miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Allt á floti alls staðar

Var svo heppin að fá valtarakall í þrotlausa vinnu hérna hjá mér. Það voru náttúrlega bornar í hann veitingarnar og það voru bjórpásur á hálftíma fresti. Ég gerði ekki annað en að baka og hella uppá kaffi.

Nei, eins og allir vita sem þekkja mig eitthvað af viti, er ég ekki manneskja til að standa í húsmóðurstörfum, þannig að ég var í múrverki og öðru. Gummi frændi er líka búinn að standa sig eins og hetja við að mixa eldhúsinnréttinguna, meitla niður veggi og annað. Frábært að fá svona gaura með sér, allt gerist miklu hraðar þegar fleiri eru saman.

Kærar þakkir til allra sem hafa droppað inn og haft hönd í bagga. There´s still a long way, og þið vitið hvar ég á heima! ;)

Ennþá eru myndir hérna hjá mér. Vantar að vísu updateringu, verð að taka myndir á morgun.

Engin ummæli: