Hefst þá framkvæmd mikil
Við fengum íbúðina afhenta viku fyrr. Reyndar óþrifna og ógeðslega plús að það er einhver risa skápur inn í einu herberginu sem við könnumst ekki við að hafa sett þar. Og svo eru baktröppurnar fullar af einhverju drasli líka. (hellooo?) En allavega, afhent íbúð er afhent íbúð.
Og við náttúrlega komin á fullt. Það var ráðist á hraunvegginn í dag, það er bara hægt að taka þetta af með spaða, sem betur fer. Hins vegar verður að múra upp í þetta aftur - allt í drasli. Fylgist endilega með *HÉR* ...
Og okkur vantar fólk í fúlskapinn. Komið og berjið reiðina út. Já, og svo vantar okkur svosem einn smið líka í leiðinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli