sunnudagur, maí 28, 2006

Jamm

Allt að gerast bara. Síðan síðast hafa verið hér tveir menn að redda hlutum, báðir mest í baðherberginu. Valtarakallinn reif gólfið upp og lagaði veggina en pabbi setti svo flísarnar á þá. Nú er bara að bíða eftir gólfinu sem verður vonandi tilbúið á fimmtudaginn. Svo á klósettið að koma á föstudaginn og þá er barasta hægt að flytja inn. Voila.

Þetta hefur nú reyndar tekið nokkra mánuði, en þetta er svo fullkomið að þið getið varla ímyndað ykkur það. Þannig að það er svo sem þess virði að taka sér góðan tíma í þetta.

Ég set myndir inn á Flickerinn þegar tækifæri gefst.

Það er loksins búið að selja Vonarhólminn (ástkært heimili okkar), og við eigum að afhenda hann í byrjun júlí, þannig að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.

Nú vantar mig bara vinnu! Anyone?

laugardagur, maí 06, 2006

aftur status:

fékk neikvætt svar frá landslagsarkítektunum sem voru greinilega að leita að mér reyndari manneskju. fór svo í annað atvinnuviðtal í gær sem mér fannst ganga mun betur en síðasta. fólkið var einhvern veginn svo miklu afslappaðra og meira prófessjónalt.

í schönbergsgade er búið að setja rör í veggina í baðherberginu. það er eitthvað sjúsk finnst mér, en reddast svosem. búið að fylla í gatið á milli hæða greinilega með stálullarbombu og svo flotað smá yfir draslið (tómahljóð í þessu). Það er allt svo skrítið í útlöndum. en fegin er ég að heyra ekki erik skíta (manninn á hæðinni fyrir neðan). ja, þótt það hafi svosem ekki verið vandamál hingað til.

stakan syngur á morgun fyrir gesti og gangandi sem villast úr kristjaníu á leið í bæinn. skemmtilegt prógramm og krefjandi fyrir litla kórinn, en reddast, reddast!

sjáumst kannski þar?! refshalevej 80 kl. 15. be there ;)

miðvikudagur, maí 03, 2006

status

hm. fór í atvinnuviðtalið á mánudaginn og var sálgreind af rekstrarstjóranum. fannst það frekar óþægilegt. ef hann hefði sleppt því að spyrja þessara skrítnu spurninga og bara spurgt mig hver ég væri, hefði ég getað sagt honum þetta allt á innanvið fimm mínútum. það má til gamans geta, að viðtalið varaði í einn tíma og kortér.

er þó ekki búin að fá svar þaðan. hver veit nema ég fái djobbið.

annars allt á réttri leið. fékk eina flís senda til að skoða, líst bara ágætlega á litinn. þetta er þó greinilega ekkert design-undur, þessi flís. en ég þekki ekkert til flísaiðnaðarins, þeir eru kannski ekki haldnir fullkomnunaráráttu í þeim bransa.

halli bró ætlar að kíkja á okkur í næstu viku, júbbí! þá er loksins hægt að taka til hendinni ;)

ses