sunnudagur, febrúar 01, 2004

Hamingjan

Góður dagur á föstudaginn. Ég verð að vera sammála Önnu G, hverjum dettur í hug að svona góðir dagar komi ekki sem rýtingur í bakið á manni nokkrum dögum síðar? Allt gekk vel: ég fékk góð ummæli fyrir verkefnið, prófessorinn sagði að ég gæti reynt að klára á tveimur önnum og ekki þremur (ég hef samt mínar efasemdir um það). Þar að auki fór ég í bæinn með Helene og það var útsala í Illum, sem er svona sjoppa sem yfirleitt er svo dýr að maður kaupir ekkert þar. En við fengum buxur á 240 kr, og þá var það ferðarinnar virði.
Um kvöldið rákumst við B. svo á saumavél, okkur til mikillar furðu, í Fötex. Og hún var nokkrum hundruðum ódýrari en þær vélar sem ég hafði kíkt á (sama módel)... Þannig að: ég lét slag standa og keypti hana.

Jú, hamingjan er föl fyrir smá pening. Það er alveg ljóst.

Engin ummæli: