miðvikudagur, apríl 28, 2004

Gleðibankinn

Mikið á ég að þakka honum Gumma frænda fyrir að gefa mér best of Magnús Eiríksson! Í hvert skipti sem ég er ein heima get ég laumast til að setja þessa svakalega hallærislegu mússík á (að mati hins ástkæra, enda nenni ég sko heldur ekki að hlusta á eitthvert austurrískt píkupopp frá '84!), og þvílík unun! Maður kemst í gamla Júróvisjónfílinginn og sér loks hið bjarta í tilverunni!

(Svona fyrir reynda bloggara; hafiði tékkað á pro-american fréttum og auglýsingum Bloggers? Þetta er næstum því fyndið!)

Talandi um Ameríku, þá hitti ég stundum Ameríkana í skólanum og annars staðar, og það hlægilega er að þau eru ekki að fatta af hverju helmingur Evrópubúa eru skeptískir á "the American Dream" þjóðfélagið sem þau búa í! Reyndar ætti maður sem Íslendingur að tékka á því af hverju íslenskt þjóðfélag og sýstem líkist amerísku meira og meira? Það er dálítið djúpt í árina tekið að halda því fram að samfélag á stærð við íslenskt geti tekið upp nákvæmlega sömu stefnu og "risinn" í heilbrigðis, mennta-, viðskipta- og skattamálum! En jú, Íslendingar hafa alltaf litið stórt á sig... Sjáum hvað setur!

Bernhard tók sig til og keypti á mig skó í dag! Þeir eru eiturgrænir og gulir og fílingurinn er eins og að ganga um í fíflum! Ég held að kannski þetta hafi verið einhvers konar "andartaksgeðveiki" (eða heitir það ekki svona í sakamálaþáttunum?), en hvað! Ég geng í þeim þótt það sé hægt að hlæja að mér í fimmtíu metra radíus. Annars veð ég í gjöfum í augnablikinu, já í bókstaflegum skilningi. Mamma kom nefnilega færandi hendi með þrjár blússur sem geta teygst út í hið óendanlega og eiga eftir að reynast vel í sumar.

Reyndar skil ég ekkert í því að það sé hægt að vera komin fimm mánuði á leið án eins einasta plúskílós. Ég hef verið svona svakalega vel í holdum fyrirfram! Eða þá er ég að reyna of mikið á mig með því að hjóla í skólann á morgnanna (ég reyndar er við að fá hjartaáfall í hvert skipti á síðustu skrefum upp tröppurnar í skólanum)! En ég læt það ekkert á mig fá.

Engin ummæli: