þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Þetta var nú meira vesenið.
Eins og ég hata stress held ég að ég hafi valið ranga atvinnugrein. Þetta voru mistök. Allt saman. Hefði átt að verða matvælafræðingur. Bókasafnsfræðingur. Fornminjasali.
En jú, nú er samkeppnin send af stað. Það tókst þá, með tveimur svefnlausum nóttum. Og það fyndna: við fengum bíl föðursins lánaðan á sunnudagskvöldið til að keyra heim (við fengum leyfi til að prenta á skrifstofunni hans) og klukkan hálf fjögur vorum við búin og að sjálfsögðu geðveikt þreytt, þannig að við nenntum ekki að leita neitt sérstaklega lengi að bílastæði, en fundum ekkert þannig að við lögðum bílnum á fjölförnum vegi ekki langt frá. Næsta dag klukkan 9 þurftum við svo að fara með pakkann á pósthúsið og höfðum skilið hann eftir í bílnum um nóttina. Viti menn: bíllinn er horfinn. Sjáum þá skilti ekki langt frá þar sem stendur að það megi ekki leggja þar frá klukkan hálf sjö til níu á morgnanna! Bad luck!
Jú, samkeppnin enn í bílnum og nú hófst kapphlaupið um að ná á pósthúsið fyrir klukkan þrjú þegar fresturinn hljóp út. Jú, jú, ekki er frá öðru að segja en að það heppnaðist eftir klukkutíma túr með lest og strætó og hálftíma labbi á milli hraðbrautaútkeyrslna einhvers staðar langt útí sveit. Spennandi.
Og ég er svo þreytt að ég held augnalokunum ekki uppi. Ég þurfti náttúrlega að mæta í vinnu í gær og vinna upp alla tímana sem ég kom of seint, þannig að ég hef enn ekki náð mér eftir uppistandið.
En það gerist líklega fljótlega.
Vonum við.

Engin ummæli: