fimmtudagur, september 09, 2004

Móðursýki /hysteria

Jebb, mín er orðin móðursjúk, hvorki meira né minna. Fór upp á fæðingardeild í gær til að láta tékka á barninu, þar sem ég hafði ekki frétt til þess í sólahring, og dagana á undan hafði það ekki látið mikið í sér heyra.
Hef greinilega látið þetta LFB jobb slá mig eitthvað út af laginu, hafði verið stressuð og vitlaus allan daginn yfir asnalegum tölvuformötum og öðru því já: ekkert að barninu, að sjálfsögðu ekki. Mér finnst þetta frekar fíflalegt, að fara upp á sjúkrahús útaf öðru eins, en mér fannst þetta bara svo spúkí að ég vildi ekki vera hrædd og vitlaus lengur.
Ljósmóðurinni sem tók á móti mér fannst ég svo döpur að hún tók sig til og fékk lífssöguna upp úr mér og meira til, hún spurði um ALLT. Ég er svo kurteis að ég svaraði barasta öllu sem hún spurði mig um eftir bestu getu. Veit svo sem ekki hvað hún skrifar í skýrslurnar en henni tókst að ýta á alla gráttakkana á mér áður en hún setti á mig "hjartabeltið".
Nú vona ég bara að ég þurfi ekki að ganga í gegnum fleiri móðursýkisköst, enda er ég að hugsa um að hætta að vinna í bili og hætta að hugsa um það einu sinni. Leggjast bara upp í sófa með tærnar upp í loft og njóta þess að hafa tíma til þess. Kannski í síðasta sinn.

Engin ummæli: