mánudagur, apríl 19, 2004

Eftirpáska

Ég er búin með allt innúr páskaegginu en gengur tregt að brjóta niður skurnina. Eru fleiri sem eiga í þessum vandræðum? Best væri að "snúa egginu á rönguna" og selja poka með innvolsi í og svo lítilli eggjakúlu fyrir innan allt nammið. Það er ekki í frásögur færandi að Bernhard er sérstaklega hneikslaður á matarvenjum mínum þegar um er að ræða páskaegg.

Í persónulegum fréttum er þetta helst að frétta: A. Ég er að komast yfir erfiðleika páskafrísins, líklega búin að úttala illsku mína gagnvart umræddri konu. B. Ég er að venjast kalda vatninu í lauginni. C. Hið óborna sparkar kröftuglega inni í mér á hverjum degi.

Þar að auki fékk Bernhard tilboð um vinnu hjá UN World Food Programme en ég sagði við hann að hann mætti ekki fara frá mér núna. Hann skildi það svo sem þótt að hann hafi í alvörunni hugsað málið, en við erum að plana að halda okkur opnum fyrir svona vinnu eftir að ég er búin með skólann, kannski eftir eitt ár. Ekki það að ég sé tilbúin til að fara til Sri Lanka og vera heimavinnandi húsmóðir eins og sumir sem við þekkjum! En ef ég gæti fengið einhverja samsvarandi vinnu, bara við arkítektúr, skipulag eða svipað, þá stendur ekkert í vegi fyrir því að flytja til útlanda! ;.D (Júbbí!)

Engin ummæli: