laugardagur, október 02, 2004

Allt á uppleið - pelabarn og stolt af því!

Hér er allt á uppleið eftir að það komst rútína á pelann. Nú gengur drengurinn eins og klukka, drekkur á þriggja tíma fresti og sefur á næturnar (þ.e.a.s. á milli þriggjatíma þorstans). Þar af leiðandi er ég ekki lengur jafn stressuð yfir því að barnið fái ekki nóg. Og hann lætur jú vita af því þegar ekki er nóg!
Það er erfiðara en maður heldur að vera mamma. Það auðveldasta í þessu er að ganga með barnið í þessa níu mánuði og ýta því út um rétt gat. Það erfiða byrjar um leið og barnið kemur í fang manns blautt og úfið, gargandi úr sér (og mér) allt vit.
Og það merkilega: ég þekki grát hans úr, þótt það væru fimmtíu grenjandi smábörn í herberginu, myndi ég rata á hann í blindni. The Wonders of Motherhood, hah!

Engin ummæli: