mánudagur, nóvember 01, 2004

Bubamara!

Ef það fór framhjá einhverjum, var drengurinn skírður á laugardegi fyrir rúmri viku. Nafnið var Tobias. Leyfi fékkst ekki fyrir öðru fornafninu, Flóki. Hins vegar getur vel verið að það verði seinna, og þar af leiðandi köllum við hann jú Tobias Flóka.
Allt í læ hér á bæ, tíminn líður hratt og haustið er komið. Við vorum í Dyrehaven um daginn með foreldrum Bernhards í fallegu veðri. Laufblöðin eru orðin gul/ appelsínugul og hjörtunum (?) hefur verið sleppt út úr girðingunum, þannig að þeir eru út um allt og koma mjög nálægt manni. Ég mæli með túrnum. Og eplakökunni á Piils.

Engin ummæli: