föstudagur, mars 17, 2006

Asskoti taka framkvæmdir mikinn tíma

Þetta verður bara aldrei búið! Er ekki einu sinni búin að lakka, en var með heilan flokk um helgina í málningarvinnu. Það er þó að komast svipur á þetta og ég er loksins búin að ná í pípara húsfélagsins sem ætlar líklega (vonandi) að koma og ganga frá lögnum í næstu viku. Og þá má hefjast handa við að múra (nei, nei, hrópuðu hendurnar).

Annars gistum við Tobi á Hvidovre sjúkrahúsi um helgina, því pollinn drakk svosem einn sopa af shellakki (sem er notað til að "loka" við, (þ.e.a.s. tré með kvistum)). Klaufaskapur. En við sluppum með skrekkinn og hann fékk ekki lungnabólgu. Hins vegar er hann veikur núna, en ég kenni veðrinu um. Drullukuldi og grámygla.

Já. Þetta voru raunir atvinnulausrar konu.

Engin ummæli: