Árós
Jebb, þá er maður loksins farinn í frí og kominn heim úr fríinu. Leiðin lá lárétt vestur til Jótlands, þar sem ástkær B hélt námskeið í tölvunördi á Journalisthöjskolen. Nánara tiltekið í Árósum. Þetta þýddi náttúrlega fyrir mig, heimavinnandi húsmóðurina, að ég gat látið mig og tveggja-tanna-tryllitækið fljóta með farangrinum þangað vestur. Það er ekki að spyrja að því að farangurinn varð "aðeins" meiri við uppátækið, en hva!
Ferðin var vægast sagt algjör snilld! Ég ráfaði þarna um með barnavagninn og eyddi ótæpilega af barnseignaorlofspeningum - mest þó í efni. Í svona litlum bæ er hægt að koma fyrir ótrúlega mörgum efnabúðum, svo ekki sé talað um saumavélabúðirnar!
Ég fór á Aros, sem er splúnkunýja listasafnið þeirra. Byggingin var ok innaní, þótt hún sé svona hallærisleg að utan og algjört djók svona skipulagslega séð (og eitthvað Guggenheim-imitat formlega séð). En í húsinu var meiriháttar sýning eftir Bill Viola, en flottasta verkið var eiginlega "Five Angels for the Millenium" sem er í eigu safnsins - mæli eindregið með túr þangað ef þið eruð á leið til Árósa á annað borð.
Ég hitti svo ástkæra vini mína, píanistann og tónskáldann, þó í sitthvoru lagi í þetta skiptið ;). Það var upplifun eins og venjulega að fá að vera með svona góðu fólki og ótrúlegt að þegar maður hittist er eins og það sé ekki liðin nema vika síðan síðast. Bare dejligt!
Á leiðinni heim vorum við svo óheppin að hafa sessunaut sem fyrir utan að líta illa út hafði ekki farið í bað síðustu þrjá mánuði. Stúlkan sú var svo hrifin af Tobba greyinu að hún lét hann ekki vera alla ferðina. Ég hafði ekki hjarta í mér til að segja neitt við hana, hún var svo barnaleg eitthvað að ég vorkenndi henni eiginlega. En það kostaði eitt stykki svefnlausa nótt hjá mér því Tobí kallinn vaknaði á klukkutíma fresti með martraðir alla nóttina.
En allavega... Góð vika liðin, kortið straujað og mjúkt og við B afslappaðri en nokkru sinni. En hvað lífið getur verið ljúft!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli