...Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég FER í fríið!
Búið að vera meira að gera í vinnunni hjá mér í þessari viku. Ástæðan er sú að ég er á leiðinni til Salzburg með mínum ástkæra um hádegisbil á morgun. Við verðum þar fram á mánudagskvöld og sjáum líklega eitthvað af landinu í leiðinni.
Mmmm, frí! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta þýðir fyrir mig. Nýr heimur!
Annars fékk ég góða hugmynd í lestinni á leiðinni heim í kvöld:
Græðum Afganistan!
Með hverjum lítra sem þú kaupir af bensíni, rennur ein króna af verðinu til samevrópska lúpínuverkefnisins "Græðum Afganistan". Eftir tuttugu ár verður landið fullgróið, landbúnaður getur hafist að nýju, landið verður aftur túristavænt og já... Al Quaida verður ekki annað en stórt mjólkurbú.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
buy tramadol online tramadol 50mg with zoloft - tramadol online topix
Skrifa ummæli