Ný vinna
Fyrsta heila vinnudegi mínum er lokið.
Ég er að drepast í bakinu. Ég sit á versta stólnum á kontorinu, það er samt enginn kollur, bara ekki hannaður til að sitja við tölvu á honum. Ég er þreytt. Ég vil bara fá frí aftur, ekkert annað!
Gefst samt ekki upp. Fyrsti dagurinn er jú alltaf erfiðastur.
Engin stóruppgötvun á nýjum vinnustað: þetta er greinilega alltaf sama rútínan bara. Ég á að lappa uppá projekt fyrir 9 íbúðir. Verkefnið er komið það langt að búið er að takmarka allan fjandann, ekkert sérstaklega kreatívt við það. En samt er hægt að laga það mikið fyrir það. Ég á að ákveða hvernig húsið á að líta út frá götunni og frá garðinum séð (húshliðar), plús ákveða hvernig innkeyrslan er (það verður hægt að parkera bílum inni í garðinum). Það er búið að ákveða gjörsamlega hvernig íbúðirnar verða, nema vantar að ákveða hvernig svalirnar eru. Það á að byrja að byggja næsta vor, þannig að ég fæ líklega að ráða hvernig húsið lítur út áður en það verður sett í framkvæmd!
Það er einhver spenna hérna á milli sambúans og Bernhards, þeir talast ekki við nema í einhverjum pirringi. Held samt að það komi mér ekki við, það er bara erfitt að búa með vinum sínum greinilega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli