Jæja jæja
Þá er að síga ró á mig. Píparinn kom náttúrulega ekki í síðustu viku en kannski í lok þessarar viku. Allt sem hefur verið sagt við mig í þessu máli hefur annað hvort verið lygi eða misskilningur, ef ekki bæði. Ég trúi engum meir. Kemur í ljós NÚNA að lagnirnar eru EKKI ólöglegar, sem þýðir að þær verða eins og þær eru áfram. Það þýðir þó ekki að málið verði minna flókið fyrir það. Og það þýðir heldur ekki að við fáum baðherbergi fyrr en í lok maí. Hvað er málið með þetta bað?
Eitt er víst. Þetta er óhuggulegur bransi.
mánudagur, mars 27, 2006
föstudagur, mars 17, 2006
Asskoti taka framkvæmdir mikinn tíma
Þetta verður bara aldrei búið! Er ekki einu sinni búin að lakka, en var með heilan flokk um helgina í málningarvinnu. Það er þó að komast svipur á þetta og ég er loksins búin að ná í pípara húsfélagsins sem ætlar líklega (vonandi) að koma og ganga frá lögnum í næstu viku. Og þá má hefjast handa við að múra (nei, nei, hrópuðu hendurnar).
Annars gistum við Tobi á Hvidovre sjúkrahúsi um helgina, því pollinn drakk svosem einn sopa af shellakki (sem er notað til að "loka" við, (þ.e.a.s. tré með kvistum)). Klaufaskapur. En við sluppum með skrekkinn og hann fékk ekki lungnabólgu. Hins vegar er hann veikur núna, en ég kenni veðrinu um. Drullukuldi og grámygla.
Já. Þetta voru raunir atvinnulausrar konu.
Þetta verður bara aldrei búið! Er ekki einu sinni búin að lakka, en var með heilan flokk um helgina í málningarvinnu. Það er þó að komast svipur á þetta og ég er loksins búin að ná í pípara húsfélagsins sem ætlar líklega (vonandi) að koma og ganga frá lögnum í næstu viku. Og þá má hefjast handa við að múra (nei, nei, hrópuðu hendurnar).
Annars gistum við Tobi á Hvidovre sjúkrahúsi um helgina, því pollinn drakk svosem einn sopa af shellakki (sem er notað til að "loka" við, (þ.e.a.s. tré með kvistum)). Klaufaskapur. En við sluppum með skrekkinn og hann fékk ekki lungnabólgu. Hins vegar er hann veikur núna, en ég kenni veðrinu um. Drullukuldi og grámygla.
Já. Þetta voru raunir atvinnulausrar konu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)