miðvikudagur, maí 03, 2006

status

hm. fór í atvinnuviðtalið á mánudaginn og var sálgreind af rekstrarstjóranum. fannst það frekar óþægilegt. ef hann hefði sleppt því að spyrja þessara skrítnu spurninga og bara spurgt mig hver ég væri, hefði ég getað sagt honum þetta allt á innanvið fimm mínútum. það má til gamans geta, að viðtalið varaði í einn tíma og kortér.

er þó ekki búin að fá svar þaðan. hver veit nema ég fái djobbið.

annars allt á réttri leið. fékk eina flís senda til að skoða, líst bara ágætlega á litinn. þetta er þó greinilega ekkert design-undur, þessi flís. en ég þekki ekkert til flísaiðnaðarins, þeir eru kannski ekki haldnir fullkomnunaráráttu í þeim bransa.

halli bró ætlar að kíkja á okkur í næstu viku, júbbí! þá er loksins hægt að taka til hendinni ;)

ses

Engin ummæli: