Sambúðarörðugleikar
Sambúinn er fúll. Hann yrðir ekki á okkur orð, en tókst m.a. að drekka eplasafann minn og éta tómatana mína, svo ekki sé minnst á kílóið af eplum nú um helgina. Að sjálfsögðu án þess að spyrja, þetta hvarf bara svona smátt og smátt. Argh. Ég þoli ekki að búa með fúlu liði sem samkjaftar ekki.
Í kvöld sakna ég íbúðarinnar minnar, sakna skólans, sakna Kaupmannahafnar. Ekki það að Vín sé ekki stórfín, ég vil bara ekki fara aftur að vinna (ekki á morgun heldur hinn), mig langar í lángþreytta tryggð skólasetunnar. Plús það að mig langar að búa einni með Bernhard, þar sem maður veit að hverju maður gengur og hefur ekki einhvern fúlan yfir manni öll kvöld og daga ef maður er heima (maðurinn mætir jú ekki einu sinni í skólann: ekta SLOPFEN!).
Þetta var mjög góð helgi. Bíó, matur hjá vini Bernhards á laugardagskvöld. Í dag fórum við í göngutúr með foreldrum hans, það var mjög huggulegt. Nora setur að vísu dálítið út á hann, en þetta gekk. Karlinn er drullusætur við mig og við ræddum traffík og skipulagsmál.
Ég sakna ykkar! Af hverju getur maður ekki haft allt í einum pakka? Vini, kærasta, nýjar slóðir... alles?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli