Höfuðpaurinn er súr
Já, það hlaut að koma að því. Hann er vanur að vera dálítið fúll á mánudögum en í dag var það verra. Ég kom seint í dag. Og fór klukkan hálf sex í staðin fyrir klukkan sex eins og ég geri yfirleitt. Það er að segja ef ekki stendur jafn illa á og í síðustu viku þegar ég fór heim uppúr hálf átta öll kvöld. Hann varð svo súr, ég hef aldrei séð annað eins. Hann sagði ekki neitt, varð bara reiður í andlitinu og horfði fúll í hina áttina, þegar ég sagðist vera að fara. Og þegar ég kom í morgun sagði hann "betra seint en aldrei", HALLÓ! Það er ekki eins og ég fá milljón fyrir að sitja þarna daginn út og inn.
Það versta er að maðurinn sagði við mig þegar hann réð mig að ég gæti "komið og farið eins og mér sýndist", já þetta voru hans eigin orð. Og að vegna þess hann gæti ekki boðið uppá mannsæmandi laun sæi hann þetta eins og "lærlingsstöðu" þar sem maður kemur og fer eins og í skólann.
Til að gera ykkur málið ljósara hef ég í fimm vikur unnið mér fyrir 400 Evrum, sem eru u.þ.b. 2 Evrur á klst (160 ISK)! Og enn hef ég ekki séð þess merki að borgunin komi.
Þannig að ef einhver á rétt á því að vera súr, þá er það ÉG!!!
Það góða við daginn að Bernhard keypti handa mér bangsa í sárabætur. Það er lítill gíraffi og heitir Frantizek.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli