Ég held ég sé að kæfa sjálfa mig í vinnu. Ég geri ekki annað en að vinna finnst mér.
Það er að koma mynd á verkefnið í vinnunni, þetta verður þokkalegt. Ég er að verða ánægð með útkomuna, en er að verða þreytt á verkefninu samt. Gerd höfuðpaur myndi halda mér fram á vor ef hann gæti, allavega varð hann eitthvað aumur þegar ég sagðist vera á leið til Kaupmannahafnar aftur. Ég hélt annars að ég hafði sagt honum það mjög skýrt í atvinnuviðtalinu en hann hafði greinilega gleymt því í millitíðinni! Schade, sagði hann og ég veit ekki betur en glitt hafi í tár í hægra augnkrók.
Ég fór annars á Matrix 3 í gærkvöldi með Claudiu. Fannst einhvern veginn lítið til þeirrar kvikmyndar koma. Ég fattaði reyndar ekki neitt í byrjun því ég sá ekki mynd nr. 2, en varð fljótt með á nótunum (eins og þegar maður dettur inn í Bold and Beautiful hjá mömmu). Þetta var sama ameríska dellan og venjulega, með krossfestingu frelsarans í endanum og til að gera það enn dramatískara, dauði Maríu Magdalenu tæpu korteri fyrr. Myndin er annars stútfull af klisjukendu kossaflensi the Hollywood way, hálfþreyttum bardagasenum (því maður vill jú alltaf eitthvað BETRA, þokkafullra en síðast), "óvæntum" happy ending og ósívílíseruðu blóðbaði. Hins vegar er myndin ágætlega leikin á köflum, tæknilega séð "up to date", með mjög vel gerðum tölvumódelum (enginn DOOM yfir henni þessari), fullkomnri lýsingu og jú, að sjálfsögðu fallegum leikurum.
Þá hafiði það, þið sem ekki hafið séð hana!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli