Snjókoma og saumavélin afmeyjuð
Það hefur verið einstaklega mikill vetur þessa vikuna á meðan ég lá í hálfmóki í sófanum og beið þess að verða frísk aftur til þess eins að fá skammir hjá kennaranum fyrir að hafa ekki gert neitt.
Ég sé að ég og þessi kennari eigum eftir að eiga margar miður skemmtilegar stundir saman. Það fyrsta sem hún sagði þegar hún sá AutoCad módelið mitt var: "Já, vandamálið er að þú vinnur á tölvu. Ef þú hefðir gert það sama á blaði, þá hefði ég kannski skilið þetta betur". Aðeins seinna, þegar ég var búin að sýna henni allt sem ég hafði gert (sem var ekki mikið, því ég var jú veik) þá segir hún: "Ég skil þetta ekki. Ég skil þetta alls ekki. Ég get bara ekki skilið hvað þú varst að hugsa!". Það er mjög einkennilegt hversu flestir kennarar í þessum blessaða skóla ekki geta skilið að maður stundum prófi sig fram með aðrar aðferðir en þau hafa notað síðustu áratugi. Sérstaklega ef manni dettur í hug að vinna með form sem ekki eru "hrein". Eins og hún sagði: "Já, þessi hringur hérna er skiljanlegur, líka þessi fígúra hérna (benti á kassann), en hitt... Öll þessi óreglulegu form! Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði gott rými að vera í. Ég get alls ekki skilið að þú viljir vinna á þennan hátt!". Og COME ON, ég var búin að vinna að þessu í kannski nokkra klukkutíma, eftir að hafa verið veik í marga daga og DUH, ég var ekki að meina neitt af þessu alvarlega, þetta var bara eitthvað sem við gátum byrjað að tala um, þannig að ég hefði EITTHVAÐ að sýna henni! En nei, sumt fólk fattar ekki að maður getur verið abstrakt líka þótt maður vinni á tölvu, for helvede!
Saumavélin var tekin með stíl í gær. Sit nú í afrakstrinum. Bleik peysa, aðsniðin með langar ermar og aflangan, tveggja sentímetra kraga. Og saumavélin er svo auðveld í notkun og þægileg! :-D Það var fjárfesting í lagi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli