Fyrsti skóladagur
Var á skólasetningu í dag. Merkilegt að koma inn í salinn fullan af fólki og á sviðinu stendur óperusöngvari með allan gáng í Figaro. Mér datt næstum í hug að segja "snobbað" - síðustu þrjú skipti hefur verið annað hvort gamaldags jazz eða bigband (sem er í mínum huga næstum það sama), og núna erum við sem sagt komin í háklassíkina. Mér fannst þetta náttúrlega mjög skemmtilegt - enda tölum við hér um aríur sem allir þekkja nema að þeir hafi aldrei farið í heimsókn til ömmu, eða að amman hafi fílað rokkmússík og rás tvö: sem sagt: mjög auðmelt prógram. EN snobbað fannst mér það samt. Datt ekki annað í hug en að mér undanskildri væri svo sem einn sextándihluti nemanda spenntir fyrir óperu, og hinir væru bara að reyna að líta út fyrir að vera interesseraðir. Hér er náttúrlega staðfesting á fordómum sjálfrar mín gagnvart samnemendum mínum... Afsakið.
Sá prógram um Bush (igen, igen) í sjónvarpinu í gær, í þetta skipti ekki um græðgi karlsins heldur trú. Mjög sérkennilegt að ímynda sér vestrænt samfélag sem augljóslega samþykkir að pólitík og trú blandist saman. Hér var þá sérstaklega talað um "trúarræður" Bush, "hið illa" og hina "útvöldu þjóð" (sem reynist í þessu tilfelli ekki vera Ísrael heldur USofA). Það fyndna fannst mér svo, að það var tekið viðtal við einhvern "trúarhöfðingja/ prest??" sem sagði að það góða við stjórnmál í hinu stóra landi væri einmitt sá patriotismi sem kandidatarnir taka fyrir gefið og byggja á... Fyrirgefðu, ég hélt að patriotismi væri neikvætt orð? Eða var það kannski bara í Evrópusambandinu? En nóg um það: eru Bandaríkin í heilögu stríði við íslömsk ríki, eða hvað?
Á heimavelli er húsið að breytast í vinnustað: eftir að nágrannarnir uppi hafa nýtt síðustu þrjá mánuði til að berja eldhúsið sundur og saman aftur er náunginn skakkt fyrir neðan nú byrjaður á sínu eldhúsi/ baði, sem reyndar var gert nýtt fyrir þremur árum! Hann er nýfluttur inn, sko. Hvernig er það, er ekki hægt að notast við neitt sem var gert upp fyrir þremur árum? Það er eins og þegar maður flytji inn í nýja íbúð VERÐI maður bara að fá allt nýtt! Held að öll þessi boligprógrömm í sjónvarpinu sé að gera fólk vitlaust! Makeover here I come!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli