Hvað á barnið að heita? (QuiZ)
Þetta er stóra spurningin. Við stöndum í stappi við stjórnvöld í landinu græna um nafnalög og annað góðgæti. Hér hefur maður keypt sér gottgilt íslenskt fornafn sem eftirnafn, og þýðir þá að sá maður og fjölskylda hans hefur einkarétt á því nafni. Ég held því fram að ég sé hérna tímabundið í námi (enda komin með meira en nóg af stjórnmálum, útlendingahati og lögum þessa lands), og þykist geta skírt son minn því nafni sem mér sýnist. Ekki eru allir sammála um það, og þess vegna stappið. Ég gæti skilið vesenið ef ég ætlaði að skíra blessað barnið Bambi (sem reyndar er löglegt, íslenskt nafn!)... En ég er sem betur fer ekki gengin af göflunum (fyrirgefðu, Bambi, ef þú lest þetta)!
Hér er að koma vetur, það er mjög einkennilegt að veturinn komi og það verði meira og meira myrkur á morgnanna en ég fer hvorki í skóla né vinnu, heldur sit heima með pelabarnið. Og er byrjuð að sauma aftur, í pásunum!
þriðjudagur, október 19, 2004
laugardagur, október 02, 2004
Allt á uppleið - pelabarn og stolt af því!
Hér er allt á uppleið eftir að það komst rútína á pelann. Nú gengur drengurinn eins og klukka, drekkur á þriggja tíma fresti og sefur á næturnar (þ.e.a.s. á milli þriggjatíma þorstans). Þar af leiðandi er ég ekki lengur jafn stressuð yfir því að barnið fái ekki nóg. Og hann lætur jú vita af því þegar ekki er nóg!
Það er erfiðara en maður heldur að vera mamma. Það auðveldasta í þessu er að ganga með barnið í þessa níu mánuði og ýta því út um rétt gat. Það erfiða byrjar um leið og barnið kemur í fang manns blautt og úfið, gargandi úr sér (og mér) allt vit.
Og það merkilega: ég þekki grát hans úr, þótt það væru fimmtíu grenjandi smábörn í herberginu, myndi ég rata á hann í blindni. The Wonders of Motherhood, hah!
Hér er allt á uppleið eftir að það komst rútína á pelann. Nú gengur drengurinn eins og klukka, drekkur á þriggja tíma fresti og sefur á næturnar (þ.e.a.s. á milli þriggjatíma þorstans). Þar af leiðandi er ég ekki lengur jafn stressuð yfir því að barnið fái ekki nóg. Og hann lætur jú vita af því þegar ekki er nóg!
Það er erfiðara en maður heldur að vera mamma. Það auðveldasta í þessu er að ganga með barnið í þessa níu mánuði og ýta því út um rétt gat. Það erfiða byrjar um leið og barnið kemur í fang manns blautt og úfið, gargandi úr sér (og mér) allt vit.
Og það merkilega: ég þekki grát hans úr, þótt það væru fimmtíu grenjandi smábörn í herberginu, myndi ég rata á hann í blindni. The Wonders of Motherhood, hah!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)