mánudagur, ágúst 23, 2004

Nennessekki

Er orðin þreytt á þessu. Nenni ekki að blogga, nenni ekki að hjóla (gefst upp eftir korterið), nenni ekki að liggja í sólinni. Nenni ekki að hafa þetta kríli inni í mér lengur.
Er hægt að fá aðstoð hérna? Hvernig væri ef vísindamenn heimsins tækju sig saman og gerðu ekstern legpoka sem hægt væri að hafa á bakinu? Það kæmi sér vel að notum svona þegar líður á seinni helming meðgöngu og maður bara nennir ekki að standa í þessu lengur.
Er annars búin að vera svakalega dugleg og laga kjólinn hennar Juliane (sem by the way varð 10. á ólympíuleikunum - svaka svekkt (væri ég svekkt yfir því að vera með þeim tíu bestu í heiminum?!)), fór í bakaríið í morgun (þ.e.a.s. þegar ég vaknaði = frekar seint) og þvoði gólfið í stofunni (sem er ekki nema klukkutíma prógram (helvítis trégólf)).
Er svo byrjuð aftur í vinnunni og virðist vera eitthvað aðeins meira en þrír tímar á viku, allavega núna á meðan við erum að skrúfa hlutina saman. Hins vegar lofar góðu, og ég mæli með kúrsinum fyrir þá sem hafa áhuga (og eru í Kaupmannahöfn þetta skólaárið).
Og - wish me luck. Það erfiðasta er ennþá eftir...

Engin ummæli: