laugardagur, ágúst 28, 2004

Áskorun

Næst þegar þið fáið pest (með tilheyrandi nefrennsli, haus- og eyrnaverk ásamt almennum slappleika), hengið utan á ykkur svo sem tvo tveggjakílóspakka af sykri og sjáið hversu pirraður maður verður. Það er ekki skemmtilegt að fá kvef, en enn verra að burðast með ósofandi smábarn inni í sér. Munið það næst þegar þið verðið veik!

Takk fyrir fjöldan af misskemmtilegum fæðingarsögum. Reyndar halda ljósmæðurnar á Frederiksberg Hospital því fram að ENGIN kona fæði í meira en tólf tíma - hins vegar geti maður verið með "túrverki" í nokkra daga á undan. Ekki veit ég hvað til er í þessum sögum. Vona bara að þegar að því komi verði þetta lítið sem ekkert mál.

Engin ummæli: