mánudagur, mars 27, 2006

Jæja jæja

Þá er að síga ró á mig. Píparinn kom náttúrulega ekki í síðustu viku en kannski í lok þessarar viku. Allt sem hefur verið sagt við mig í þessu máli hefur annað hvort verið lygi eða misskilningur, ef ekki bæði. Ég trúi engum meir. Kemur í ljós NÚNA að lagnirnar eru EKKI ólöglegar, sem þýðir að þær verða eins og þær eru áfram. Það þýðir þó ekki að málið verði minna flókið fyrir það. Og það þýðir heldur ekki að við fáum baðherbergi fyrr en í lok maí. Hvað er málið með þetta bað?

Eitt er víst. Þetta er óhuggulegur bransi.

Engin ummæli: