Haustlitirnir og leikritið í útvarpinu
Það er komið haust. Næstum því vetur. Útum gluggann sé ég ekkert nema litrík lauf trjánna. Birkið er þykk gulbrúnt, skyrækkeren er ljósbrúnn eins og útibarið trédekk, kirsuberjatréð er blóðappelsínugult. Þar á mili standa blágrenið og furan, stöðug í grænu hulunni. Gloríettan er orðin gráleit í þokunni sem leggst yfir borgina á þessum tíma árs, í gráu ljósinu verða litirnir svo skærir, svo réttir.
Leikritið í útvarpinu snýst um ástir og erfiðleika í Rússlandi á stríðstíma (Dostojevskí). "Fyrirgefðu Katsjenka, ég er bara fátækur maður. Ég get ekki gert neitt, ég hef engin ráð!" Þetta virkar svo ólíklegt allt saman. Fyrir það fyrsta; útvarpsleikrit. Eftir að vera mötuð á sjónvarpsefni frá barnsfæðingu, finnst manni leikrit í útvarpi ósköp yfirlætisleg, jafnvel illa leikin. Kannski á maður svona erfitt með að ímynda sér þau, hljóðlúksuss kvikmyndanna hefur minnkað getu okkar til að ímynda okkur í eyðurnar. Fyrir það annað: stríð! Hvað er það? Hér á þjóðhátíðardaginn síðasta var ég jú minnt á hversu langt stríðsástand er frá okkur: þessar fínu stríðsvélar sem austurríski herinn var að kaupa sér vitna jú um að stríð er orðið eitthvað sem maður sér í sjónvarpinu. Eitthvað sem maður getur reddað fyrir horn ef maður á svona fínar stríðsflugvélar. Búmm búmm og svo er það búið, maður verður ekki einu sinni skítugur um hendurnar.
Talandi um skítugar hendur, ég gæfi mikið fyrir að komast í almennilega vinnu í augnablikinu, til að fá hendurnar í mold. Vinna úti og sjá afrakstur erfiðisins. Ég segi það, ég hefði átt að verða garðyrkjufræðingur!
Lokaorðin í útvarpsleikriti dagsins voru: "Morgen wird ein schöner Tag". Ég efa það nú. Í dag er ótrúlega fallegur dagur. Maðurinn minn sofandi svo vært inni í rúmi og ég í fullkomnum friði með sjálfri mér og verkefninu mínu. Í kvöld: matur hjá tengdó. Hversu mikils annars getur kvenmaður óskað sér?! ;-D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli