föstudagur, júlí 23, 2004

Fundinn!

Ég fékk Bernhard með mér í leitina og þar sem hann er nú skeptískur maður, var ekki sama hvað var valið. Við fundum einn mjög stabílann á góðu verði í Dragör - þekkt með réttnefni sem ðí end off ðe vörld, en OK. Einu atriðinu minna að hugsa um, og það er ánægjulegt.
Á sunnudaginn verður svo haldið upp á þrítugsafmæli mannsins, þar er að sjálfsögðu öllum velkomið að mæta sem vettlingi geta haldið - og sem eru í Kaupmannahöfn þann daginn.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Barnavagnaleit

Ekki er ein leitin á enda fyrr en sú næsta hefst. Er ég í desperat barnavagnaleit eftir að við mamma römbuðum inn í barnavagnabúð til að tékka á prísunum. Ekki er saga frá því að segja að allflestir barnavagnar eru seldir á okurprís, mér til mikils hryllings. Hef ég því hafið mikla leit á veraldarvefnum að notuðum barnavagni... Og þó. Sá auglýsingu á Öresundkollegíinu þar sem barnavagn var til sölu fyrir all minni pening. Hann ætlum við að kíkja á í kvöld. Ef einhver kannast við hljómsveitina Enú, virðist svo vera sem þessi Haraldur sem á barnavagninn (enn...) spili á hljómborð í þeirri sveit. Það er meiri vitleysan sem hægt er að fá út úr þessu neti ef maður leggur það á sig að goooogla.
Annars er lítið að frétta nema að sumarið lætur eitthvað á sér standa hér í bæ. Helst vildi ég vera í sumarblíðunni í kexverksmiðjunni góðu.