Fyrsta fönnin féll í gærkvöldi. Það var orðið dimmt þegar ég grunlaus gekk út úr metróstöðinni á leið út á sporvagnstoppistöð. Viti menn, slyddan hrundi niður úr himninum, illa lýst gatan var blaut og flokkur fólks húkti í sporvagnsskýlinu. Ekki leið á löngu þar til ég var orðin blaut í fæturna, enda í lágbotna Bianco skónum.
Hvenær verða draumarnir að veruleika? Verst er þegar maður enga drauma hefur, heldur flýtur áfram í einhverri óskiljanlegri sælu eins og ég geri í augnablikinu. Gleymi öllu um skóla og aðra ókosti lífsins. Er bara og hángi í tómarúmi á milli þessa lífs og hins. Pása.
Ég er stóránægð í vinnunni. Ég held ég sé búin að fá yfirmann minn af hugmyndinni um að mála húsið röndótt. Hvernig í ósköpunum á maður að finna liti sem eiga eftir að líta vel út eftir tíu ár? Það er nefnilega akkúrat það verkefni sem hann setti í hendurnar á MÉR! Hann vissi bara ekki að mér finnst flestir litir fallegir og flestir litir fallegir saman, þeir gefa bara mismunandi tilfinningu. Málið er að ef ég á að finna fimm liti sem "víbrera" saman, tekur það að minnsta kosti nokkra mánuði fyrir mig, allavega ef ég á að vera viss um að þeir geti verið fallegir eftir tíu ár líka, hvað þá eftir fimmtíu ár! Þá er málið að finna eitthvað sem er jafn tímalaust og... já t.d. skotapilsmunstur!!! Glætan. Ég á að vera búin á þriðjudag.
Og já. Hvernig fékk ég yfirmanninn næstum því af hugmyndinni með rendurnar? Ég kom með eitthvað ennþá fallegra: tveir þungir, dökkir klumpar mætast. Annar þeirra er dökkgrár, hinn er ívið ljósari. Þeir stangast á en renna samt saman þar sem þeir leiða báðir inn í garðinn fyrir innan. Í skorinni á milli þeirra (stigaganginum) glittir á appelsínugult innviðið, gluggakarmarnir eru í heitum litum og litað gler er sett fyrir framan frönsku altönin sem líka eru í rauðleitum litum. Þetta er eins og hraunið þar sem glittir í kvikuna undir.
Þið ekki-arkítektar: haldiði ekki að þið mynduð vilja búa í svona húsi?
Bwadr, alltaf sama faglega gasið.
Eftir að ég hætti við Dónaeyjuna (Sorrí þið Dóna-fans, hún var of stór!) hef ég ekki drullað mér til að setja myndirnar af mínum lita bletti (þar sem ég ætla að gera mini-verkefnið mitt) í skjal og senda til prófessorsins. En nú fer að koma að því. Við Bernhard erum jú líka að gera Osló að betri stað að lifa, ja svona með annari hendinni, þannig að ég sé nú ekki að ég sé eitthvað slórandi hérna. En það er jú alltaf best að hafa mörg verkefni í gangi, þá leiðist manni minna á milli kaffihúsaferðanna!
Ég hef það annars í huga að gera graskerssúpu í hádegismat á morgun, þannig að ef einhver á leið um þessi stræti, bjallið í mig og þið eruð velkomin í mat! :-D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli