Back to reality
Það var einhver sem klukkaði mig en ég hef ákveðið að líta framhjá þeirri staðreynd, fyrst að mér finnst ég hafa um eitthvað annað og mikilvægara að tala en sjálfa mig. Jú, ég er byrjuð í nýrri vinnu sem skipulagsfræðingur í Rödovre Kommune. Ekkert nema gott um það að segja, þar sem ég er ein af fáum þarna inni sem fæ raunverulega að teikna eitthvað í bland við það að svara fáránlegum fyrirspurnum borgara sem gjarnan vilja breyta einhverju sem þau hafa ekki leyfi til að breyta.
En það var í dag að mér var harkalega bent á það að sumt gæti maður bara ekki breytt, það var ekki einu sinni þess virði að reyna að berjast fyrir því. Þetta var spurning um mann sem reyndi að spyrjast fyrir um hvort að hægt væri að byggja hótel og ráðstefnusal á svæði sem er lagt út sem iðnaðarsvæði. Ég fékk að vita það að við værum tilbúin til að taka þetta í gegn og gera nýtt deiliskipulag ef ekki væri fyrir sorpeyðingarstöð sveitarfélagsins sem liggur steinsnar þarna frá, því það yrði að færa þessa sorpeyðingarstöð ef yrði af plönunum. Og það kostar pening.
Mér finnst bara svo leiðinlegt fyrir sveitarfélagið að missa af svona tækifæri þar sem einhver er tilbúinn til að fjárfesta í svæðinu og vera með til að breyta því úr úreltu iðnaðarsvæði í eitthvað annað. En góðir hálsar: this is reality.
ALLT VALD TIL SKIPULAGSFRÆÐINGANNA! Niður með stjórnmálamenn.
föstudagur, júní 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)