Meiri þoka og jólaföndrið byrjar í dag
Borgin er að drukkna í þoku. Hún flýtur um allt eins og mjólkurský í vatni. Hér sést ekki út á næsta götuhorn.
Ég var að drukkna úr vinnu alla síðustu viku, og vann yfirvinnu uppá hvern dag eins og alvöru arkítektanema sæmir. Ég er við að fá alveg nóg af þessu verkefni, en mér sýnist ég verða að fá prófessorinn til að samþykkja þetta sem skólaverkefnið fyrir þessa önn, því ég nota of mikinn tíma í vinnunni og hef þar af leiðandi engan tíma til að sinna önnum verkefnum.
EN: í dag er frídagur, ég ákvað að í dag skyldi ég ekki gera neitt. En manneskja eins og ég á erfitt með að hemja sköpunargleðina (að sjálfsögðu) og ákvað þess vegna að kaupa mér föndurpappír í Libro og byrja jólaföndrið í dag. Mér tókst að gera einn "hjartapoka" áður en ég hálf gafst upp. Þetta er næstum jafn erfitt og í vinnunni!!! Það er miklu meira frí í að horfa út í loftið held ég bara.
Það mikilvægasta er: ég lifi af. Jafnvel í þokunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli