föstudagur, desember 19, 2003

Þunn

Það er eitthvað eins og þunnfljótandi jógúrt í öllum liðum eftir jólapartí gærdagsins. Fyrst var farið í trefjaplast-snjóhús í Museumsquartier að drekka glögg og púns eins og ekta artí gengi sæmir. Þar á eftir var haldið á einhvern hryllilega gamlan og hálf ógeðslegan stað að sötra öl. Ég svo sver það: veggfóðrið var dökkbrúnt af sóti. Mjög líklega var síðast veggfóðrað þarna í byrjun aldarinnar.
En allavega. Ofboðslega þykir mér vænt um þetta fólk. Og þó ég hafi fyrrum kvartað yfir höfuðpaurnum verð ég að segja að hann er klárasti arkítekt sem ég hef nokkurn tíma komist í snertingu við. Þar að auki er hann vinur minn. Det er i hvert fald noget!

Engin ummæli: