr sér.
Jólamarkaðurinn í Salzburg (sem nota bene yfirtók allan hinn sögulega miðbæ borgarinnar) var hin mesta skransala sem maður getur hugsað sér. Eins og raunin er jú yfirleitt með þessa markaði. Fyrir það fyrsta skil ég ekki hvernig hægt er að framleiða svona mikið af ljótu dóti. Fyrir það annað var verðið gjörsamlega uppúr öllu valdi. Þá held ég að það sé skárra að sjoppa í Penzing bara, ha, eða í Meidling, þar sem maður fær sama draslið, en hins vegar á spottprís. Og glögg og púns getur maður sömuleiðis keypt hér í bæ á þrjár Evrur. Pöhh!
Auk þess var markaðurinn þéttsetinn af Ítölum, Þjóðverjum, Rússum og ég veit ekki hvaða útlendingum öðrum sem voru á höttunum eftir ekta austurrísku hygge! Það var ekki þverfótandi fyrir æstum skrílnum sem jú allur vildi kaupa kaupa kaupa sig fullan af jólastemningunni. Við Bernhard reiknuðum ekki með að fá meiri jól útá að kaupa, þannig að við kíktum bara. Í sjónvarpinu sama kvöld var tekið viðtal við nokkra af þessum sömu skransölum og þeir sögðu margir: "Uppáhalds kúnnarnir eru Ítalarnir. Þeir eru kaupglaðir. Hinir skoða bara."
Jeps, við horfðum MIKIÐ á sjónvarpið um helgina. Enda komin með sjúklega löngun eftir margra mánaða sjónvarpspásu. Og það var vont. Mjög vont. Ég held að ég hafi aldrei á ævinni horft á jafn mikið rusl í einum trekk. Og það þess vitandi!!! Ótrúlegt.
Ég er alveg að sjá það að í jólamánuðinum verður kitsch inn. Merkilegt nokk. Á mörgum hurðunum í stigaganginum er búið að hengja jólakransa, sem er alls ekki slæmt. En það sem er slæmt er að þeir eru skemmtilega misjafnlega fallegir. Sumum jaðrar við að vera úr geymslunni hjá afa, síðan á sjötta áratugnum. Hins vegar er það mjög eðlilegt og jafnvel bráðnauðsynlegt að skreyta á sinn hátt, og svona krans getur í rauninni sagt mikið um hver býr á bak við dyrnar. Það er í sjálfu sér athyglisvert og ætti fólk jafnvel að skreyta dyrnar hjá sér allan ársins hring.
Lifi ornamentið!
Já, jólastemningin kom yfir mig um helgina. Aldrei upplifi ég komu jólanna jafn sterkt og inni í húsi úti á landi um kvöld, við opinn himinn (jafnvel fullt tungl til að fullkomna klisjuna), dimm fjöll allt í kring og snjórinn fellur í stórum dúnhnoðrum...
Jólin komu á laugardagskvöldið í Hallein. Mér fannst ég næstum vera komin heim og hugsaði með mér að við gætum nú alveg eins búið í litlum bæ í Salzburgarlandi með skökk hús og tveggja metra breiðar götur.
... Ég hætti við daginn eftir þegar ég sat í strætó á leiðinni á jólamarkaðinn í Salzburg. Fyrir framan mig sat tíu ára gutti og þegar hann opnaði munninn stirnaði ég upp. Aldrei, aldrei, aldrei í lífinu mega börnin mín tala svona ljóta mállýsku. Ég á ekki til orð til að lýsa því babli sem hann lét út úr sér. Það var samansafn einkennilegustu hljóða sem ég nokkurn tíma hef heyrt nokkurn mann láta út úr sér.
Jólamarkaðurinn í Salzburg (sem nota bene yfirtók allan hinn sögulega miðbæ borgarinnar) var hin mesta skransala sem maður getur hugsað sér. Eins og raunin er jú yfirleitt með þessa markaði. Fyrir það fyrsta skil ég ekki hvernig hægt er að framleiða svona mikið af ljótu dóti. Fyrir það annað var verðið gjörsamlega uppúr öllu valdi. Þá held ég að það sé skárra að sjoppa í Penzing bara, ha, eða í Meidling, þar sem maður fær sama draslið, en hins vegar á spottprís. Og glögg og púns getur maður sömuleiðis keypt hér í bæ á þrjár Evrur. Pöhh!
Auk þess var markaðurinn þéttsetinn af Ítölum, Þjóðverjum, Rússum og ég veit ekki hvaða útlendingum öðrum sem voru á höttunum eftir ekta austurrísku hygge! Það var ekki þverfótandi fyrir æstum skrílnum sem jú allur vildi kaupa kaupa kaupa sig fullan af jólastemningunni. Við Bernhard reiknuðum ekki með að fá meiri jól útá að kaupa, þannig að við kíktum bara. Í sjónvarpinu sama kvöld var tekið viðtal við nokkra af þessum sömu skransölum og þeir sögðu margir: "Uppáhalds kúnnarnir eru Ítalarnir. Þeir eru kaupglaðir. Hinir skoða bara."
Jeps, við horfðum MIKIÐ á sjónvarpið um helgina. Enda komin með sjúklega löngun eftir margra mánaða sjónvarpspásu. Og það var vont. Mjög vont. Ég held að ég hafi aldrei á ævinni horft á jafn mikið rusl í einum trekk. Og það þess vitandi!!! Ótrúlegt.
Ég er alveg að sjá það að í jólamánuðinum verður kitsch inn. Merkilegt nokk. Á mörgum hurðunum í stigaganginum er búið að hengja jólakransa, sem er alls ekki slæmt. En það sem er slæmt er að þeir eru skemmtilega misjafnlega fallegir. Sumum jaðrar við að vera úr geymslunni hjá afa, síðan á sjötta áratugnum. Hins vegar er það mjög eðlilegt og jafnvel bráðnauðsynlegt að skreyta á sinn hátt, og svona krans getur í rauninni sagt mikið um hver býr á bak við dyrnar. Það er í sjálfu sér athyglisvert og ætti fólk jafnvel að skreyta dyrnar hjá sér allan ársins hring.
Lifi ornamentið!
miðvikudagur, desember 03, 2003
...Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég FER í fríið!
Búið að vera meira að gera í vinnunni hjá mér í þessari viku. Ástæðan er sú að ég er á leiðinni til Salzburg með mínum ástkæra um hádegisbil á morgun. Við verðum þar fram á mánudagskvöld og sjáum líklega eitthvað af landinu í leiðinni.
Mmmm, frí! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta þýðir fyrir mig. Nýr heimur!
Annars fékk ég góða hugmynd í lestinni á leiðinni heim í kvöld:
Græðum Afganistan!
Með hverjum lítra sem þú kaupir af bensíni, rennur ein króna af verðinu til samevrópska lúpínuverkefnisins "Græðum Afganistan". Eftir tuttugu ár verður landið fullgróið, landbúnaður getur hafist að nýju, landið verður aftur túristavænt og já... Al Quaida verður ekki annað en stórt mjólkurbú.
Búið að vera meira að gera í vinnunni hjá mér í þessari viku. Ástæðan er sú að ég er á leiðinni til Salzburg með mínum ástkæra um hádegisbil á morgun. Við verðum þar fram á mánudagskvöld og sjáum líklega eitthvað af landinu í leiðinni.
Mmmm, frí! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta þýðir fyrir mig. Nýr heimur!
Annars fékk ég góða hugmynd í lestinni á leiðinni heim í kvöld:
Græðum Afganistan!
Með hverjum lítra sem þú kaupir af bensíni, rennur ein króna af verðinu til samevrópska lúpínuverkefnisins "Græðum Afganistan". Eftir tuttugu ár verður landið fullgróið, landbúnaður getur hafist að nýju, landið verður aftur túristavænt og já... Al Quaida verður ekki annað en stórt mjólkurbú.
laugardagur, nóvember 29, 2003
Laugardagur til lukku
Engin þoka í dag. Héðan sem ég sit við tölvuna sé ég Gloríettuna svo skýrt að ég get talið túristana sem ganga þar um: u.þ.b. þrjátíu manns.
Bernhard sefur inni í rúmi: maðurinn sem hefur varla farið í vinnuna alla vikuna vegna verkefnaleysis. Hann sefur værum blundi og ég er búin að margbrjóta loforðið um að vekja hann eftir hálftíma. Ég held að það sé of seint núna.
Flo /meðbúandinn er kominn með hjásvæfu. Hann mætir hér þriðja hvern dag og fer í sturtu og skiptir um föt og líður um eins og ballerína. Eða réttara sagt svífur um. Glottandi og horfir dreyminn út í loftið. Je minn, það þarf ekki mikið til að gleðja karlmanninn.
Svona uppá slorið get ég sagt ykkur að stúlkan sem hann sefur hjá er sveitastelpa héðan að norðan, talar með ljótum hreim, hálfljóshærð og með frunsu. Lyktar mjög illa (svitalykt plús kæfandi fcuk-ilmur (þessi með appelsínulyktinni)), við höfum þurft að lofta íbúðina algjörlega út síðustu skipti sem hún var hér.
Það góða við þetta er: maðurinn er glaður og við höfum íbúðina fyrir okkur. Júbbí!
Þess utan hef ég fengið martraðir síðustu nætur út af Blumengasse verkefninu. Í nótt stóð ég í tröppunum (ótrúlegt hversu vel maður getur ímyndað sér óbyggt hús) og þær voru að hrynja. Auk þess hafði höfuðpaurinn gert hótanir sínar um græna litinn í stigaganginum að veruleika. Hryllilegt. Seinna í draumnum var ég komin upp í þakíbúðina og það var einhvern veginn ekki alveg að gera sig að glerið gengur frá lofti og niður til u.þ.b. 70 cm hás veggs. Hvernig eigum við að setja hurðina út á svalir? Þetta er svakalega flókið. Svo ekki sé minnst á vandræðin sem við erum í útaf gegnumgangandi glervegg "í gegnum" svífandi þakverönd... Jæja, ég ætla ekki að flækja líf mitt með vangaveltum um konstrúktív vandamál lengur. Svefninn sér um það.
Engin þoka í dag. Héðan sem ég sit við tölvuna sé ég Gloríettuna svo skýrt að ég get talið túristana sem ganga þar um: u.þ.b. þrjátíu manns.
Bernhard sefur inni í rúmi: maðurinn sem hefur varla farið í vinnuna alla vikuna vegna verkefnaleysis. Hann sefur værum blundi og ég er búin að margbrjóta loforðið um að vekja hann eftir hálftíma. Ég held að það sé of seint núna.
Flo /meðbúandinn er kominn með hjásvæfu. Hann mætir hér þriðja hvern dag og fer í sturtu og skiptir um föt og líður um eins og ballerína. Eða réttara sagt svífur um. Glottandi og horfir dreyminn út í loftið. Je minn, það þarf ekki mikið til að gleðja karlmanninn.
Svona uppá slorið get ég sagt ykkur að stúlkan sem hann sefur hjá er sveitastelpa héðan að norðan, talar með ljótum hreim, hálfljóshærð og með frunsu. Lyktar mjög illa (svitalykt plús kæfandi fcuk-ilmur (þessi með appelsínulyktinni)), við höfum þurft að lofta íbúðina algjörlega út síðustu skipti sem hún var hér.
Það góða við þetta er: maðurinn er glaður og við höfum íbúðina fyrir okkur. Júbbí!
Þess utan hef ég fengið martraðir síðustu nætur út af Blumengasse verkefninu. Í nótt stóð ég í tröppunum (ótrúlegt hversu vel maður getur ímyndað sér óbyggt hús) og þær voru að hrynja. Auk þess hafði höfuðpaurinn gert hótanir sínar um græna litinn í stigaganginum að veruleika. Hryllilegt. Seinna í draumnum var ég komin upp í þakíbúðina og það var einhvern veginn ekki alveg að gera sig að glerið gengur frá lofti og niður til u.þ.b. 70 cm hás veggs. Hvernig eigum við að setja hurðina út á svalir? Þetta er svakalega flókið. Svo ekki sé minnst á vandræðin sem við erum í útaf gegnumgangandi glervegg "í gegnum" svífandi þakverönd... Jæja, ég ætla ekki að flækja líf mitt með vangaveltum um konstrúktív vandamál lengur. Svefninn sér um það.
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Slörið og hinn vestræni heimur
Mig hefur lengi langað til að tjá mig um þessa slörumræðu Dana. Las grein í Weekendavisen (síðan um helgina) um einmitt þessa umræðu: á að banna múslímskum konum að ganga með slör á opinberum stöðum?
Hér fékk ég loks að vita hvar í kóraninum það stendur að konur eigi að hylja sig. Þetta er þegar spámaðurinn sér að dóttir sín er orðin fullþroska ung kona. Þegar þetta rennur upp fyrir honum segir hann við dóttur sína: "þegar stúlkur eru komnar á túr eiga þær ekki að sýna annað af líkama sínum en þetta og þetta" og bendir á andlit og hendur. Ég veit ekki af hverju þetta fékk mig til að hugsa, en hér finnst mér í rauninni skýna í ástúð föðurs fyrir dóttur; hann getur ekki hugsað sér að karlmenn girnist dóttur hans (sem ábyggilega er eftir hefðinni lofuð öðrum). Í rauninni hefur hulan í þessu tilfelli ekki mikið með hina giftu konu að gera, heldur þá ungu konu sem hann er hræddur um að missa út í lífið og frá þeim samningi sem hann hefur gert um að gifta hana.
Eftir því sem ég best get skilið af "innamoramento e amore" (Francesco Alberoni), er þessi hulning í raun mjög skiljanleg í samfélagi sem afneitar því að verða "ásfanginn" sem í raun er vestrænt fyrirbæri. Í múslímsku samfélagi er það nauðsynlegt að styrkja hjónabandið sem stofnun, það er ekki leyfilegt að verða ástfanginn af öðrum en þeim maka sem þér er ætlaður, og þar með verður hulning konunnar í rauninni einfaldasta lausnin. Hún er heima og sér um börnin á meðan maðurinn er úti að vinna: lífið væri þeim jú óbærilegt ef þeir þyrftu að ganga um huldir frá toppi til táar allan daginn bara vegna þess að stelpurnar mættu ekki sjá þá. Önnur skýring er að Múhammeð vissi vel að karlmenn eiga auðveldara með að verða graðir, vegna þess einfaldlega að þeir verða að sleppa sæðinu lausu með reglulegu millibili.
Ef þetta allt saman er leið til að styrkja hjónabandið sem stofnun, sem í raun er DYGGÐ í sjálfu sér (þ.e.a.s. að vera trúr; engin kona (sérstaklega ekki alin upp í múslímsku landi þar sem hún hefur enga stöðu í samfélaginu aðra en að vera móðir) vil vera skilin eftir með tíu börn í illra hirtri íbúð í Kabúl), hvað er þá rangt við það að ganga með slör? Og ef kærleikur mannsins til hennar styrkist af því að vita að hún er hans og enskis annars, að enginn annar fær að SJÁ hana eins og hann sér hana heima og þar með aftrar honum frá að fara frá henni vegna annarar konu, þá er slörið í rauninni lífsnauðsynlegt áhald þessara kvenna.
Það er ekki hægt að segja mér að þetta sé kvennahatur eða að konurnar vilji þetta ekki sjálfar, það erum við sem viljum gjarnan að allir séu og láti eins og við gerum hérna fyrir vestan. Þetta er einfalt samkomulag manna og kvenna á milli, og er í rauninni styrkur þess samfélags sem þau lifa í. Ég held að fæstar kvennana vilji vinna úti, þær eiga kannski fimm eða tíu börn, það eru ekki til neinir leikskólar, þær hafa aldrei unnið úti og ef þær gerðu það þá myndu allir halda að fjölskyldan væri að deyja úr hungri og þau væru bláfátæk. Það myndi einfaldlega enginn skilja að konuna "langaði til" að vinna úti. Og ef þær vinna ekki úti er það nauðsynlegt að halda í peningavélina: eiginmanninn. Og hvernig gerir maður það? Maður leggur einfaldlega áherslu á dyggðir múhameðstrúarinnar og sýnir manninum í verki að hann er "hinn eini rétti" fyrir sig.
Ef við hins vegar lítum í eigin barm, í það samfélag sem við búum í, þá er ég hrædd um að við séum komin yfir í hinar öfgarnar. Ef Múhammeð var hræddur um að táningurinn myndi tæla karlmenn úti í bæ með nöktum ökkla, myndi honum ekki blöskra Britney-style magablússurnar, niðurskornar gallabuxur þar sem sést í g-strenginn og alla andlitsmállinguna sem jafnvel stúlkur undir táningsaldri ganga með?
Hvernig vill það til að í okkar samfélagi er það einmitt orðin dyggð að "selja sjálfan sig"? Að vera aðlaðandi, að geta tælt svo marga og vona að maður einn daginn hitti "hinn/a eina/u rétta/u"? Við vitum nefnilega að í rauninni er enginn "réttur" til. Það er of mikið af fólki í heiminum, við lifum of góðu lífi og við erum of frjáls. Við þurfum ekki á hvoru öðru að halda, það er nefnilega allt í lagi (nei, ekki allt í lagi, heldur SJÁLFSAGT!) að við konur vinnum úti og séum sjálfum okkur nægar. Við dröslumst að vísu enn með barneignina, en sem betur fer gerðu fyrirrennarar okkar leikskóla að eðlilegum og sjálfsögðum hlut, og þar með er hlutverki okkar á heimilinu í rauninni ofaukið.
Stundum hugsa ég að konur frá miðausturlöndum á mínum aldri sem eru aldar upp í hinum vestræna heimi séu heppnustu konur í heimi: þær geta valið að fara út á vinnumarkaðinn, þar sem það kemur sér betur fjárhagslega og þykir eðlilegast í samfélaginu, eða þær geta valið að vera heimavinnandi þegar þær hafa eignast fyrsta barnið, en þar að auki hafa þær blæjuna og festa þar með mennina í hefðum foreldranna: þú verður hjá mér vegna þess að ég er góð og dyggðug kona. Þær þurfa aldrei að vera hræddar um að mennirnir fari frá þeim. Af hverju ættum við að banna þeim það?
Mig hefur lengi langað til að tjá mig um þessa slörumræðu Dana. Las grein í Weekendavisen (síðan um helgina) um einmitt þessa umræðu: á að banna múslímskum konum að ganga með slör á opinberum stöðum?
Hér fékk ég loks að vita hvar í kóraninum það stendur að konur eigi að hylja sig. Þetta er þegar spámaðurinn sér að dóttir sín er orðin fullþroska ung kona. Þegar þetta rennur upp fyrir honum segir hann við dóttur sína: "þegar stúlkur eru komnar á túr eiga þær ekki að sýna annað af líkama sínum en þetta og þetta" og bendir á andlit og hendur. Ég veit ekki af hverju þetta fékk mig til að hugsa, en hér finnst mér í rauninni skýna í ástúð föðurs fyrir dóttur; hann getur ekki hugsað sér að karlmenn girnist dóttur hans (sem ábyggilega er eftir hefðinni lofuð öðrum). Í rauninni hefur hulan í þessu tilfelli ekki mikið með hina giftu konu að gera, heldur þá ungu konu sem hann er hræddur um að missa út í lífið og frá þeim samningi sem hann hefur gert um að gifta hana.
Eftir því sem ég best get skilið af "innamoramento e amore" (Francesco Alberoni), er þessi hulning í raun mjög skiljanleg í samfélagi sem afneitar því að verða "ásfanginn" sem í raun er vestrænt fyrirbæri. Í múslímsku samfélagi er það nauðsynlegt að styrkja hjónabandið sem stofnun, það er ekki leyfilegt að verða ástfanginn af öðrum en þeim maka sem þér er ætlaður, og þar með verður hulning konunnar í rauninni einfaldasta lausnin. Hún er heima og sér um börnin á meðan maðurinn er úti að vinna: lífið væri þeim jú óbærilegt ef þeir þyrftu að ganga um huldir frá toppi til táar allan daginn bara vegna þess að stelpurnar mættu ekki sjá þá. Önnur skýring er að Múhammeð vissi vel að karlmenn eiga auðveldara með að verða graðir, vegna þess einfaldlega að þeir verða að sleppa sæðinu lausu með reglulegu millibili.
Ef þetta allt saman er leið til að styrkja hjónabandið sem stofnun, sem í raun er DYGGÐ í sjálfu sér (þ.e.a.s. að vera trúr; engin kona (sérstaklega ekki alin upp í múslímsku landi þar sem hún hefur enga stöðu í samfélaginu aðra en að vera móðir) vil vera skilin eftir með tíu börn í illra hirtri íbúð í Kabúl), hvað er þá rangt við það að ganga með slör? Og ef kærleikur mannsins til hennar styrkist af því að vita að hún er hans og enskis annars, að enginn annar fær að SJÁ hana eins og hann sér hana heima og þar með aftrar honum frá að fara frá henni vegna annarar konu, þá er slörið í rauninni lífsnauðsynlegt áhald þessara kvenna.
Það er ekki hægt að segja mér að þetta sé kvennahatur eða að konurnar vilji þetta ekki sjálfar, það erum við sem viljum gjarnan að allir séu og láti eins og við gerum hérna fyrir vestan. Þetta er einfalt samkomulag manna og kvenna á milli, og er í rauninni styrkur þess samfélags sem þau lifa í. Ég held að fæstar kvennana vilji vinna úti, þær eiga kannski fimm eða tíu börn, það eru ekki til neinir leikskólar, þær hafa aldrei unnið úti og ef þær gerðu það þá myndu allir halda að fjölskyldan væri að deyja úr hungri og þau væru bláfátæk. Það myndi einfaldlega enginn skilja að konuna "langaði til" að vinna úti. Og ef þær vinna ekki úti er það nauðsynlegt að halda í peningavélina: eiginmanninn. Og hvernig gerir maður það? Maður leggur einfaldlega áherslu á dyggðir múhameðstrúarinnar og sýnir manninum í verki að hann er "hinn eini rétti" fyrir sig.
Ef við hins vegar lítum í eigin barm, í það samfélag sem við búum í, þá er ég hrædd um að við séum komin yfir í hinar öfgarnar. Ef Múhammeð var hræddur um að táningurinn myndi tæla karlmenn úti í bæ með nöktum ökkla, myndi honum ekki blöskra Britney-style magablússurnar, niðurskornar gallabuxur þar sem sést í g-strenginn og alla andlitsmállinguna sem jafnvel stúlkur undir táningsaldri ganga með?
Hvernig vill það til að í okkar samfélagi er það einmitt orðin dyggð að "selja sjálfan sig"? Að vera aðlaðandi, að geta tælt svo marga og vona að maður einn daginn hitti "hinn/a eina/u rétta/u"? Við vitum nefnilega að í rauninni er enginn "réttur" til. Það er of mikið af fólki í heiminum, við lifum of góðu lífi og við erum of frjáls. Við þurfum ekki á hvoru öðru að halda, það er nefnilega allt í lagi (nei, ekki allt í lagi, heldur SJÁLFSAGT!) að við konur vinnum úti og séum sjálfum okkur nægar. Við dröslumst að vísu enn með barneignina, en sem betur fer gerðu fyrirrennarar okkar leikskóla að eðlilegum og sjálfsögðum hlut, og þar með er hlutverki okkar á heimilinu í rauninni ofaukið.
Stundum hugsa ég að konur frá miðausturlöndum á mínum aldri sem eru aldar upp í hinum vestræna heimi séu heppnustu konur í heimi: þær geta valið að fara út á vinnumarkaðinn, þar sem það kemur sér betur fjárhagslega og þykir eðlilegast í samfélaginu, eða þær geta valið að vera heimavinnandi þegar þær hafa eignast fyrsta barnið, en þar að auki hafa þær blæjuna og festa þar með mennina í hefðum foreldranna: þú verður hjá mér vegna þess að ég er góð og dyggðug kona. Þær þurfa aldrei að vera hræddar um að mennirnir fari frá þeim. Af hverju ættum við að banna þeim það?
mánudagur, nóvember 24, 2003
Höfuðpaurinn er súr
Já, það hlaut að koma að því. Hann er vanur að vera dálítið fúll á mánudögum en í dag var það verra. Ég kom seint í dag. Og fór klukkan hálf sex í staðin fyrir klukkan sex eins og ég geri yfirleitt. Það er að segja ef ekki stendur jafn illa á og í síðustu viku þegar ég fór heim uppúr hálf átta öll kvöld. Hann varð svo súr, ég hef aldrei séð annað eins. Hann sagði ekki neitt, varð bara reiður í andlitinu og horfði fúll í hina áttina, þegar ég sagðist vera að fara. Og þegar ég kom í morgun sagði hann "betra seint en aldrei", HALLÓ! Það er ekki eins og ég fá milljón fyrir að sitja þarna daginn út og inn.
Það versta er að maðurinn sagði við mig þegar hann réð mig að ég gæti "komið og farið eins og mér sýndist", já þetta voru hans eigin orð. Og að vegna þess hann gæti ekki boðið uppá mannsæmandi laun sæi hann þetta eins og "lærlingsstöðu" þar sem maður kemur og fer eins og í skólann.
Til að gera ykkur málið ljósara hef ég í fimm vikur unnið mér fyrir 400 Evrum, sem eru u.þ.b. 2 Evrur á klst (160 ISK)! Og enn hef ég ekki séð þess merki að borgunin komi.
Þannig að ef einhver á rétt á því að vera súr, þá er það ÉG!!!
Það góða við daginn að Bernhard keypti handa mér bangsa í sárabætur. Það er lítill gíraffi og heitir Frantizek.
Já, það hlaut að koma að því. Hann er vanur að vera dálítið fúll á mánudögum en í dag var það verra. Ég kom seint í dag. Og fór klukkan hálf sex í staðin fyrir klukkan sex eins og ég geri yfirleitt. Það er að segja ef ekki stendur jafn illa á og í síðustu viku þegar ég fór heim uppúr hálf átta öll kvöld. Hann varð svo súr, ég hef aldrei séð annað eins. Hann sagði ekki neitt, varð bara reiður í andlitinu og horfði fúll í hina áttina, þegar ég sagðist vera að fara. Og þegar ég kom í morgun sagði hann "betra seint en aldrei", HALLÓ! Það er ekki eins og ég fá milljón fyrir að sitja þarna daginn út og inn.
Það versta er að maðurinn sagði við mig þegar hann réð mig að ég gæti "komið og farið eins og mér sýndist", já þetta voru hans eigin orð. Og að vegna þess hann gæti ekki boðið uppá mannsæmandi laun sæi hann þetta eins og "lærlingsstöðu" þar sem maður kemur og fer eins og í skólann.
Til að gera ykkur málið ljósara hef ég í fimm vikur unnið mér fyrir 400 Evrum, sem eru u.þ.b. 2 Evrur á klst (160 ISK)! Og enn hef ég ekki séð þess merki að borgunin komi.
Þannig að ef einhver á rétt á því að vera súr, þá er það ÉG!!!
Það góða við daginn að Bernhard keypti handa mér bangsa í sárabætur. Það er lítill gíraffi og heitir Frantizek.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Meiri þoka og jólaföndrið byrjar í dag
Borgin er að drukkna í þoku. Hún flýtur um allt eins og mjólkurský í vatni. Hér sést ekki út á næsta götuhorn.
Ég var að drukkna úr vinnu alla síðustu viku, og vann yfirvinnu uppá hvern dag eins og alvöru arkítektanema sæmir. Ég er við að fá alveg nóg af þessu verkefni, en mér sýnist ég verða að fá prófessorinn til að samþykkja þetta sem skólaverkefnið fyrir þessa önn, því ég nota of mikinn tíma í vinnunni og hef þar af leiðandi engan tíma til að sinna önnum verkefnum.
EN: í dag er frídagur, ég ákvað að í dag skyldi ég ekki gera neitt. En manneskja eins og ég á erfitt með að hemja sköpunargleðina (að sjálfsögðu) og ákvað þess vegna að kaupa mér föndurpappír í Libro og byrja jólaföndrið í dag. Mér tókst að gera einn "hjartapoka" áður en ég hálf gafst upp. Þetta er næstum jafn erfitt og í vinnunni!!! Það er miklu meira frí í að horfa út í loftið held ég bara.
Það mikilvægasta er: ég lifi af. Jafnvel í þokunni.
Borgin er að drukkna í þoku. Hún flýtur um allt eins og mjólkurský í vatni. Hér sést ekki út á næsta götuhorn.
Ég var að drukkna úr vinnu alla síðustu viku, og vann yfirvinnu uppá hvern dag eins og alvöru arkítektanema sæmir. Ég er við að fá alveg nóg af þessu verkefni, en mér sýnist ég verða að fá prófessorinn til að samþykkja þetta sem skólaverkefnið fyrir þessa önn, því ég nota of mikinn tíma í vinnunni og hef þar af leiðandi engan tíma til að sinna önnum verkefnum.
EN: í dag er frídagur, ég ákvað að í dag skyldi ég ekki gera neitt. En manneskja eins og ég á erfitt með að hemja sköpunargleðina (að sjálfsögðu) og ákvað þess vegna að kaupa mér föndurpappír í Libro og byrja jólaföndrið í dag. Mér tókst að gera einn "hjartapoka" áður en ég hálf gafst upp. Þetta er næstum jafn erfitt og í vinnunni!!! Það er miklu meira frí í að horfa út í loftið held ég bara.
Það mikilvægasta er: ég lifi af. Jafnvel í þokunni.
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Þokuborgin ógurlega
Hvít þoka umlukti borgina í dag. Það var ómögulegt að sjá til Gloríettunnar, við vorum sem týnd í götunni okkar. Við hefðum alveg eins getað búið í litlum bæ uppi í sveit, svo lítið af borginni sá ég út um gluggann.
Þegar við komum út á götu (eftir að hafa nauðað í Bernhardi í mjög langan tíma vegna þess að ég vildi hafa einhvern að tala við í göngutúrnum), kom í ljós að borgin lá þarna í þokunni, jafn sótug og vot og hún á að sér að vera á vetrardögum.
Göngutúrinn langi varð í Prater, langa garðinum niðri við Dóná. Þar er ekki meira né minna en fimm kílómetra höfuðstígur, sem við spásséruðum að enda. Stígurinn var einstaklega fallegur í þokunni, það var eins og að ganga að enda veraldar, því við sáum aldrei fyrir endann á honum. Flest kastaníutréin hafa misst öll laufin núna, þau standa dökk, nakin og næstum því draugaleg í þokunni.
Ég er byrjuð að lesa Banana Yoshimoto: N.P á þýsku. Það gengur ótrúlega vel, þökk sé hreinleika japansk skrifmáls (held ég), þótt margt tapist líklega í þýðingunni. Mig langaði að lesa eitthvað og ákvað að lesa á þýsku í staðinn fyrir að taka bók á ensku. Yoshimoto skrifar seðjandi bækur, svo ótrúlega flóknar, spennandi en samt svo, já hvað get ég sagt: hreinar.
Ég kemst ekkert áfram með verkefnið fyrir skólann, ég VIL ekki vinna allar helgar þegar ég er búin að vinna til klukkan sex eða sjö alla vikuna. Er það ekki skiljanlegt? En ég verð að gera verkefnið og það tekst nú allra líklegast, þ.e.a.s. ef ég er dugleg. :-/
Hvít þoka umlukti borgina í dag. Það var ómögulegt að sjá til Gloríettunnar, við vorum sem týnd í götunni okkar. Við hefðum alveg eins getað búið í litlum bæ uppi í sveit, svo lítið af borginni sá ég út um gluggann.
Þegar við komum út á götu (eftir að hafa nauðað í Bernhardi í mjög langan tíma vegna þess að ég vildi hafa einhvern að tala við í göngutúrnum), kom í ljós að borgin lá þarna í þokunni, jafn sótug og vot og hún á að sér að vera á vetrardögum.
Göngutúrinn langi varð í Prater, langa garðinum niðri við Dóná. Þar er ekki meira né minna en fimm kílómetra höfuðstígur, sem við spásséruðum að enda. Stígurinn var einstaklega fallegur í þokunni, það var eins og að ganga að enda veraldar, því við sáum aldrei fyrir endann á honum. Flest kastaníutréin hafa misst öll laufin núna, þau standa dökk, nakin og næstum því draugaleg í þokunni.
Ég er byrjuð að lesa Banana Yoshimoto: N.P á þýsku. Það gengur ótrúlega vel, þökk sé hreinleika japansk skrifmáls (held ég), þótt margt tapist líklega í þýðingunni. Mig langaði að lesa eitthvað og ákvað að lesa á þýsku í staðinn fyrir að taka bók á ensku. Yoshimoto skrifar seðjandi bækur, svo ótrúlega flóknar, spennandi en samt svo, já hvað get ég sagt: hreinar.
Ég kemst ekkert áfram með verkefnið fyrir skólann, ég VIL ekki vinna allar helgar þegar ég er búin að vinna til klukkan sex eða sjö alla vikuna. Er það ekki skiljanlegt? En ég verð að gera verkefnið og það tekst nú allra líklegast, þ.e.a.s. ef ég er dugleg. :-/
laugardagur, nóvember 15, 2003
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Ég held ég sé að kæfa sjálfa mig í vinnu. Ég geri ekki annað en að vinna finnst mér.
Það er að koma mynd á verkefnið í vinnunni, þetta verður þokkalegt. Ég er að verða ánægð með útkomuna, en er að verða þreytt á verkefninu samt. Gerd höfuðpaur myndi halda mér fram á vor ef hann gæti, allavega varð hann eitthvað aumur þegar ég sagðist vera á leið til Kaupmannahafnar aftur. Ég hélt annars að ég hafði sagt honum það mjög skýrt í atvinnuviðtalinu en hann hafði greinilega gleymt því í millitíðinni! Schade, sagði hann og ég veit ekki betur en glitt hafi í tár í hægra augnkrók.
Ég fór annars á Matrix 3 í gærkvöldi með Claudiu. Fannst einhvern veginn lítið til þeirrar kvikmyndar koma. Ég fattaði reyndar ekki neitt í byrjun því ég sá ekki mynd nr. 2, en varð fljótt með á nótunum (eins og þegar maður dettur inn í Bold and Beautiful hjá mömmu). Þetta var sama ameríska dellan og venjulega, með krossfestingu frelsarans í endanum og til að gera það enn dramatískara, dauði Maríu Magdalenu tæpu korteri fyrr. Myndin er annars stútfull af klisjukendu kossaflensi the Hollywood way, hálfþreyttum bardagasenum (því maður vill jú alltaf eitthvað BETRA, þokkafullra en síðast), "óvæntum" happy ending og ósívílíseruðu blóðbaði. Hins vegar er myndin ágætlega leikin á köflum, tæknilega séð "up to date", með mjög vel gerðum tölvumódelum (enginn DOOM yfir henni þessari), fullkomnri lýsingu og jú, að sjálfsögðu fallegum leikurum.
Þá hafiði það, þið sem ekki hafið séð hana!
Það er að koma mynd á verkefnið í vinnunni, þetta verður þokkalegt. Ég er að verða ánægð með útkomuna, en er að verða þreytt á verkefninu samt. Gerd höfuðpaur myndi halda mér fram á vor ef hann gæti, allavega varð hann eitthvað aumur þegar ég sagðist vera á leið til Kaupmannahafnar aftur. Ég hélt annars að ég hafði sagt honum það mjög skýrt í atvinnuviðtalinu en hann hafði greinilega gleymt því í millitíðinni! Schade, sagði hann og ég veit ekki betur en glitt hafi í tár í hægra augnkrók.
Ég fór annars á Matrix 3 í gærkvöldi með Claudiu. Fannst einhvern veginn lítið til þeirrar kvikmyndar koma. Ég fattaði reyndar ekki neitt í byrjun því ég sá ekki mynd nr. 2, en varð fljótt með á nótunum (eins og þegar maður dettur inn í Bold and Beautiful hjá mömmu). Þetta var sama ameríska dellan og venjulega, með krossfestingu frelsarans í endanum og til að gera það enn dramatískara, dauði Maríu Magdalenu tæpu korteri fyrr. Myndin er annars stútfull af klisjukendu kossaflensi the Hollywood way, hálfþreyttum bardagasenum (því maður vill jú alltaf eitthvað BETRA, þokkafullra en síðast), "óvæntum" happy ending og ósívílíseruðu blóðbaði. Hins vegar er myndin ágætlega leikin á köflum, tæknilega séð "up to date", með mjög vel gerðum tölvumódelum (enginn DOOM yfir henni þessari), fullkomnri lýsingu og jú, að sjálfsögðu fallegum leikurum.
Þá hafiði það, þið sem ekki hafið séð hana!
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Það sem maður viðurkennir síðla kvölds:
Góðir hálsar,
Stefán Arason er inn.
Auk þess er tunglmyrkvi í kvöld.
Góðir hálsar,
Stefán Arason er inn.
Auk þess er tunglmyrkvi í kvöld.
laugardagur, nóvember 08, 2003
Haustlitirnir og leikritið í útvarpinu
Það er komið haust. Næstum því vetur. Útum gluggann sé ég ekkert nema litrík lauf trjánna. Birkið er þykk gulbrúnt, skyrækkeren er ljósbrúnn eins og útibarið trédekk, kirsuberjatréð er blóðappelsínugult. Þar á mili standa blágrenið og furan, stöðug í grænu hulunni. Gloríettan er orðin gráleit í þokunni sem leggst yfir borgina á þessum tíma árs, í gráu ljósinu verða litirnir svo skærir, svo réttir.
Leikritið í útvarpinu snýst um ástir og erfiðleika í Rússlandi á stríðstíma (Dostojevskí). "Fyrirgefðu Katsjenka, ég er bara fátækur maður. Ég get ekki gert neitt, ég hef engin ráð!" Þetta virkar svo ólíklegt allt saman. Fyrir það fyrsta; útvarpsleikrit. Eftir að vera mötuð á sjónvarpsefni frá barnsfæðingu, finnst manni leikrit í útvarpi ósköp yfirlætisleg, jafnvel illa leikin. Kannski á maður svona erfitt með að ímynda sér þau, hljóðlúksuss kvikmyndanna hefur minnkað getu okkar til að ímynda okkur í eyðurnar. Fyrir það annað: stríð! Hvað er það? Hér á þjóðhátíðardaginn síðasta var ég jú minnt á hversu langt stríðsástand er frá okkur: þessar fínu stríðsvélar sem austurríski herinn var að kaupa sér vitna jú um að stríð er orðið eitthvað sem maður sér í sjónvarpinu. Eitthvað sem maður getur reddað fyrir horn ef maður á svona fínar stríðsflugvélar. Búmm búmm og svo er það búið, maður verður ekki einu sinni skítugur um hendurnar.
Talandi um skítugar hendur, ég gæfi mikið fyrir að komast í almennilega vinnu í augnablikinu, til að fá hendurnar í mold. Vinna úti og sjá afrakstur erfiðisins. Ég segi það, ég hefði átt að verða garðyrkjufræðingur!
Lokaorðin í útvarpsleikriti dagsins voru: "Morgen wird ein schöner Tag". Ég efa það nú. Í dag er ótrúlega fallegur dagur. Maðurinn minn sofandi svo vært inni í rúmi og ég í fullkomnum friði með sjálfri mér og verkefninu mínu. Í kvöld: matur hjá tengdó. Hversu mikils annars getur kvenmaður óskað sér?! ;-D
Það er komið haust. Næstum því vetur. Útum gluggann sé ég ekkert nema litrík lauf trjánna. Birkið er þykk gulbrúnt, skyrækkeren er ljósbrúnn eins og útibarið trédekk, kirsuberjatréð er blóðappelsínugult. Þar á mili standa blágrenið og furan, stöðug í grænu hulunni. Gloríettan er orðin gráleit í þokunni sem leggst yfir borgina á þessum tíma árs, í gráu ljósinu verða litirnir svo skærir, svo réttir.
Leikritið í útvarpinu snýst um ástir og erfiðleika í Rússlandi á stríðstíma (Dostojevskí). "Fyrirgefðu Katsjenka, ég er bara fátækur maður. Ég get ekki gert neitt, ég hef engin ráð!" Þetta virkar svo ólíklegt allt saman. Fyrir það fyrsta; útvarpsleikrit. Eftir að vera mötuð á sjónvarpsefni frá barnsfæðingu, finnst manni leikrit í útvarpi ósköp yfirlætisleg, jafnvel illa leikin. Kannski á maður svona erfitt með að ímynda sér þau, hljóðlúksuss kvikmyndanna hefur minnkað getu okkar til að ímynda okkur í eyðurnar. Fyrir það annað: stríð! Hvað er það? Hér á þjóðhátíðardaginn síðasta var ég jú minnt á hversu langt stríðsástand er frá okkur: þessar fínu stríðsvélar sem austurríski herinn var að kaupa sér vitna jú um að stríð er orðið eitthvað sem maður sér í sjónvarpinu. Eitthvað sem maður getur reddað fyrir horn ef maður á svona fínar stríðsflugvélar. Búmm búmm og svo er það búið, maður verður ekki einu sinni skítugur um hendurnar.
Talandi um skítugar hendur, ég gæfi mikið fyrir að komast í almennilega vinnu í augnablikinu, til að fá hendurnar í mold. Vinna úti og sjá afrakstur erfiðisins. Ég segi það, ég hefði átt að verða garðyrkjufræðingur!
Lokaorðin í útvarpsleikriti dagsins voru: "Morgen wird ein schöner Tag". Ég efa það nú. Í dag er ótrúlega fallegur dagur. Maðurinn minn sofandi svo vært inni í rúmi og ég í fullkomnum friði með sjálfri mér og verkefninu mínu. Í kvöld: matur hjá tengdó. Hversu mikils annars getur kvenmaður óskað sér?! ;-D
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Hið fyrsta tölvumódel /sbr hið fyrsta spor
Jebb, ég sit og reyni eins og rjúpa við staur (hvaðan í fjandanum kom það máltæki) að töfra fram tölvumódel af þeim stað þar sem ég ætla að gera verkefnið mitt. Þið getið rétt: þetta er mitt fyrsta tölvumódel. Ég skammast mín svo sem lítið fyrir það að hafa ekki látið heillast af slíkum módelum fyrr, þetta er ósköp lógískt þegar maður setur sig inn í það. Hefur bara alltaf þótt þessi módel svo ljót en ákvað að nú væri ég orðin of fullorðin til að sleppa því lengur.
Ég er að ná mér eftir helgina svona smátt og smátt. Svona eftir á að hyggja var samkeppnin betri en ég hélt á meðan við vorum að vinna að henni, ekki svo slæmt, við vorum með góðar hugmyndir en ekki nægan starfskraft kannski til að sýna allt sem í hugmyndunum bjó.
Hef verið ansi léleg í mætingu í vinnuna í þessari viku, ég held að Gerd (höfuðpaurinn) sé ekkert of hrifinn af því, en ég reyni að minka þessa fráveru. Stundum verður maður bara að sofa.
Ég verð betri og betri í þýsku, tala enda þýsku allan daginn í vinnunni. Það er drulluerfitt eins og þið getið ímyndað ykkur, en ég er að ná tökum á þessu, sérstaklega linu eLLunum sem eiga að gefa í skyn að maður komi frá "verri helmingi" bæjarins. Claudia, stúlkan sem ég vinn með og neitar að vinna meira en fimm tíma á dag fyrir sömu laun og ég og Daniela (sú albanska) er annars ágætur vinnufélagi, talar stanslaust sem náttúrlega er prima fyrir mig, þar eð ég læri mikið af henni. Hún segir líka "irrsinnig" sem kemur sér vel fyrst ég fíla það orð. Hún hefur samt greinilega fordóma gagnvart hverju sem er (t.d. fólki sem kemur frá Meidling (þar sem verkamennirnir búa) en er sjálf frá Ottakring, sem er ekki mikið betra hverfi ef maður býr þar sem foreldrar B. búa). T.d. hef ég heyrt mikið um hvernig Þjóðverjar eru, hvernig Tyrkir eru, hvernig svartir eru, hvernig þetta lið frá Meidling er, hvernig helvítis Englendingarnir eru. Mjög interessant og segir mér meira um hana en þessa ágætu þjóðflokka. Brynja: hér er case fyrir nútímarannsóknir á sýn ungs fólks á minnihlutahópum og öðrum hópum. Ég fíla mig eins og í einu stanslausu opnu rannsóknarviðtali. Mjög athyglisvert.
Jebb, ég sit og reyni eins og rjúpa við staur (hvaðan í fjandanum kom það máltæki) að töfra fram tölvumódel af þeim stað þar sem ég ætla að gera verkefnið mitt. Þið getið rétt: þetta er mitt fyrsta tölvumódel. Ég skammast mín svo sem lítið fyrir það að hafa ekki látið heillast af slíkum módelum fyrr, þetta er ósköp lógískt þegar maður setur sig inn í það. Hefur bara alltaf þótt þessi módel svo ljót en ákvað að nú væri ég orðin of fullorðin til að sleppa því lengur.
Ég er að ná mér eftir helgina svona smátt og smátt. Svona eftir á að hyggja var samkeppnin betri en ég hélt á meðan við vorum að vinna að henni, ekki svo slæmt, við vorum með góðar hugmyndir en ekki nægan starfskraft kannski til að sýna allt sem í hugmyndunum bjó.
Hef verið ansi léleg í mætingu í vinnuna í þessari viku, ég held að Gerd (höfuðpaurinn) sé ekkert of hrifinn af því, en ég reyni að minka þessa fráveru. Stundum verður maður bara að sofa.
Ég verð betri og betri í þýsku, tala enda þýsku allan daginn í vinnunni. Það er drulluerfitt eins og þið getið ímyndað ykkur, en ég er að ná tökum á þessu, sérstaklega linu eLLunum sem eiga að gefa í skyn að maður komi frá "verri helmingi" bæjarins. Claudia, stúlkan sem ég vinn með og neitar að vinna meira en fimm tíma á dag fyrir sömu laun og ég og Daniela (sú albanska) er annars ágætur vinnufélagi, talar stanslaust sem náttúrlega er prima fyrir mig, þar eð ég læri mikið af henni. Hún segir líka "irrsinnig" sem kemur sér vel fyrst ég fíla það orð. Hún hefur samt greinilega fordóma gagnvart hverju sem er (t.d. fólki sem kemur frá Meidling (þar sem verkamennirnir búa) en er sjálf frá Ottakring, sem er ekki mikið betra hverfi ef maður býr þar sem foreldrar B. búa). T.d. hef ég heyrt mikið um hvernig Þjóðverjar eru, hvernig Tyrkir eru, hvernig svartir eru, hvernig þetta lið frá Meidling er, hvernig helvítis Englendingarnir eru. Mjög interessant og segir mér meira um hana en þessa ágætu þjóðflokka. Brynja: hér er case fyrir nútímarannsóknir á sýn ungs fólks á minnihlutahópum og öðrum hópum. Ég fíla mig eins og í einu stanslausu opnu rannsóknarviðtali. Mjög athyglisvert.
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Þetta var nú meira vesenið.
Eins og ég hata stress held ég að ég hafi valið ranga atvinnugrein. Þetta voru mistök. Allt saman. Hefði átt að verða matvælafræðingur. Bókasafnsfræðingur. Fornminjasali.
En jú, nú er samkeppnin send af stað. Það tókst þá, með tveimur svefnlausum nóttum. Og það fyndna: við fengum bíl föðursins lánaðan á sunnudagskvöldið til að keyra heim (við fengum leyfi til að prenta á skrifstofunni hans) og klukkan hálf fjögur vorum við búin og að sjálfsögðu geðveikt þreytt, þannig að við nenntum ekki að leita neitt sérstaklega lengi að bílastæði, en fundum ekkert þannig að við lögðum bílnum á fjölförnum vegi ekki langt frá. Næsta dag klukkan 9 þurftum við svo að fara með pakkann á pósthúsið og höfðum skilið hann eftir í bílnum um nóttina. Viti menn: bíllinn er horfinn. Sjáum þá skilti ekki langt frá þar sem stendur að það megi ekki leggja þar frá klukkan hálf sjö til níu á morgnanna! Bad luck!
Jú, samkeppnin enn í bílnum og nú hófst kapphlaupið um að ná á pósthúsið fyrir klukkan þrjú þegar fresturinn hljóp út. Jú, jú, ekki er frá öðru að segja en að það heppnaðist eftir klukkutíma túr með lest og strætó og hálftíma labbi á milli hraðbrautaútkeyrslna einhvers staðar langt útí sveit. Spennandi.
Og ég er svo þreytt að ég held augnalokunum ekki uppi. Ég þurfti náttúrlega að mæta í vinnu í gær og vinna upp alla tímana sem ég kom of seint, þannig að ég hef enn ekki náð mér eftir uppistandið.
En það gerist líklega fljótlega.
Vonum við.
Eins og ég hata stress held ég að ég hafi valið ranga atvinnugrein. Þetta voru mistök. Allt saman. Hefði átt að verða matvælafræðingur. Bókasafnsfræðingur. Fornminjasali.
En jú, nú er samkeppnin send af stað. Það tókst þá, með tveimur svefnlausum nóttum. Og það fyndna: við fengum bíl föðursins lánaðan á sunnudagskvöldið til að keyra heim (við fengum leyfi til að prenta á skrifstofunni hans) og klukkan hálf fjögur vorum við búin og að sjálfsögðu geðveikt þreytt, þannig að við nenntum ekki að leita neitt sérstaklega lengi að bílastæði, en fundum ekkert þannig að við lögðum bílnum á fjölförnum vegi ekki langt frá. Næsta dag klukkan 9 þurftum við svo að fara með pakkann á pósthúsið og höfðum skilið hann eftir í bílnum um nóttina. Viti menn: bíllinn er horfinn. Sjáum þá skilti ekki langt frá þar sem stendur að það megi ekki leggja þar frá klukkan hálf sjö til níu á morgnanna! Bad luck!
Jú, samkeppnin enn í bílnum og nú hófst kapphlaupið um að ná á pósthúsið fyrir klukkan þrjú þegar fresturinn hljóp út. Jú, jú, ekki er frá öðru að segja en að það heppnaðist eftir klukkutíma túr með lest og strætó og hálftíma labbi á milli hraðbrautaútkeyrslna einhvers staðar langt útí sveit. Spennandi.
Og ég er svo þreytt að ég held augnalokunum ekki uppi. Ég þurfti náttúrlega að mæta í vinnu í gær og vinna upp alla tímana sem ég kom of seint, þannig að ég hef enn ekki náð mér eftir uppistandið.
En það gerist líklega fljótlega.
Vonum við.
miðvikudagur, október 29, 2003
sunnudagur, október 26, 2003
Þjóðhátíð
Jú, þið eruð að lesa rétt: það er þjóðhátíðardagur Austurríkismanna í dag. Ég byrjaði daginn á því að óska ástinni minni til hamingju með daginn og eins blá og ég nú er gat ég ekki annað en spurt með barnslegri tilhlökkun: hvenær verða flugeldarnir?! "Flugeldar?! Hvað meinarðu?" var svarað hryssingslega. Það er sem sagt enginn quatorze juillet hérna eins og ég í einfeldni minni vonaði. Ókei; næst var spurt: "En hvað með hátíðarhöldin? Lúðrasveitina, þú veist (hér tók ég byrjun Öxar við ánna í trompetútgáfunni (með vörunum, að sjálfsögðu))?" En nei. Allt kom fyrir ekki. Engin lúðrasveit. Hátíðarhöld? Kannski.
Þar á eftir var farið inn á síðu hersins á netinu og þar eru tilkynningar um uppátæki niðri í bæ í dag. "Hvað, herinn?" varð mér á að æpa. (Hið margumtalaða íslandúrnatóherinnburt ómaði í huga mér) "Já, herinn", var svarið, "er það ekki það sem þjóðhátíðardagurinn snýst um? Eitthvað militær-shit?" Ég gapti.
Og ég nuðaði í honum og þóttist ætla að fara ein og ég veit ekki hvað, þar til maðurinn lofaði að taka mig, hátíðarsjúka manneskjuna niðrí bæ að sjá uppistand hersins við Burg. Og svo var þrammað af stað. Annað eins uppátæki hef ég aldrei verið vitni að. Við Burg var svo mikið að fólki að maður varð að synda til að komast eitthvað áfram. Og seisei nei, það voru engir helvítis þjóðbúningar, engin póetísk fjallkona að stappa stálinu í fólkið, engin máluð barnaandlit, enginn rjómaís með dýfu, engir smáfánar viftandi í vitum manns.
Það var bara herinn. Allsstaðar.
Geðveik, nýhönnuð/ smíðuð herþota (ég huxaði með mér: ætla þeir virkilega að drepa einhvern með svo fallegu vopni? og þar á eftir: jeminn, þetta er virkilega eins og tekið út úr japanskri science-fiction teiknimynd), þyrlur, trukkar, byssur og vopnaðir menn svo langt sem augað eygði. Þetta var eins og draumur af sjómannadegi, þetta voru bara engir sjómenn heldur hermenn, "licenced to kill". Eftir hringinn datt mér í hug að það yrði örugglega gert sprengjutilræði á svæðið, ég varð allt í einu mjög móðursjúk og sá sjálfsmorðssprengju í hverri einustu feitlagnri manneskju sem mætti okkur í luralegri úlpu. Og þar með var þjóðhátíðinni lokið fyrir mér.
Í dagblaðinu í dag "Der Standard" stendur að Austurríkismenn hafi orðið meiri þjóðerniskennd. Þeir lýsi ekki lengur landi sínu sem hálfgerðum undirhatti Þýskalands eins og raunin var eftir stríðið, heldur sjái að það sé munur á þeim og þjóðverjum og unga fólkið vilji jafnvel leggja áherslu á það. Hvers vegna er þá þjóðhátíðin sniðgengin af öllum nema hernum? Ég skil ekki af hverju börnin þeirra hlaupa ekki um með fána og syngja þjóðernissöngva. Þetta er jú bara einu sinni á ári. Og þýðir í rauninni ekkert nema: ég og þú heyrum til saman og verðum að passa uppá hvern annan. Það er einmitt þetta sem "þjóðerni" þýðir. Ekki að fara niðrí bæ og skoða þyrlur og horfa á karla í felubúningum skjóta í sekki.
Í dag var í fyrsta skipti sem ég hljóp hér í Vín. Ég hljóp niður í Schönbrunn, upp á hæðina (labbaði reyndar þann spotta, enda verður maður að hafa ansi mikið þol til að hlaupa upp aðra eins hæð), framhjá Gloríettunni, niður hæðina aftur, út úr garðinum, yfir ánna, inn í annan garð og þar í gegn heim. Óskið mér til hamingju.
Og þótt það sé þjóðhátíð þá slökkva þeir samt á Gloríettunni eftir klukkan sex til að spara rafmagnið! Þvílík þjóð!
Jú, þið eruð að lesa rétt: það er þjóðhátíðardagur Austurríkismanna í dag. Ég byrjaði daginn á því að óska ástinni minni til hamingju með daginn og eins blá og ég nú er gat ég ekki annað en spurt með barnslegri tilhlökkun: hvenær verða flugeldarnir?! "Flugeldar?! Hvað meinarðu?" var svarað hryssingslega. Það er sem sagt enginn quatorze juillet hérna eins og ég í einfeldni minni vonaði. Ókei; næst var spurt: "En hvað með hátíðarhöldin? Lúðrasveitina, þú veist (hér tók ég byrjun Öxar við ánna í trompetútgáfunni (með vörunum, að sjálfsögðu))?" En nei. Allt kom fyrir ekki. Engin lúðrasveit. Hátíðarhöld? Kannski.
Þar á eftir var farið inn á síðu hersins á netinu og þar eru tilkynningar um uppátæki niðri í bæ í dag. "Hvað, herinn?" varð mér á að æpa. (Hið margumtalaða íslandúrnatóherinnburt ómaði í huga mér) "Já, herinn", var svarið, "er það ekki það sem þjóðhátíðardagurinn snýst um? Eitthvað militær-shit?" Ég gapti.
Og ég nuðaði í honum og þóttist ætla að fara ein og ég veit ekki hvað, þar til maðurinn lofaði að taka mig, hátíðarsjúka manneskjuna niðrí bæ að sjá uppistand hersins við Burg. Og svo var þrammað af stað. Annað eins uppátæki hef ég aldrei verið vitni að. Við Burg var svo mikið að fólki að maður varð að synda til að komast eitthvað áfram. Og seisei nei, það voru engir helvítis þjóðbúningar, engin póetísk fjallkona að stappa stálinu í fólkið, engin máluð barnaandlit, enginn rjómaís með dýfu, engir smáfánar viftandi í vitum manns.
Það var bara herinn. Allsstaðar.
Geðveik, nýhönnuð/ smíðuð herþota (ég huxaði með mér: ætla þeir virkilega að drepa einhvern með svo fallegu vopni? og þar á eftir: jeminn, þetta er virkilega eins og tekið út úr japanskri science-fiction teiknimynd), þyrlur, trukkar, byssur og vopnaðir menn svo langt sem augað eygði. Þetta var eins og draumur af sjómannadegi, þetta voru bara engir sjómenn heldur hermenn, "licenced to kill". Eftir hringinn datt mér í hug að það yrði örugglega gert sprengjutilræði á svæðið, ég varð allt í einu mjög móðursjúk og sá sjálfsmorðssprengju í hverri einustu feitlagnri manneskju sem mætti okkur í luralegri úlpu. Og þar með var þjóðhátíðinni lokið fyrir mér.
Í dagblaðinu í dag "Der Standard" stendur að Austurríkismenn hafi orðið meiri þjóðerniskennd. Þeir lýsi ekki lengur landi sínu sem hálfgerðum undirhatti Þýskalands eins og raunin var eftir stríðið, heldur sjái að það sé munur á þeim og þjóðverjum og unga fólkið vilji jafnvel leggja áherslu á það. Hvers vegna er þá þjóðhátíðin sniðgengin af öllum nema hernum? Ég skil ekki af hverju börnin þeirra hlaupa ekki um með fána og syngja þjóðernissöngva. Þetta er jú bara einu sinni á ári. Og þýðir í rauninni ekkert nema: ég og þú heyrum til saman og verðum að passa uppá hvern annan. Það er einmitt þetta sem "þjóðerni" þýðir. Ekki að fara niðrí bæ og skoða þyrlur og horfa á karla í felubúningum skjóta í sekki.
Í dag var í fyrsta skipti sem ég hljóp hér í Vín. Ég hljóp niður í Schönbrunn, upp á hæðina (labbaði reyndar þann spotta, enda verður maður að hafa ansi mikið þol til að hlaupa upp aðra eins hæð), framhjá Gloríettunni, niður hæðina aftur, út úr garðinum, yfir ánna, inn í annan garð og þar í gegn heim. Óskið mér til hamingju.
Og þótt það sé þjóðhátíð þá slökkva þeir samt á Gloríettunni eftir klukkan sex til að spara rafmagnið! Þvílík þjóð!
föstudagur, október 24, 2003
Fyrsta fönnin féll í gærkvöldi. Það var orðið dimmt þegar ég grunlaus gekk út úr metróstöðinni á leið út á sporvagnstoppistöð. Viti menn, slyddan hrundi niður úr himninum, illa lýst gatan var blaut og flokkur fólks húkti í sporvagnsskýlinu. Ekki leið á löngu þar til ég var orðin blaut í fæturna, enda í lágbotna Bianco skónum.
Hvenær verða draumarnir að veruleika? Verst er þegar maður enga drauma hefur, heldur flýtur áfram í einhverri óskiljanlegri sælu eins og ég geri í augnablikinu. Gleymi öllu um skóla og aðra ókosti lífsins. Er bara og hángi í tómarúmi á milli þessa lífs og hins. Pása.
Ég er stóránægð í vinnunni. Ég held ég sé búin að fá yfirmann minn af hugmyndinni um að mála húsið röndótt. Hvernig í ósköpunum á maður að finna liti sem eiga eftir að líta vel út eftir tíu ár? Það er nefnilega akkúrat það verkefni sem hann setti í hendurnar á MÉR! Hann vissi bara ekki að mér finnst flestir litir fallegir og flestir litir fallegir saman, þeir gefa bara mismunandi tilfinningu. Málið er að ef ég á að finna fimm liti sem "víbrera" saman, tekur það að minnsta kosti nokkra mánuði fyrir mig, allavega ef ég á að vera viss um að þeir geti verið fallegir eftir tíu ár líka, hvað þá eftir fimmtíu ár! Þá er málið að finna eitthvað sem er jafn tímalaust og... já t.d. skotapilsmunstur!!! Glætan. Ég á að vera búin á þriðjudag.
Og já. Hvernig fékk ég yfirmanninn næstum því af hugmyndinni með rendurnar? Ég kom með eitthvað ennþá fallegra: tveir þungir, dökkir klumpar mætast. Annar þeirra er dökkgrár, hinn er ívið ljósari. Þeir stangast á en renna samt saman þar sem þeir leiða báðir inn í garðinn fyrir innan. Í skorinni á milli þeirra (stigaganginum) glittir á appelsínugult innviðið, gluggakarmarnir eru í heitum litum og litað gler er sett fyrir framan frönsku altönin sem líka eru í rauðleitum litum. Þetta er eins og hraunið þar sem glittir í kvikuna undir.
Þið ekki-arkítektar: haldiði ekki að þið mynduð vilja búa í svona húsi?
Bwadr, alltaf sama faglega gasið.
Eftir að ég hætti við Dónaeyjuna (Sorrí þið Dóna-fans, hún var of stór!) hef ég ekki drullað mér til að setja myndirnar af mínum lita bletti (þar sem ég ætla að gera mini-verkefnið mitt) í skjal og senda til prófessorsins. En nú fer að koma að því. Við Bernhard erum jú líka að gera Osló að betri stað að lifa, ja svona með annari hendinni, þannig að ég sé nú ekki að ég sé eitthvað slórandi hérna. En það er jú alltaf best að hafa mörg verkefni í gangi, þá leiðist manni minna á milli kaffihúsaferðanna!
Ég hef það annars í huga að gera graskerssúpu í hádegismat á morgun, þannig að ef einhver á leið um þessi stræti, bjallið í mig og þið eruð velkomin í mat! :-D
Hvenær verða draumarnir að veruleika? Verst er þegar maður enga drauma hefur, heldur flýtur áfram í einhverri óskiljanlegri sælu eins og ég geri í augnablikinu. Gleymi öllu um skóla og aðra ókosti lífsins. Er bara og hángi í tómarúmi á milli þessa lífs og hins. Pása.
Ég er stóránægð í vinnunni. Ég held ég sé búin að fá yfirmann minn af hugmyndinni um að mála húsið röndótt. Hvernig í ósköpunum á maður að finna liti sem eiga eftir að líta vel út eftir tíu ár? Það er nefnilega akkúrat það verkefni sem hann setti í hendurnar á MÉR! Hann vissi bara ekki að mér finnst flestir litir fallegir og flestir litir fallegir saman, þeir gefa bara mismunandi tilfinningu. Málið er að ef ég á að finna fimm liti sem "víbrera" saman, tekur það að minnsta kosti nokkra mánuði fyrir mig, allavega ef ég á að vera viss um að þeir geti verið fallegir eftir tíu ár líka, hvað þá eftir fimmtíu ár! Þá er málið að finna eitthvað sem er jafn tímalaust og... já t.d. skotapilsmunstur!!! Glætan. Ég á að vera búin á þriðjudag.
Og já. Hvernig fékk ég yfirmanninn næstum því af hugmyndinni með rendurnar? Ég kom með eitthvað ennþá fallegra: tveir þungir, dökkir klumpar mætast. Annar þeirra er dökkgrár, hinn er ívið ljósari. Þeir stangast á en renna samt saman þar sem þeir leiða báðir inn í garðinn fyrir innan. Í skorinni á milli þeirra (stigaganginum) glittir á appelsínugult innviðið, gluggakarmarnir eru í heitum litum og litað gler er sett fyrir framan frönsku altönin sem líka eru í rauðleitum litum. Þetta er eins og hraunið þar sem glittir í kvikuna undir.
Þið ekki-arkítektar: haldiði ekki að þið mynduð vilja búa í svona húsi?
Bwadr, alltaf sama faglega gasið.
Eftir að ég hætti við Dónaeyjuna (Sorrí þið Dóna-fans, hún var of stór!) hef ég ekki drullað mér til að setja myndirnar af mínum lita bletti (þar sem ég ætla að gera mini-verkefnið mitt) í skjal og senda til prófessorsins. En nú fer að koma að því. Við Bernhard erum jú líka að gera Osló að betri stað að lifa, ja svona með annari hendinni, þannig að ég sé nú ekki að ég sé eitthvað slórandi hérna. En það er jú alltaf best að hafa mörg verkefni í gangi, þá leiðist manni minna á milli kaffihúsaferðanna!
Ég hef það annars í huga að gera graskerssúpu í hádegismat á morgun, þannig að ef einhver á leið um þessi stræti, bjallið í mig og þið eruð velkomin í mat! :-D
miðvikudagur, október 22, 2003
Ný vinna
Fyrsta heila vinnudegi mínum er lokið.
Ég er að drepast í bakinu. Ég sit á versta stólnum á kontorinu, það er samt enginn kollur, bara ekki hannaður til að sitja við tölvu á honum. Ég er þreytt. Ég vil bara fá frí aftur, ekkert annað!
Gefst samt ekki upp. Fyrsti dagurinn er jú alltaf erfiðastur.
Engin stóruppgötvun á nýjum vinnustað: þetta er greinilega alltaf sama rútínan bara. Ég á að lappa uppá projekt fyrir 9 íbúðir. Verkefnið er komið það langt að búið er að takmarka allan fjandann, ekkert sérstaklega kreatívt við það. En samt er hægt að laga það mikið fyrir það. Ég á að ákveða hvernig húsið á að líta út frá götunni og frá garðinum séð (húshliðar), plús ákveða hvernig innkeyrslan er (það verður hægt að parkera bílum inni í garðinum). Það er búið að ákveða gjörsamlega hvernig íbúðirnar verða, nema vantar að ákveða hvernig svalirnar eru. Það á að byrja að byggja næsta vor, þannig að ég fæ líklega að ráða hvernig húsið lítur út áður en það verður sett í framkvæmd!
Það er einhver spenna hérna á milli sambúans og Bernhards, þeir talast ekki við nema í einhverjum pirringi. Held samt að það komi mér ekki við, það er bara erfitt að búa með vinum sínum greinilega.
Fyrsta heila vinnudegi mínum er lokið.
Ég er að drepast í bakinu. Ég sit á versta stólnum á kontorinu, það er samt enginn kollur, bara ekki hannaður til að sitja við tölvu á honum. Ég er þreytt. Ég vil bara fá frí aftur, ekkert annað!
Gefst samt ekki upp. Fyrsti dagurinn er jú alltaf erfiðastur.
Engin stóruppgötvun á nýjum vinnustað: þetta er greinilega alltaf sama rútínan bara. Ég á að lappa uppá projekt fyrir 9 íbúðir. Verkefnið er komið það langt að búið er að takmarka allan fjandann, ekkert sérstaklega kreatívt við það. En samt er hægt að laga það mikið fyrir það. Ég á að ákveða hvernig húsið á að líta út frá götunni og frá garðinum séð (húshliðar), plús ákveða hvernig innkeyrslan er (það verður hægt að parkera bílum inni í garðinum). Það er búið að ákveða gjörsamlega hvernig íbúðirnar verða, nema vantar að ákveða hvernig svalirnar eru. Það á að byrja að byggja næsta vor, þannig að ég fæ líklega að ráða hvernig húsið lítur út áður en það verður sett í framkvæmd!
Það er einhver spenna hérna á milli sambúans og Bernhards, þeir talast ekki við nema í einhverjum pirringi. Held samt að það komi mér ekki við, það er bara erfitt að búa með vinum sínum greinilega.
mánudagur, október 20, 2003
sunnudagur, október 19, 2003
Sambúðarörðugleikar
Sambúinn er fúll. Hann yrðir ekki á okkur orð, en tókst m.a. að drekka eplasafann minn og éta tómatana mína, svo ekki sé minnst á kílóið af eplum nú um helgina. Að sjálfsögðu án þess að spyrja, þetta hvarf bara svona smátt og smátt. Argh. Ég þoli ekki að búa með fúlu liði sem samkjaftar ekki.
Í kvöld sakna ég íbúðarinnar minnar, sakna skólans, sakna Kaupmannahafnar. Ekki það að Vín sé ekki stórfín, ég vil bara ekki fara aftur að vinna (ekki á morgun heldur hinn), mig langar í lángþreytta tryggð skólasetunnar. Plús það að mig langar að búa einni með Bernhard, þar sem maður veit að hverju maður gengur og hefur ekki einhvern fúlan yfir manni öll kvöld og daga ef maður er heima (maðurinn mætir jú ekki einu sinni í skólann: ekta SLOPFEN!).
Þetta var mjög góð helgi. Bíó, matur hjá vini Bernhards á laugardagskvöld. Í dag fórum við í göngutúr með foreldrum hans, það var mjög huggulegt. Nora setur að vísu dálítið út á hann, en þetta gekk. Karlinn er drullusætur við mig og við ræddum traffík og skipulagsmál.
Ég sakna ykkar! Af hverju getur maður ekki haft allt í einum pakka? Vini, kærasta, nýjar slóðir... alles?
Sambúinn er fúll. Hann yrðir ekki á okkur orð, en tókst m.a. að drekka eplasafann minn og éta tómatana mína, svo ekki sé minnst á kílóið af eplum nú um helgina. Að sjálfsögðu án þess að spyrja, þetta hvarf bara svona smátt og smátt. Argh. Ég þoli ekki að búa með fúlu liði sem samkjaftar ekki.
Í kvöld sakna ég íbúðarinnar minnar, sakna skólans, sakna Kaupmannahafnar. Ekki það að Vín sé ekki stórfín, ég vil bara ekki fara aftur að vinna (ekki á morgun heldur hinn), mig langar í lángþreytta tryggð skólasetunnar. Plús það að mig langar að búa einni með Bernhard, þar sem maður veit að hverju maður gengur og hefur ekki einhvern fúlan yfir manni öll kvöld og daga ef maður er heima (maðurinn mætir jú ekki einu sinni í skólann: ekta SLOPFEN!).
Þetta var mjög góð helgi. Bíó, matur hjá vini Bernhards á laugardagskvöld. Í dag fórum við í göngutúr með foreldrum hans, það var mjög huggulegt. Nora setur að vísu dálítið út á hann, en þetta gekk. Karlinn er drullusætur við mig og við ræddum traffík og skipulagsmál.
Ég sakna ykkar! Af hverju getur maður ekki haft allt í einum pakka? Vini, kærasta, nýjar slóðir... alles?
föstudagur, október 17, 2003
Brauð
Það verður ekki bloggað í kvöld um neina helvítis súkkulaðiköku, nú verður bloggað um BRAUÐ! (sbr. Það verður enginn helvítis rúta, það verður lángferðabíll! - ok. Ég skemmdist kannski aðeins á þessu ellefu tíma Stuðmanna STUÐI í Köben um daginn) Eeen allavega: austurrískt brauð. Ótrúlegur andskoti. Drulluseigt, mjög þungt (eitt 25 cm brauð er stundum kíló á þyngd), yfirleitt hálfbrúnt á litinn, þá er ég að meina nokkurn veginn kaffibrúnt með mjög mikilli mjólk útí. Þessi brauð eru yfirleitt úr hálf-súrdeigi, þ.e.a.s. það er súrdeig í þeim en líka ger. Yfirleitt rúgmjöl líka, blandað með hvítu hveiti. Þetta eru ágæt brauð, en erfið að skera og erfið að tyggja. Auk þess kann ég ekki við slíkt hálfkák. Annað hvort vil ég gerbrauð eða súrdeigsbrauð. Já eða rúgbrauð. No hybrids, please: I've got enough of them in my professional life!!!
Ég fór á feiknagóða sýningu í dag. Þegar ég var hálfnuð í gegnum sýninguna ruku tvær ljósærðar (með allri virðingu fyrir kláru, ljóshærðu fólki) fram úr mér (móðir og dóttir, stríðsmálaðar to the max) og sú yngri hljóðaði: "Sig mig, er det ikke större end dét?!". Eins og aðalatriðið væri hversu stór salurinn væri? Döööh, nei, þetta var stórmerkileg sýning, m.a. verk eftir Picasso sem mig hefði ekki dreymt um að hann hefði málað, gyðingar Chagalls og ótrúlega fínar teikningar eftir Klee, sem sömuleiðis komu mér á óvart.
Á eftir sótti ég Bernhard í vinnuna og við gengum í gegnum Prater garðinn áleiðis heim. Það var ótrúlega fallegt veður, gjörsamlega heiður himinn og liturinn á hestakastaníunum frá ljósgrænu til ljósguls til rauðbrúns... Haustdagur og ég í fríi: æði!
Dónaeyjan liggur grunlaus útí á og veit ekkert um tilraunir mínar til að galdra uppúr henni eymdarlegar húsalengdir utanum grá torg, illa hirta bakgarða og grunlaus úngmenni sem marsjéra niðrí bæ á föstudagskvöldum í von um að verða menn með mönnum. Þetta er playmobil á stórskala og ég er vondi kallinn.
Það verður ekki bloggað í kvöld um neina helvítis súkkulaðiköku, nú verður bloggað um BRAUÐ! (sbr. Það verður enginn helvítis rúta, það verður lángferðabíll! - ok. Ég skemmdist kannski aðeins á þessu ellefu tíma Stuðmanna STUÐI í Köben um daginn) Eeen allavega: austurrískt brauð. Ótrúlegur andskoti. Drulluseigt, mjög þungt (eitt 25 cm brauð er stundum kíló á þyngd), yfirleitt hálfbrúnt á litinn, þá er ég að meina nokkurn veginn kaffibrúnt með mjög mikilli mjólk útí. Þessi brauð eru yfirleitt úr hálf-súrdeigi, þ.e.a.s. það er súrdeig í þeim en líka ger. Yfirleitt rúgmjöl líka, blandað með hvítu hveiti. Þetta eru ágæt brauð, en erfið að skera og erfið að tyggja. Auk þess kann ég ekki við slíkt hálfkák. Annað hvort vil ég gerbrauð eða súrdeigsbrauð. Já eða rúgbrauð. No hybrids, please: I've got enough of them in my professional life!!!
Ég fór á feiknagóða sýningu í dag. Þegar ég var hálfnuð í gegnum sýninguna ruku tvær ljósærðar (með allri virðingu fyrir kláru, ljóshærðu fólki) fram úr mér (móðir og dóttir, stríðsmálaðar to the max) og sú yngri hljóðaði: "Sig mig, er det ikke större end dét?!". Eins og aðalatriðið væri hversu stór salurinn væri? Döööh, nei, þetta var stórmerkileg sýning, m.a. verk eftir Picasso sem mig hefði ekki dreymt um að hann hefði málað, gyðingar Chagalls og ótrúlega fínar teikningar eftir Klee, sem sömuleiðis komu mér á óvart.
Á eftir sótti ég Bernhard í vinnuna og við gengum í gegnum Prater garðinn áleiðis heim. Það var ótrúlega fallegt veður, gjörsamlega heiður himinn og liturinn á hestakastaníunum frá ljósgrænu til ljósguls til rauðbrúns... Haustdagur og ég í fríi: æði!
Dónaeyjan liggur grunlaus útí á og veit ekkert um tilraunir mínar til að galdra uppúr henni eymdarlegar húsalengdir utanum grá torg, illa hirta bakgarða og grunlaus úngmenni sem marsjéra niðrí bæ á föstudagskvöldum í von um að verða menn með mönnum. Þetta er playmobil á stórskala og ég er vondi kallinn.
fimmtudagur, október 16, 2003
Jebb.
Grátkast í morgun. Líkaminn er reiður í dag.
Sat og dútlaði við skólaverkefnið langt fram eftir degi, verð að fara að senda það í hausinn á prófessornum, spóla gjörsamlega fram og tilbaka þar sem ég hef ekkert verkefni ennþá. Hef samt óljósa hugmynd um hvað ég vil gera og get verið svakalega póetísk á stundum. Er bara ekki í stuði til að teikna neitt. Ansans vandræði.
Hitti Noru áðan, hún bauð mér á kaffihús. Mmm, súkkulaðitertan kom mér í rjómaskap. Ég lofaði m.a. að baka með henni jólakökurnar fyrir jólin og var jafn indæl og góðri tengdadóttur sæmir. Mér tókst nú samt að græta hana, ég fæ hana greinilega til að opna sig meira en hún hefur gert áður. Og hún var alls ekkert konservatíf. Kannski hef ég misskilið hana.
Ég er svo asnaleg í dag. Argh, mig langar að sparka í dekk.
Þori það bara ekki.
Grátkast í morgun. Líkaminn er reiður í dag.
Sat og dútlaði við skólaverkefnið langt fram eftir degi, verð að fara að senda það í hausinn á prófessornum, spóla gjörsamlega fram og tilbaka þar sem ég hef ekkert verkefni ennþá. Hef samt óljósa hugmynd um hvað ég vil gera og get verið svakalega póetísk á stundum. Er bara ekki í stuði til að teikna neitt. Ansans vandræði.
Hitti Noru áðan, hún bauð mér á kaffihús. Mmm, súkkulaðitertan kom mér í rjómaskap. Ég lofaði m.a. að baka með henni jólakökurnar fyrir jólin og var jafn indæl og góðri tengdadóttur sæmir. Mér tókst nú samt að græta hana, ég fæ hana greinilega til að opna sig meira en hún hefur gert áður. Og hún var alls ekkert konservatíf. Kannski hef ég misskilið hana.
Ég er svo asnaleg í dag. Argh, mig langar að sparka í dekk.
Þori það bara ekki.
miðvikudagur, október 15, 2003
Irrisinnig vanvittig geeeeðveikt
Ok, ok, ég skal skrifa á Ãslensku. Mér er svo sem alveg sama. Spurningin er hvorteð er hvort vinir mÃnir danskir nenni yfirleitt að kÃkja á jafn sér-Ãslenskt fyrirbæri og bloggið er.
Hér er hafin herferð á móti samleigjanda okkar, eða þ.e.a.s. útleigjandanum. Hann er alveg svakalegur, à hvert einasta skipti sem við eigum eitthvað að borða à Ãskápnum og förum út, þá er það horfið þegar við komum aftur. Ég verð annað hvort að merkja allt sem ég vil borða sjálf með "Ingi á þetta hér, ekki borða þetta" eða fela það à herberginu okkar. SÃðari kosturinn verður oftar fyrir valinu, enda finnst mér hryllilega hallærislegt að þurfa að merkja minn eigin mat! Hann (sambúinn) á svona krukku þar sem hann setur allar myntir à og er farinn að taka tuttugu centin út lÃka þegar hann fer à búð.
Ég lærði mjög mikið à gær, fór á pöbb með nokkrum úr vinnunni hans Bernhards. Einhver sagði eitt af þvà flottasta sem ég hef heyrt á þýzku:
IRRSINNIG SPANNEND: sem útleggst á Ãslenzku GEÃ�VEIKISLEGA SPENNANDI. Verð að viðurkenna að ég kikna à hnjánum við orð sem hljóma svo skemmtilega eins og irrsinnig.
Einhver sagði að ekkert kæmist með tærnar þar sem Ãslensk náttúra er með hælana. Kannski ekki, en à gær á Dónáeyju varð ég samt fyllt innlifun af þvà sem mætti mér: eldgömul tré stóðu saman à lundi við hliðina á ánni og stÃgur lá à gegnum hann. Ekki ein einasta sála, sólskin. Ã� þögninni bærði vindurinn laufið á silfur-ahornunum (Hjörtur: hjálp! Hvað heitir ahorn á Ãslensku?). Þótt ég geti ekki komið orðum að fegurðinni, verð ég að segja að þarna var Dónáeyjan með tærnar undir hælunum á Hraunfossum.
Ok, ok, ég skal skrifa á Ãslensku. Mér er svo sem alveg sama. Spurningin er hvorteð er hvort vinir mÃnir danskir nenni yfirleitt að kÃkja á jafn sér-Ãslenskt fyrirbæri og bloggið er.
Hér er hafin herferð á móti samleigjanda okkar, eða þ.e.a.s. útleigjandanum. Hann er alveg svakalegur, à hvert einasta skipti sem við eigum eitthvað að borða à Ãskápnum og förum út, þá er það horfið þegar við komum aftur. Ég verð annað hvort að merkja allt sem ég vil borða sjálf með "Ingi á þetta hér, ekki borða þetta" eða fela það à herberginu okkar. SÃðari kosturinn verður oftar fyrir valinu, enda finnst mér hryllilega hallærislegt að þurfa að merkja minn eigin mat! Hann (sambúinn) á svona krukku þar sem hann setur allar myntir à og er farinn að taka tuttugu centin út lÃka þegar hann fer à búð.
Ég lærði mjög mikið à gær, fór á pöbb með nokkrum úr vinnunni hans Bernhards. Einhver sagði eitt af þvà flottasta sem ég hef heyrt á þýzku:
IRRSINNIG SPANNEND: sem útleggst á Ãslenzku GEÃ�VEIKISLEGA SPENNANDI. Verð að viðurkenna að ég kikna à hnjánum við orð sem hljóma svo skemmtilega eins og irrsinnig.
Einhver sagði að ekkert kæmist með tærnar þar sem Ãslensk náttúra er með hælana. Kannski ekki, en à gær á Dónáeyju varð ég samt fyllt innlifun af þvà sem mætti mér: eldgömul tré stóðu saman à lundi við hliðina á ánni og stÃgur lá à gegnum hann. Ekki ein einasta sála, sólskin. Ã� þögninni bærði vindurinn laufið á silfur-ahornunum (Hjörtur: hjálp! Hvað heitir ahorn á Ãslensku?). Þótt ég geti ekki komið orðum að fegurðinni, verð ég að segja að þarna var Dónáeyjan með tærnar undir hælunum á Hraunfossum.
þriðjudagur, október 14, 2003
SIG: TILLYKKE!
Jeg har faaet jobbet hos archiguards, skal starte paa tirsdag. De har ikke endnu fundet ud af om de kan beholde mig saerlig laenge, men i hvert fald saa faar jeg noget at goere andet end at rode rundt paa skumle oer. Jeg glaeder mig rigtig meget i oejeblikket.
Jubiii!
Jeg har faaet jobbet hos archiguards, skal starte paa tirsdag. De har ikke endnu fundet ud af om de kan beholde mig saerlig laenge, men i hvert fald saa faar jeg noget at goere andet end at rode rundt paa skumle oer. Jeg glaeder mig rigtig meget i oejeblikket.
Jubiii!
mánudagur, október 13, 2003
Donauinsel - en erfaringsrejse igennem halvfjerdsernes konstruktioner
Donauinsel! Selv navnet er fyldt med myter af prostitution, narko og andre moerkets dyder. Selv har jeg ikke vaeret i omraadet paa de senere timer i doegnet.
Om sommeren er omraadet fyldt med aktiviteter. Der er barer og cafeer alle steder, fyldt med Oestriger der raaber efter mere oel, mere schnitzel, mere kaiserschmarren! Der er farverige telter hvor der bliver udserveret is, der er kajaker paa vandet, skatere ved indgangen til U-bahn.
Jeg var der i morges. Det var fuldstaendig doedt. Fodgaengerbroen over til "die Platte" (nybygget omraade paa en gammel motorvejsafkoersel) er blevet afmonteret, skaterene er vaek, omraadet ligger oede og venter. Paa hvad?
Paa en vaeg staar der "Was waere die Insel ohne...": der var sandsynligvis et reklameskilt foer, nu er der bare et spoergsmaal som ikke er blevet stillet. Hvad ville oen vaere uden mig? Uden en tilskuer?
Donauinsel er en menneskelavet konstruktion som var bygget i halvfjerdserne til at kunne regulaere vandstanden i Donau i tilfaelde af oversvoemelse. I virkeligheden har Donau vaeret regulaeret helt siden byen begyndte at vokse i retning af den (foer laa byen udenfor flodomraadet, i naerheden af den lille flod der hedder Wien). Den foerrige model (foer Donauinsel blev konstrueret) fremstod som et stor zone nord for flodens vej, der var reserveret til oversvoemning, men som ikke var i alle tilfaelde nok omraade til at holde de naere kvarterer fra at blive oversvoemmet.
Jeg har set luftbilleder fra begyndelsen af firsene hvor oen stadigvaek er en oede mark, og jeg har forestillet mig den syv aarige Bernhard uden taender i en af de lillebitte roede biler der krydser Floridsdorfsbruecke.
I dag var der fyldt med altmulig bevoksning, helt anderledes end det var paa de paene luftbilleder fra firsene. Nu gror der skyraekker, tjoernbuske, altmulig snebaeraktige busker, hindbaer osv osv i et kaempe rod. Der er pil og popler alle vegne ud til vandet saa man ikke kan se byen paa den anden side af floden. Deres famoese regatta som jeg saa desperat ledede efter var ikke til at finde. Det er ligesom at oen har sit liv om sommeren som et alternativ til solstrand-charter-pakker, og hvor reklamerne lyder: "Welcome to Bacardi-island!". Efter 15. september pakker man ned og forlader stedet. Hvad er det saa for en oe? En tidsbegraenset fun-bombe? One-night-stand med mere!
Det er deer hvor jeg vil lave min skoleopgave dette semester. Om jeg bygger den til eller jeg laver en overordnet beplantningsstrategi, ved jeg stadigvaek ikke. Maaske har I nogle gode ideer? Lad mig vide.
Donauinsel! Selv navnet er fyldt med myter af prostitution, narko og andre moerkets dyder. Selv har jeg ikke vaeret i omraadet paa de senere timer i doegnet.
Om sommeren er omraadet fyldt med aktiviteter. Der er barer og cafeer alle steder, fyldt med Oestriger der raaber efter mere oel, mere schnitzel, mere kaiserschmarren! Der er farverige telter hvor der bliver udserveret is, der er kajaker paa vandet, skatere ved indgangen til U-bahn.
Jeg var der i morges. Det var fuldstaendig doedt. Fodgaengerbroen over til "die Platte" (nybygget omraade paa en gammel motorvejsafkoersel) er blevet afmonteret, skaterene er vaek, omraadet ligger oede og venter. Paa hvad?
Paa en vaeg staar der "Was waere die Insel ohne...": der var sandsynligvis et reklameskilt foer, nu er der bare et spoergsmaal som ikke er blevet stillet. Hvad ville oen vaere uden mig? Uden en tilskuer?
Donauinsel er en menneskelavet konstruktion som var bygget i halvfjerdserne til at kunne regulaere vandstanden i Donau i tilfaelde af oversvoemelse. I virkeligheden har Donau vaeret regulaeret helt siden byen begyndte at vokse i retning af den (foer laa byen udenfor flodomraadet, i naerheden af den lille flod der hedder Wien). Den foerrige model (foer Donauinsel blev konstrueret) fremstod som et stor zone nord for flodens vej, der var reserveret til oversvoemning, men som ikke var i alle tilfaelde nok omraade til at holde de naere kvarterer fra at blive oversvoemmet.
Jeg har set luftbilleder fra begyndelsen af firsene hvor oen stadigvaek er en oede mark, og jeg har forestillet mig den syv aarige Bernhard uden taender i en af de lillebitte roede biler der krydser Floridsdorfsbruecke.
I dag var der fyldt med altmulig bevoksning, helt anderledes end det var paa de paene luftbilleder fra firsene. Nu gror der skyraekker, tjoernbuske, altmulig snebaeraktige busker, hindbaer osv osv i et kaempe rod. Der er pil og popler alle vegne ud til vandet saa man ikke kan se byen paa den anden side af floden. Deres famoese regatta som jeg saa desperat ledede efter var ikke til at finde. Det er ligesom at oen har sit liv om sommeren som et alternativ til solstrand-charter-pakker, og hvor reklamerne lyder: "Welcome to Bacardi-island!". Efter 15. september pakker man ned og forlader stedet. Hvad er det saa for en oe? En tidsbegraenset fun-bombe? One-night-stand med mere!
Det er deer hvor jeg vil lave min skoleopgave dette semester. Om jeg bygger den til eller jeg laver en overordnet beplantningsstrategi, ved jeg stadigvaek ikke. Maaske har I nogle gode ideer? Lad mig vide.
sunnudagur, október 12, 2003
I tilefni thess ad eg komst i badkar i kveld, i fyrsta skipti sidan a jolunum i hittedfyrra (eda e-d alika), aetla eg ad maela med eftirfarandi islenskuprofi:
http://edda.is/Net/front.aspx?b=rugledarett1
Lifid heil.
http://edda.is/Net/front.aspx?b=rugledarett1
Lifid heil.
Soendag i Wien.
Halvgraat vejr, med solskin ind i mellem skyerne.
Jeg havde daarlige droemme i nat, jeg har droemt at jeg er ved at miste et fly et par gange i denne her uge. Hver eneste gang har jeg denne ubehagelige foelelse af at jeg er paa vej et bedre sted hen, men at jeg ikke har pakket ned og til sidst ikke kan finde min svoemmedragt (Minnir mig a: "Hann finnur ekki billyklana!" ur "Med allt a hreinu" (lidt islansk spoeg)) eller et eller andet som jeg synes er livsnoedvendigt paa min rejse. Meget maerkeligt. Jeg vaagner altid op meget stresset og skidebange for aldrig at komme vaek derfra, miste flyet og det hele.
Han er maerkelig faetteren vi bor sammen med her. For det foerste saa spiser han alt vores mad uden at spoerge (det kan vaere ret irriterende at tro at man har et par tomater i koeleskabet og saa naar man kommer hjem er der intet tilbage) og for det andet saa har han vaeret ekstrem sur de sidste par dage. Maaske kan han ikke lide at vi er her, det rager mig lidt...
Vi var ude at gaa en tur op paa en af de mange bjerge i dag, vi tog bybanen et styk og saa var vi i skoven! Det var rigtig laekkert at komme ud i det friske luft, det skulle man goere oftere.
Jeg savner jer alle sammen!!! "Komtilbaaae! Jeg er Benny!"
Halvgraat vejr, med solskin ind i mellem skyerne.
Jeg havde daarlige droemme i nat, jeg har droemt at jeg er ved at miste et fly et par gange i denne her uge. Hver eneste gang har jeg denne ubehagelige foelelse af at jeg er paa vej et bedre sted hen, men at jeg ikke har pakket ned og til sidst ikke kan finde min svoemmedragt (Minnir mig a: "Hann finnur ekki billyklana!" ur "Med allt a hreinu" (lidt islansk spoeg)) eller et eller andet som jeg synes er livsnoedvendigt paa min rejse. Meget maerkeligt. Jeg vaagner altid op meget stresset og skidebange for aldrig at komme vaek derfra, miste flyet og det hele.
Han er maerkelig faetteren vi bor sammen med her. For det foerste saa spiser han alt vores mad uden at spoerge (det kan vaere ret irriterende at tro at man har et par tomater i koeleskabet og saa naar man kommer hjem er der intet tilbage) og for det andet saa har han vaeret ekstrem sur de sidste par dage. Maaske kan han ikke lide at vi er her, det rager mig lidt...
Vi var ude at gaa en tur op paa en af de mange bjerge i dag, vi tog bybanen et styk og saa var vi i skoven! Det var rigtig laekkert at komme ud i det friske luft, det skulle man goere oftere.
Jeg savner jer alle sammen!!! "Komtilbaaae! Jeg er Benny!"
föstudagur, október 10, 2003
Dagens diskussionsemne: KITSCH!
(Change of plans: DANSK)
Mens jeg taenker paa mine projekter, lancerer jeg en helt ny diskussion: er Hundertwasser kitsch? Og hvis hans arkitektur er kitsch, hvorfor kan jeg saa paa en eller anden maade lide hans skaeve vinduer, groenne tage, bulende gulve? Hans enkle materialevalg, staerke farver? Jeg skulle jo hedde et "dannet" menneske, men aabenbart ikke dannet nok til at tage afstand fra det "populaere", det "vulgaere" i hans bygningskunst.
Hvis vi kigger paa begrebet kitsch, som betegnes af ordboeger paa nettet som: "adj : of a display that is tawdry or vulgar, n : art in pretentious bad taste", saa maa "good taste" betegnes som "de oevre klassers smag", altsaa et produkt af samfundets struktur og traditioner, men ikke produkt af meningsmaalinger. Det betyder (for mig at se) at begrebet er hoejst udemokratisk, da det ikke tager hoejde for flertal af smag, men paapeger den "daarlige smag" af "masserne", af proletariatet eller borgerne.
Nu er spoergsmaalet: er Channel kitsch? Dolce & Gabbana? Prada? Jeg ville sige paa mange maader, JA. Disse maerker som er nogle af de dyreste paa markedet bruger faktisk aktivt "kitsche" elementer (derved forstaaet "med rod i populaer kultur") til bedre at saelge. Ingen kan fortaelle mig at de oevre klasser ikke koeber kitschede produkter! I dag gaelder det: hvis det er dyrt nok, saa er det fedt nok!
Det kan kun betyde at naar borgerlige oestrigere (f.eks. vores sambo, Bernhard og Nora (svigermutti)) kalder Hundertwasser for daarlig smag, saa er det en produkt af deres faelles kultur, af deres opdragelse. Jeg tror de er blevet opdraget til "ikke at kunne lide den slags", da de har en anden idee af "respektabel" kultur.
Jeg mener det er smaaborgerligt at forkaste den maade at lave huse paa. Det er ikke "dannet arkitektur", men det er en maade at lave huse paa som de fleste mennesker synes at er nydelig. Vi kan alle sammen lide traegulve, tykke vaegge malet i almulige farver, vi elsker at have planter omkring os og ville give mange hundrede tusinder kroner for en taghave! Saa hvorfor ikke laere noget af det? Se: jeg kan lide det, det betyder ogsaa at jeg kan laere noget af det, tage det med i min opfattelse af god arkitektur. Det er maaske ikke mestervaerk, men mange af disse elementer er med til at skabe godt liv, og det er netop deet vi arkitekter skal vaere gode til!
En fortsat god dag ;-D
(Change of plans: DANSK)
Mens jeg taenker paa mine projekter, lancerer jeg en helt ny diskussion: er Hundertwasser kitsch? Og hvis hans arkitektur er kitsch, hvorfor kan jeg saa paa en eller anden maade lide hans skaeve vinduer, groenne tage, bulende gulve? Hans enkle materialevalg, staerke farver? Jeg skulle jo hedde et "dannet" menneske, men aabenbart ikke dannet nok til at tage afstand fra det "populaere", det "vulgaere" i hans bygningskunst.
Hvis vi kigger paa begrebet kitsch, som betegnes af ordboeger paa nettet som: "adj : of a display that is tawdry or vulgar, n : art in pretentious bad taste", saa maa "good taste" betegnes som "de oevre klassers smag", altsaa et produkt af samfundets struktur og traditioner, men ikke produkt af meningsmaalinger. Det betyder (for mig at se) at begrebet er hoejst udemokratisk, da det ikke tager hoejde for flertal af smag, men paapeger den "daarlige smag" af "masserne", af proletariatet eller borgerne.
Nu er spoergsmaalet: er Channel kitsch? Dolce & Gabbana? Prada? Jeg ville sige paa mange maader, JA. Disse maerker som er nogle af de dyreste paa markedet bruger faktisk aktivt "kitsche" elementer (derved forstaaet "med rod i populaer kultur") til bedre at saelge. Ingen kan fortaelle mig at de oevre klasser ikke koeber kitschede produkter! I dag gaelder det: hvis det er dyrt nok, saa er det fedt nok!
Det kan kun betyde at naar borgerlige oestrigere (f.eks. vores sambo, Bernhard og Nora (svigermutti)) kalder Hundertwasser for daarlig smag, saa er det en produkt af deres faelles kultur, af deres opdragelse. Jeg tror de er blevet opdraget til "ikke at kunne lide den slags", da de har en anden idee af "respektabel" kultur.
Jeg mener det er smaaborgerligt at forkaste den maade at lave huse paa. Det er ikke "dannet arkitektur", men det er en maade at lave huse paa som de fleste mennesker synes at er nydelig. Vi kan alle sammen lide traegulve, tykke vaegge malet i almulige farver, vi elsker at have planter omkring os og ville give mange hundrede tusinder kroner for en taghave! Saa hvorfor ikke laere noget af det? Se: jeg kan lide det, det betyder ogsaa at jeg kan laere noget af det, tage det med i min opfattelse af god arkitektur. Det er maaske ikke mestervaerk, men mange af disse elementer er med til at skabe godt liv, og det er netop deet vi arkitekter skal vaere gode til!
En fortsat god dag ;-D
miðvikudagur, október 08, 2003
A thessari viku sem eg hef verid i ViÂnarborg hefur mer tekist ad:
1. Hafna atvinnutilbodi hja risa arkiÂtektanna her i borg, sem ad sagdi mer ad reikna med riÂflegri aukavinnu a manadarkaupinu 300 Evrur! Geri adrir betur. Eg hef hins vegar thessa siÂdustu daga ordid dalitid hraedd um ad eg hafi gert mistok. Ef einhver ykkar thekkir til kvikmyndaidnadarins tha jafnast thetta trix a vid ad neita ad leika a moti fylkisstjora KaliforniÂu i dyrri pornomynd.
Tjekkid a slorinu a: http://www.coop-himmelblau.at
2. Fara til Oslo i dirty weekend tour. Thad jafnast ekkert a vid Nordurlondin! Eg var i thviÂliÂku sjokki yfir launamismunum og ollum mogulegum mismunum (get varla truad thvi ad fylkisstjori KaliforniÂu og svo ekki se minnst a Bernhard MINN komi fra thessu landi), og var thvi mjog anaegd ad komast tilbaka i hryssingskuldann uppfra. Oslo er dyrindisborg :-D
3. Fara i atvinnuvidtal a manudag hja Silberpfeil sem borga tho 700 Evrur a manudi (jafnast ekki a vid Henning vin minn en er allavega byrjun!) Their sogdu mer ad hringja a manudaginn thvi their aetludu ad akveda sig a manudag, en af einhverjum orsokum fekk eg massa-mailinn theirra til allra sem their aetla EKKI ad rada. Hann var sendur u.th.b. tveimur klukkustundum eftir ad eg taladi vid manninn i sima thannig ad vid verdum ad vona ad e-mailinn minn hafi fyrir mistok verid sendur til ritarans. Hvad haldid thid?
4. Farid i Museumsquartier og sed austurriska listamenn sjotta aratugsins bada sig i kaniÂnublodi og vaxi. Medal annars var tharna video fra uppistandi i auditorium 1 i Haskolanum (arid 1965 u.th.b.) thar sem fjorir berir karlmenn stilltu ser upp a bord kennarans og drukku bjor a medan einn lagdist uppa thad og runkadi ser. Sa sjotti stod og flutti raedur sosjalismanum til hyllingar. Vid hlidina a viÂdeoinu var svo urklippa ur bladi thar sem lagst var gegn sliÂku "schweinerei" og thar sem sagt var ad slikan skandal yrdi komid i veg fyrir i framtidinni, borgurum til mikils lettis (hofudpaurum uppataekisins var stungid i svartholid ad sjalfsogdu).
5. Farid i annad atvinnuvidtal i dag, hja mjog spennandi liÂtilli skrifstofu sem er stadsett ekki langt fra Belvedere. Thessi um thad bil sex manna skrifstofa er svo litil ad their geta ekki bodid meiri laun en 400 Evrur (tho adeins meira en Himnatikin/ Himmelsau), hins vegar ma eg koma og fara eins og mer synist, allar helgar fri og engin naeturvinna a kaffitrippi. Hljomar vel, finnst mer, enda voru thau serstaklega indael i alla stadi. Tjekkid a Archiguards!
Annars hefur verid rigning i dag en samt fallegt vedur inn a milli (th.e.a.s. flottir litir a himninum). Hedan sem eg sit vid tolvuna sest til Gloriettunnar a Schonbrunn haedinni, eg thakka eiginlega gudi fyrir ad linditrenu fyrir utan var slatrad sama dag og eg flutti hingad inn. Utsynid er meirihattar.
Enn hef eg ekki sed tengdaforeldrana, en kemur liklega ad thvi fljotlega ef eg thekki thau rett. Eg aetladi eiginlega ad gabba Noru til ad bjoda mer a kaffihus, eg verd tha liklega ad maeta i nyja skotapilsinu, ranaskonum fra Bianco og SERSAUMADA frakkanum minum. OdruviÂsi er ekki haegt ad lata sja sig med henni i baenum!
Eg hef mikid verid ad velta fyrir mer hvort eg eigi ad skrifa her a iÂslensku, donsku eda ensku. Thad myndi oneitanlega opna nokkrar gaettir til vina minna ef eg skrifadi donsku, en thad er bara svo notalegt ad geta krotad nokkur ord a modurmalinu... Hins vegar litur ekki ut fyrir ad bloggid leyfi neina serislenska eda serausturriska stafi... Someone: hvad geri eg?!
Innilegar kvedjur til ykkar allra.
Pistli nr 1 lokid. (Jafnast a vid "punktur og basta" fraegs kennara i Varmalandsskola)
1. Hafna atvinnutilbodi hja risa arkiÂtektanna her i borg, sem ad sagdi mer ad reikna med riÂflegri aukavinnu a manadarkaupinu 300 Evrur! Geri adrir betur. Eg hef hins vegar thessa siÂdustu daga ordid dalitid hraedd um ad eg hafi gert mistok. Ef einhver ykkar thekkir til kvikmyndaidnadarins tha jafnast thetta trix a vid ad neita ad leika a moti fylkisstjora KaliforniÂu i dyrri pornomynd.
Tjekkid a slorinu a: http://www.coop-himmelblau.at
2. Fara til Oslo i dirty weekend tour. Thad jafnast ekkert a vid Nordurlondin! Eg var i thviÂliÂku sjokki yfir launamismunum og ollum mogulegum mismunum (get varla truad thvi ad fylkisstjori KaliforniÂu og svo ekki se minnst a Bernhard MINN komi fra thessu landi), og var thvi mjog anaegd ad komast tilbaka i hryssingskuldann uppfra. Oslo er dyrindisborg :-D
3. Fara i atvinnuvidtal a manudag hja Silberpfeil sem borga tho 700 Evrur a manudi (jafnast ekki a vid Henning vin minn en er allavega byrjun!) Their sogdu mer ad hringja a manudaginn thvi their aetludu ad akveda sig a manudag, en af einhverjum orsokum fekk eg massa-mailinn theirra til allra sem their aetla EKKI ad rada. Hann var sendur u.th.b. tveimur klukkustundum eftir ad eg taladi vid manninn i sima thannig ad vid verdum ad vona ad e-mailinn minn hafi fyrir mistok verid sendur til ritarans. Hvad haldid thid?
4. Farid i Museumsquartier og sed austurriska listamenn sjotta aratugsins bada sig i kaniÂnublodi og vaxi. Medal annars var tharna video fra uppistandi i auditorium 1 i Haskolanum (arid 1965 u.th.b.) thar sem fjorir berir karlmenn stilltu ser upp a bord kennarans og drukku bjor a medan einn lagdist uppa thad og runkadi ser. Sa sjotti stod og flutti raedur sosjalismanum til hyllingar. Vid hlidina a viÂdeoinu var svo urklippa ur bladi thar sem lagst var gegn sliÂku "schweinerei" og thar sem sagt var ad slikan skandal yrdi komid i veg fyrir i framtidinni, borgurum til mikils lettis (hofudpaurum uppataekisins var stungid i svartholid ad sjalfsogdu).
5. Farid i annad atvinnuvidtal i dag, hja mjog spennandi liÂtilli skrifstofu sem er stadsett ekki langt fra Belvedere. Thessi um thad bil sex manna skrifstofa er svo litil ad their geta ekki bodid meiri laun en 400 Evrur (tho adeins meira en Himnatikin/ Himmelsau), hins vegar ma eg koma og fara eins og mer synist, allar helgar fri og engin naeturvinna a kaffitrippi. Hljomar vel, finnst mer, enda voru thau serstaklega indael i alla stadi. Tjekkid a Archiguards!
Annars hefur verid rigning i dag en samt fallegt vedur inn a milli (th.e.a.s. flottir litir a himninum). Hedan sem eg sit vid tolvuna sest til Gloriettunnar a Schonbrunn haedinni, eg thakka eiginlega gudi fyrir ad linditrenu fyrir utan var slatrad sama dag og eg flutti hingad inn. Utsynid er meirihattar.
Enn hef eg ekki sed tengdaforeldrana, en kemur liklega ad thvi fljotlega ef eg thekki thau rett. Eg aetladi eiginlega ad gabba Noru til ad bjoda mer a kaffihus, eg verd tha liklega ad maeta i nyja skotapilsinu, ranaskonum fra Bianco og SERSAUMADA frakkanum minum. OdruviÂsi er ekki haegt ad lata sja sig med henni i baenum!
Eg hef mikid verid ad velta fyrir mer hvort eg eigi ad skrifa her a iÂslensku, donsku eda ensku. Thad myndi oneitanlega opna nokkrar gaettir til vina minna ef eg skrifadi donsku, en thad er bara svo notalegt ad geta krotad nokkur ord a modurmalinu... Hins vegar litur ekki ut fyrir ad bloggid leyfi neina serislenska eda serausturriska stafi... Someone: hvad geri eg?!
Innilegar kvedjur til ykkar allra.
Pistli nr 1 lokid. (Jafnast a vid "punktur og basta" fraegs kennara i Varmalandsskola)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)