föstudagur, október 17, 2003

Brauð

Það verður ekki bloggað í­ kvöld um neina helvítis súkkulaðiköku, nú verður bloggað um BRAUÐ! (sbr. Það verður enginn helvítis rúta, það verður lángferðabí­ll! - ok. Ég skemmdist kannski aðeins á þessu ellefu tí­ma Stuðmanna STUÐI í Köben um daginn) Eeen allavega: austurrí­skt brauð. Ótrúlegur andskoti. Drulluseigt, mjög þungt (eitt 25 cm brauð er stundum kíló á þyngd), yfirleitt hálfbrúnt á litinn, þá er ég að meina nokkurn veginn kaffibrúnt með mjög mikilli mjólk útí­. Þessi brauð eru yfirleitt úr hálf-súrdeigi, þ.e.a.s. það er súrdeig í þeim en líka ger. Yfirleitt rúgmjöl líka, blandað með hvítu hveiti. Þetta eru ágæt brauð, en erfið að skera og erfið að tyggja. Auk þess kann ég ekki við slíkt hálfkák. Annað hvort vil ég gerbrauð eða súrdeigsbrauð. Já eða rúgbrauð. No hybrids, please: I've got enough of them in my professional life!!!

Ég fór á feiknagóða sýningu í dag. Þegar ég var hálfnuð í­ gegnum sýninguna ruku tvær ljósærðar (með allri virðingu fyrir kláru, ljóshærðu fólki) fram úr mér (móðir og dóttir, stríðsmálaðar to the max) og sú yngri hljóðaði: "Sig mig, er det ikke större end dét?!". Eins og aðalatriðið væri hversu stór salurinn væri? Döööh, nei, þetta var stórmerkileg sýning, m.a. verk eftir Picasso sem mig hefði ekki dreymt um að hann hefði málað, gyðingar Chagalls og ótrúlega fínar teikningar eftir Klee, sem sömuleiðis komu mér á óvart.

Á eftir sótti ég Bernhard í vinnuna og við gengum í gegnum Prater garðinn áleiðis heim. Það var ótrúlega fallegt veður, gjörsamlega heiður himinn og liturinn á hestakastaní­unum frá ljósgrænu til ljósguls til rauðbrúns... Haustdagur og ég í frí­i: æði!

Dónaeyjan liggur grunlaus útí á og veit ekkert um tilraunir mínar til að galdra uppúr henni eymdarlegar húsalengdir utanum grá torg, illa hirta bakgarða og grunlaus úngmenni sem marsjéra niðrí­ bæ á föstudagskvöldum í­ von um að verða menn með mönnum. Þetta er playmobil á stórskala og ég er vondi kallinn.

Engin ummæli: