fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Back to reality

Það var einhver sem klukkaði mig en ég hef ákveðið að líta framhjá þeirri staðreynd, fyrst að mér finnst ég hafa um eitthvað annað og mikilvægara að tala en sjálfa mig. Jú, ég er byrjuð í nýrri vinnu sem skipulagsfræðingur í Rödovre Kommune. Ekkert nema gott um það að segja, þar sem ég er ein af fáum þarna inni sem fæ raunverulega að teikna eitthvað í bland við það að svara fáránlegum fyrirspurnum borgara sem gjarnan vilja breyta einhverju sem þau hafa ekki leyfi til að breyta.

En það var í dag að mér var harkalega bent á það að sumt gæti maður bara ekki breytt, það var ekki einu sinni þess virði að reyna að berjast fyrir því. Þetta var spurning um mann sem reyndi að spyrjast fyrir um hvort að hægt væri að byggja hótel og ráðstefnusal á svæði sem er lagt út sem iðnaðarsvæði. Ég fékk að vita það að við værum tilbúin til að taka þetta í gegn og gera nýtt deiliskipulag ef ekki væri fyrir sorpeyðingarstöð sveitarfélagsins sem liggur steinsnar þarna frá, því það yrði að færa þessa sorpeyðingarstöð ef yrði af plönunum. Og það kostar pening.

Mér finnst bara svo leiðinlegt fyrir sveitarfélagið að missa af svona tækifæri þar sem einhver er tilbúinn til að fjárfesta í svæðinu og vera með til að breyta því úr úreltu iðnaðarsvæði í eitthvað annað. En góðir hálsar: this is reality.

ALLT VALD TIL SKIPULAGSFRÆÐINGANNA! Niður með stjórnmálamenn.

föstudagur, júní 29, 2007

sunnudagur, júlí 30, 2006

Fríið

Yes, sumarfríið bara komið og farið. Þrjár vikur liðu sem ein og allt í einu er tími atvinnuumsóknanna kominn aftur! Búin að bóka tvö viðtöl sem komið er, og er jákvæð. Eftir þriggja vikna afslöppun er annað jú ekki hægt.

Ég held að ég hafi sjaldan upplifað jafn velheppnað frí. Ferðinni var heitið til Jótlands, til Helsinki og til Svíþjóðar í þremur ferðum með þremur mismunandi farartækjum. Við býttuðum á íbúðum með vinkonu B. rétt fyrir utan Árósa, og fengum bílinn hennar lánaðann á meðan. Það var mjög skemmtilegt, við keyrðum eins og við ættum lífið að leysa og fórum á alla túristastaðina. Við komum svo heim á sunnudagseftirmiðdegi og lögðum íann til Helsinki kl. 5 daginn eftir. Við héldum að Tóbías myndi flippa en hann tók þessu vel, var bara spenntur að komast í flugvélina.

Helsinki er dálítið skrítin borg, minnir mig á margan hátt á Vín eða jafnvel Búdapest, en er minni og er náttúrlega hafnarborg. Tóbías vildi helst vera að leika sér á leikvöllunum sem eru til algjörrar fyrirmyndar, það eru t.d. kassar með leikföngum! Þannig að við B. vorum mest að chilla í sólinni sem skein sem betur fer mest allan tímann. Við fórum m.a. á nýlistasafnið Kiasma (/Steven Holl) þar sem við skemmtum okkur yfir The Complaints Choir of Helsinki, þetta hafði mikil áhrif á okkur. Líka skemmtilegt hús.

Eftir að hafa tekið föstudaginn í síðustu viku heima, leigðum við svo bíl á laugardag og héldum til Svíþjóðar, nánara tiltekið í lítið kot rétt norður af Osby ef það segir ykkur eitthvað. Við höfðum það agalega gott í sænsku skógunum og fórum að synda á hverjum degi í afskekktu vatni. Sjáið myndir. Bernhard setti líka nokkrar myndir inn frá Helsinki.

That´s it folks. Back to work.

föstudagur, júní 09, 2006

Loksins flutt

Og flickerinn smá uppdateraður.

sunnudagur, maí 28, 2006

Jamm

Allt að gerast bara. Síðan síðast hafa verið hér tveir menn að redda hlutum, báðir mest í baðherberginu. Valtarakallinn reif gólfið upp og lagaði veggina en pabbi setti svo flísarnar á þá. Nú er bara að bíða eftir gólfinu sem verður vonandi tilbúið á fimmtudaginn. Svo á klósettið að koma á föstudaginn og þá er barasta hægt að flytja inn. Voila.

Þetta hefur nú reyndar tekið nokkra mánuði, en þetta er svo fullkomið að þið getið varla ímyndað ykkur það. Þannig að það er svo sem þess virði að taka sér góðan tíma í þetta.

Ég set myndir inn á Flickerinn þegar tækifæri gefst.

Það er loksins búið að selja Vonarhólminn (ástkært heimili okkar), og við eigum að afhenda hann í byrjun júlí, þannig að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.

Nú vantar mig bara vinnu! Anyone?