Hann er kominn!
Til allra sem ekki vita það nú þegar: drengurinn fæddist 17. september, á afmæli föðurömmu sinnar (og félaga Jóa reyndar líka). Hann er við góða heilsu, sterkur og duglegur.
Já, maður er orðinn ríkur (svo ég kvóti konu Unnsteins - já eða Kormák afa úr Jóni Oddi & Bjarna), en hins vegar er eitt horfið úr lífi manns: svefn. Hryllilegt.
Brjóstin eru eitthvað að láta á sér standa, tekur einhvern tíma að kreista úr þessu gusurnar. Í millitíðinni er drengurinn hafður á aukanæringu á eftir hverri brjóstagjöf. Það reynir mikið á litla fjölskyldu þar sem allir eru í fyrstu prufukeyrslu. Á meðan þetta er að lagast verður að vera algjör ró á heimilinu, þess vegna engar heimsóknir enn.
Ég hlakka samt til að sjá ykkur aftur - þegar við erum tilbúin :-D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli