De tous les jours au quotidien
Argh, hvenær kemur eiginlega hversdagsleikinn aftur? Allt er nýtt í þessu nýja lífi manns, enginn dagur eins. Maður hefði nú haldið að það væri lúxuss að lifa svona thrilling lífi hérna í denn. En nú sakna ég bara hversdagsleikans. Sakna þess að leiðast og hafa Ekkert að gera. Kíkja í bók, surfa allan daginn... Sakna þess líka að nenna ekki neinu og hafa leyfi til þess. Að vakna einn daginn og vera löt og láta það bara eftir sér.
Good-bye old selfish me. Hello supermom!
Það er nóg að gera hjá mér. Þið hafið kannski tekið eftir því að sífellt lengra er á milli blogga. Það er einmitt vegna þess að ég er svo bissí. Ekki bara við að vera póstmóderníska húsmóðirin (því ég er hætt að baka) heldur við að vera skipulagsfræðikennari, fatadesigner og aktíf í mæðragrúppunni. Er þ.a. auki búin að bjóðast til að taka að mér einn krakka í viðbót einn eftirmiðdag í viku eða svo. En það verður ekkert úr því ef ég þekki móður krakkans rétt (hún nennir n.l. ekki að byrja í skólanum).
Í fréttum er allra helst að það heyrist ekkert frá kirkjumálaráðuneytinu, þótt við höfum sent umsókn um Flókanafnið fyrir þremur mánuðum síðan. Það gerist bara ekki neitt. Reyndar eru kosningar í næsta mánuði svo það er vonandi allt á uppleið, þ.e.a.s. með nýrri stjórn. Ég er að vonast til þess að allt verði útlendingavænna ef það tekst að ryðja Píu Kærsgaard út úr ríkisstjórninni. Hins vegar er ekki hægt að stóla á Danina að kjósa rétt, þannig að maður liggur á bæn á hverju kvöldi í von um að storka örlögunum.
Tobias stækkar og dafnar. Hann er orðinn svo mannalegur og hræðilega mikil læti í honum. Hann liggur og talar við sjálfan sig (og leikföngin, reyndar) endalaust og er orðinn svona duglegur að hreyfa sig. Ég held ykkur að segja að ein mesta martröð Bernhards sé að verða að raunveruleika - drengurinn verður fótboltamaður!
föstudagur, janúar 21, 2005
mánudagur, desember 06, 2004
Póstmódernístískar húsmæður
Puj he, það er erfitt að vera heimavinnandi. Ekki nema von að kvenmenn í úthverfum hafi leiðst í hel fyrir tveimur áratugum eða svo. Aldrei hef ég haft jafn mikið að gera! Eða allavega er tilfinningin þarna: "ég næ þessu aldrei"...
Samt er þetta ekki erfitt: taka til (neðst á listanum, ég næ því aldrei), vaska upp (er svo heppin ad ég næ því heldur aldrei, því það er ofar á listanum hans B. en á mínum), þvo þvott, setja hann á snúruna, taka hann niður aftur og setja upp í skáp, elda, gefa Tobiasi ad borda, setja Tobias í bað, kaupa jólagjafir... Ekki erfidur listi en vefst fyrir mér. Ég held ég sé á rangri hillu, ætti að vera arkítekt í staðinn!
Er að reyna að "lifa upp til" standardsins sem póstmódernístísk húsmóðir. Geri mitt besta til að ná að baka á sunnudögum og svona. Verð að segja að það er ekki auðvelt. Tókst þó að gera jólakort í gær. Glæd jer til det! Þau eru ekkert smá flott!!!
Puj he, það er erfitt að vera heimavinnandi. Ekki nema von að kvenmenn í úthverfum hafi leiðst í hel fyrir tveimur áratugum eða svo. Aldrei hef ég haft jafn mikið að gera! Eða allavega er tilfinningin þarna: "ég næ þessu aldrei"...
Samt er þetta ekki erfitt: taka til (neðst á listanum, ég næ því aldrei), vaska upp (er svo heppin ad ég næ því heldur aldrei, því það er ofar á listanum hans B. en á mínum), þvo þvott, setja hann á snúruna, taka hann niður aftur og setja upp í skáp, elda, gefa Tobiasi ad borda, setja Tobias í bað, kaupa jólagjafir... Ekki erfidur listi en vefst fyrir mér. Ég held ég sé á rangri hillu, ætti að vera arkítekt í staðinn!
Er að reyna að "lifa upp til" standardsins sem póstmódernístísk húsmóðir. Geri mitt besta til að ná að baka á sunnudögum og svona. Verð að segja að það er ekki auðvelt. Tókst þó að gera jólakort í gær. Glæd jer til det! Þau eru ekkert smá flott!!!
mánudagur, nóvember 01, 2004
Bubamara!
Ef það fór framhjá einhverjum, var drengurinn skírður á laugardegi fyrir rúmri viku. Nafnið var Tobias. Leyfi fékkst ekki fyrir öðru fornafninu, Flóki. Hins vegar getur vel verið að það verði seinna, og þar af leiðandi köllum við hann jú Tobias Flóka.
Allt í læ hér á bæ, tíminn líður hratt og haustið er komið. Við vorum í Dyrehaven um daginn með foreldrum Bernhards í fallegu veðri. Laufblöðin eru orðin gul/ appelsínugul og hjörtunum (?) hefur verið sleppt út úr girðingunum, þannig að þeir eru út um allt og koma mjög nálægt manni. Ég mæli með túrnum. Og eplakökunni á Piils.
Ef það fór framhjá einhverjum, var drengurinn skírður á laugardegi fyrir rúmri viku. Nafnið var Tobias. Leyfi fékkst ekki fyrir öðru fornafninu, Flóki. Hins vegar getur vel verið að það verði seinna, og þar af leiðandi köllum við hann jú Tobias Flóka.
Allt í læ hér á bæ, tíminn líður hratt og haustið er komið. Við vorum í Dyrehaven um daginn með foreldrum Bernhards í fallegu veðri. Laufblöðin eru orðin gul/ appelsínugul og hjörtunum (?) hefur verið sleppt út úr girðingunum, þannig að þeir eru út um allt og koma mjög nálægt manni. Ég mæli með túrnum. Og eplakökunni á Piils.
þriðjudagur, október 19, 2004
Hvað á barnið að heita? (QuiZ)
Þetta er stóra spurningin. Við stöndum í stappi við stjórnvöld í landinu græna um nafnalög og annað góðgæti. Hér hefur maður keypt sér gottgilt íslenskt fornafn sem eftirnafn, og þýðir þá að sá maður og fjölskylda hans hefur einkarétt á því nafni. Ég held því fram að ég sé hérna tímabundið í námi (enda komin með meira en nóg af stjórnmálum, útlendingahati og lögum þessa lands), og þykist geta skírt son minn því nafni sem mér sýnist. Ekki eru allir sammála um það, og þess vegna stappið. Ég gæti skilið vesenið ef ég ætlaði að skíra blessað barnið Bambi (sem reyndar er löglegt, íslenskt nafn!)... En ég er sem betur fer ekki gengin af göflunum (fyrirgefðu, Bambi, ef þú lest þetta)!
Hér er að koma vetur, það er mjög einkennilegt að veturinn komi og það verði meira og meira myrkur á morgnanna en ég fer hvorki í skóla né vinnu, heldur sit heima með pelabarnið. Og er byrjuð að sauma aftur, í pásunum!
Þetta er stóra spurningin. Við stöndum í stappi við stjórnvöld í landinu græna um nafnalög og annað góðgæti. Hér hefur maður keypt sér gottgilt íslenskt fornafn sem eftirnafn, og þýðir þá að sá maður og fjölskylda hans hefur einkarétt á því nafni. Ég held því fram að ég sé hérna tímabundið í námi (enda komin með meira en nóg af stjórnmálum, útlendingahati og lögum þessa lands), og þykist geta skírt son minn því nafni sem mér sýnist. Ekki eru allir sammála um það, og þess vegna stappið. Ég gæti skilið vesenið ef ég ætlaði að skíra blessað barnið Bambi (sem reyndar er löglegt, íslenskt nafn!)... En ég er sem betur fer ekki gengin af göflunum (fyrirgefðu, Bambi, ef þú lest þetta)!
Hér er að koma vetur, það er mjög einkennilegt að veturinn komi og það verði meira og meira myrkur á morgnanna en ég fer hvorki í skóla né vinnu, heldur sit heima með pelabarnið. Og er byrjuð að sauma aftur, í pásunum!
laugardagur, október 02, 2004
Allt á uppleið - pelabarn og stolt af því!
Hér er allt á uppleið eftir að það komst rútína á pelann. Nú gengur drengurinn eins og klukka, drekkur á þriggja tíma fresti og sefur á næturnar (þ.e.a.s. á milli þriggjatíma þorstans). Þar af leiðandi er ég ekki lengur jafn stressuð yfir því að barnið fái ekki nóg. Og hann lætur jú vita af því þegar ekki er nóg!
Það er erfiðara en maður heldur að vera mamma. Það auðveldasta í þessu er að ganga með barnið í þessa níu mánuði og ýta því út um rétt gat. Það erfiða byrjar um leið og barnið kemur í fang manns blautt og úfið, gargandi úr sér (og mér) allt vit.
Og það merkilega: ég þekki grát hans úr, þótt það væru fimmtíu grenjandi smábörn í herberginu, myndi ég rata á hann í blindni. The Wonders of Motherhood, hah!
Hér er allt á uppleið eftir að það komst rútína á pelann. Nú gengur drengurinn eins og klukka, drekkur á þriggja tíma fresti og sefur á næturnar (þ.e.a.s. á milli þriggjatíma þorstans). Þar af leiðandi er ég ekki lengur jafn stressuð yfir því að barnið fái ekki nóg. Og hann lætur jú vita af því þegar ekki er nóg!
Það er erfiðara en maður heldur að vera mamma. Það auðveldasta í þessu er að ganga með barnið í þessa níu mánuði og ýta því út um rétt gat. Það erfiða byrjar um leið og barnið kemur í fang manns blautt og úfið, gargandi úr sér (og mér) allt vit.
Og það merkilega: ég þekki grát hans úr, þótt það væru fimmtíu grenjandi smábörn í herberginu, myndi ég rata á hann í blindni. The Wonders of Motherhood, hah!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)