sunnudagur, maí 28, 2006

Jamm

Allt að gerast bara. Síðan síðast hafa verið hér tveir menn að redda hlutum, báðir mest í baðherberginu. Valtarakallinn reif gólfið upp og lagaði veggina en pabbi setti svo flísarnar á þá. Nú er bara að bíða eftir gólfinu sem verður vonandi tilbúið á fimmtudaginn. Svo á klósettið að koma á föstudaginn og þá er barasta hægt að flytja inn. Voila.

Þetta hefur nú reyndar tekið nokkra mánuði, en þetta er svo fullkomið að þið getið varla ímyndað ykkur það. Þannig að það er svo sem þess virði að taka sér góðan tíma í þetta.

Ég set myndir inn á Flickerinn þegar tækifæri gefst.

Það er loksins búið að selja Vonarhólminn (ástkært heimili okkar), og við eigum að afhenda hann í byrjun júlí, þannig að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.

Nú vantar mig bara vinnu! Anyone?

Engin ummæli: