Fríið
Yes, sumarfríið bara komið og farið. Þrjár vikur liðu sem ein og allt í einu er tími atvinnuumsóknanna kominn aftur! Búin að bóka tvö viðtöl sem komið er, og er jákvæð. Eftir þriggja vikna afslöppun er annað jú ekki hægt.
Ég held að ég hafi sjaldan upplifað jafn velheppnað frí. Ferðinni var heitið til Jótlands, til Helsinki og til Svíþjóðar í þremur ferðum með þremur mismunandi farartækjum. Við býttuðum á íbúðum með vinkonu B. rétt fyrir utan Árósa, og fengum bílinn hennar lánaðann á meðan. Það var mjög skemmtilegt, við keyrðum eins og við ættum lífið að leysa og fórum á alla túristastaðina. Við komum svo heim á sunnudagseftirmiðdegi og lögðum íann til Helsinki kl. 5 daginn eftir. Við héldum að Tóbías myndi flippa en hann tók þessu vel, var bara spenntur að komast í flugvélina.
Helsinki er dálítið skrítin borg, minnir mig á margan hátt á Vín eða jafnvel Búdapest, en er minni og er náttúrlega hafnarborg. Tóbías vildi helst vera að leika sér á leikvöllunum sem eru til algjörrar fyrirmyndar, það eru t.d. kassar með leikföngum! Þannig að við B. vorum mest að chilla í sólinni sem skein sem betur fer mest allan tímann. Við fórum m.a. á nýlistasafnið Kiasma (/Steven Holl) þar sem við skemmtum okkur yfir The Complaints Choir of Helsinki, þetta hafði mikil áhrif á okkur. Líka skemmtilegt hús.
Eftir að hafa tekið föstudaginn í síðustu viku heima, leigðum við svo bíl á laugardag og héldum til Svíþjóðar, nánara tiltekið í lítið kot rétt norður af Osby ef það segir ykkur eitthvað. Við höfðum það agalega gott í sænsku skógunum og fórum að synda á hverjum degi í afskekktu vatni. Sjáið myndir. Bernhard setti líka nokkrar myndir inn frá Helsinki.
That´s it folks. Back to work.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ skvís
Bara að láta vita af mér :)
aus
Skrifa ummæli