miðvikudagur, apríl 14, 2004

Hversdagsleikinn snýr aftur (the return of the quotidien)

Þeir sem við á fá mína innilegustu afsökunarbeiðni vegna fjarveru minnar í bloggheiminum. Hér hefur mikið verið að gera og ekki allt jafn skemmtilegt. Rétt fyrir páska voru milliskil á verkefninu, fylgjandi ógleði í bókstaflegri merkingu orðsins, helgarþreyta þar af leiðandi og tengdó í heimsókn alla páskana.

Merkilegt að á þessum fimm dögum tókst minni ástkæru tengdamóður að tapa því út úr sér að hún ekki vissi til þess að Ísland tilheyrði Evrópu frekar en Ameríku, best væri fyrir hið óborna barn að ég væri gift manninum (því þannig er það í Austurríki), danska heilbrigðiskerfið væri plat og það væri miklu betra bara að fæða þetta tiltekna barn í Vín, og, rúsínan í pulsuendanum; að ég ætti kannski að sleppa kvöldmáltíðunum hér eftir þannig að ég myndi grennast doldið. Það er ekki í frásögur færandi að hið kalda stríð er hafið að nýju. Noone messes with ME! Ég er hundleið á því að segja Aha og jájá; hér eftir fær hún að heyra það eins oft og þarf að það er ÉG sem ræð í mínu lífi. Og það er enginn annar en ÉG og Bernhard sem ölum þetta barn upp og lifum því fjölskyldulífi sem okkur sýnist. Annað væri óréttlætanlegt. Hún er nú þegar búin að fá sinn séns!

Að koma aftur eins og í skólann var eins og að synda í OF kaldri laug: fyrst var það sjokk að fatta að það er svo lítill tími eftir og ég á eftir að ná að gera svo margt. Þar á eftir kom sprettur á mig og ég kláraði plakat fyrir LFB, hljóp eins og vitleysingur um allan skólann til að prenta o.s.frv. En í dag er ég bara þreytt. Vatnið er of kalt, ég þarf að venjast því aftur.

Hins vegar er vorið komið til að vera í augnablikinu. Það er sól á hverjum degi og í stóru görðunum er fólk farið að safnast saman með bjór í hönd og njóta góða veðursins. :-D Það er þá þess virði eftir allt saman að upplifa veturinn til að geta notið vorsins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott meinen! Also, und also! cialis online levitra bestellen [url=http//t7-isis.org]cialis generika[/url]